Fréttir

Jón Gunnarsson ávarpaði sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins í dag.

Jón Gunnarsson ávarpaði sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins - 29.3.2017

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tók þátt í sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins í Strassborg sem haldið er á vegum Evrópuráðsins. Þingið gerir reglulega úttektir á stöðu staðbundins lýðræðis í aðildarríkjum og á þinginu nú er kynnt úttekt á stöðu sveitarstjórnarmála á Íslandi. Ávarpaði ráðherra þingið og gerði frekari grein fyrir stöðu mála hér á landi og svaraði fyrirspurnum þingfulltrúa.

Lesa meira
Frá landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Sveitarfélög verði studd betur til sameininga - 24.3.2017

Uppbygging innviða, aukinn hvati til sameiningar sveitarfélaga, fjölbreyttari leiðir til að fjármagna samgönguframkvæmdir, ákvörðun ríkisstjórnarinnar í dag um 1.200 milljóna króna viðbótarframlag til vegaframkvæmda á árinu og uppskipting innanríkisráðuneytis voru meðal umræðuefna í ræðu Jóns Gunnarssonar, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra á landsþingsi Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag.

Lesa meira

Fleiri fréttir