Fréttir

Sáttameðferð til þess fallin að leysa mikinn hluta ágreiningsmála - 27.7.2016

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út skýrslu um árangur af meðferð sáttameðferðar en með breytingum á barnalögum árið 2012 (lög nr. 61/2012 og nr. 144/2012) var lögfest það nýmæli að foreldrar eru skyldugir til að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál vegna forsjár og fleira. Lögin tóku gildi í janúar 2013. Markmið sáttameðferðar er að aðstoða foreldra við að semja um þá lausn sem barni er fyrir bestu.

Lesa meira

Stefnumótun, skipulagsbreytingar og undirbúningur nýrra stofnana meðal helstu verkefna 2015 - 21.7.2016

Viðamiklar skipulagsbreytingar, vinna í stefnumótun, undirbúningur stofnunar millidómstigs og margs konar tölfræði um starfsemi innanríkisráðuneytisins er meðal efnis í fyrsta ársriti ráðuneytisins sem gefið er út rafrænt. Ársritið kom út á dögunum og er þar annars vegar frá helstu verkefnum síðasta árs og hins vegar birt tölfræði um starfsemi ráðuneytisins á fimm ára starfstíma þess.

Lesa meira

Fleiri fréttir