Hoppa yfir valmynd

Starfshópur sem hefur umsjón með eftirfylgni verkefna sbr. 10. gr. samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun í þjónustu við fatlað fólk.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Í sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs er kveðið á um að tryggja þurfi jafnræði í þjónustu við fatlað fólk, m.a. með samráði ríkis og sveitarfélaga um endurmat á kostnaði við málaflokk fatlaðs fólks.

Þann 15. desember 2023 undirrituðu félags- og vinnumarkaðsráðherra, innviðaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk. Í samkomulaginu er kveðið á um verkefni sem þurfi að framfylgja en þau varða einkum veitingu þjónustu og greiðslur úr Jöfnunarsjóði á grundvelli SIS mats, lágmarksfjölda íbúa á þjónustusvæðum, sértæk húsnæðisúrræði, þriðja stigs þjónustu, samræmda skráningu og gagnaöflun, samræmingu á eftirliti og framkvæmd þjónustu, endurskoðun laga, framtíðarhóp um nýsköpun og þróun þjónustu auk þess sem bókun við samkomulagið tekur til stöðu og framtíðar þjónustu við ungt fólk á hjúkrunarheimilum.

Með hliðsjón af þeim verkefnum sem ofangreint samkomulag tekur til var skipaður eftirfarandi starfshópur:

Starfshópur sem hefur umsjón með eftirfylgni verkefna sbr. 10 gr. samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun í þjónustu við fatlað fólk.

Starfshópinn skipa:

  • Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, formaður hópsins, skipuð án tilnefningar.
  • Árni Sverrir Hafsteinsson, tilnefndur af innviðaráðuneyti.
  • Marta Guðrún Skúladóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti.
  • Helga María Pálsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
  • Ólafur Þór Ólafsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Í samræmi við reglur um nefndarstörf á vegum ríkisins er ekki greitt sérstaklega fyrir setu í starfshópnum.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum