Fréttir

Drög að reglugerðum um vogir og mælitæki til umsagnar - 30.9.2016

Innanríkisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerðum, annars vegar um mælitæki og hins vegar um framleiðslu ósjálfvirks vogarbúnaðar. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um reglugerðardrögin og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is eigi síðar en 10. október næstkomandi.

Lesa meira

Ráðstefna um réttarstöðu og velferð barna við andlát foreldris - 29.9.2016

Ráðstefna um réttarstöðu og velferð barna við andlát foreldris verður haldin í Norræna húsinu í Reykjavík miðvikudaginn 12. október næstkomandi og stendur frá klukkan 9 til 12. Verður þar fjallað um rannsóknir á stöðu barna við slíkar aðstæður, íslensk lög sem málið snerta, sagt frá tilraunaverkefni og endað á pallborðsumræðum um efnið.

Lesa meira

Fleiri fréttir