Fréttir

Síðasti hópurinn útskrifaðist úr Lögregluskóla ríkisins í dag.

Síðasta útskrift úr Lögregluskóla ríkisins - 26.8.2016

Í dag voru síðustu nemendurnir útskrifaðir úr Lögregluskóla ríkisins sem nú verður lagður niður og lögreglunámið fært á háskólastig. Sextán lögreglumenn voru útskrifaðir, 5 konur og 11 karlar. Háskólanum á Akureyri hefur verið falið að annast kennslu og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða og um leið hefur verið stofnað mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar sem heyrir undir ríkislögreglustjóra.

Lesa meira
Frá fundi um samstarf opinberra aðila og einkaaðila um innviðaframkvæmdir.

Rætt um samstarf opinberra aðila og einkaaðila um innviðaframkvæmdir - 25.8.2016

Samstarf opinberra aðila og einkaaðila um innviðaframkvæmdir var til umræðu á morgunverðarfundi Deloitte og Samtaka iðnaðarins í gær þar sem flutt voru nokkur erindi um efnið. Ólöf Nordal innanríkisráðherra ávarpaði fundinn og sagði að brýnt væri að auka opinbera fjárfestingu í innviðum og að við henni blasti að ráðast yrði í fjárfrekar vegaframkvæmdir.

Lesa meira

Fleiri fréttir