Fréttir

Lögð til skipan eftirlitsnefndar vegna kvartana og kærumála vegna starfa lögreglu - 27.11.2015

Nefnd sem innanríkisráðherra skipaði í ársbyrjun um meðferð kærumála og kvartana á hendur lögreglu skilaði í dag ráðherra niðurstöðu sinni. Leggur nefndin til að ráðherra skipi þriggja manna eftirlitsnefnd með störfum lögreglu sem hafi það verkefni að taka við erindum frá borgurunum, yfirfara þau og greina hvort um sé að ræða kæru um refsiverða háttsemi eða kvörtun er lúti að starfsaðferðum lögreglu, og komi erindum í viðeigandi farveg. Þá lagði nefndin einnig fram drög að breytingum á lögum sem nauðsynlegar eru með hliðsjón af þessum tillögum.

Lesa meira

Samráð ESB um aðgerðaráætlun um rafræna stjórnsýslu - 27.11.2015

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hrundið af stað almennu samráði um næstu aðgerðaráætlun í rafrænni stjórnsýslu, þ.e . next eGovernment Action Plan 2016-2020 í samræmi við það sem hafði verið lagt til í stefnunni um stafrænan innri markað. Frestur er til 22. janúar 2016 til að koma að athugasemdum.

Lesa meira

Fleiri fréttir