Fréttir

Fjölmargir sátu ráðstefnu um netöryggi og stofnfund samstarfshóps um netöryggi.

Samstarfshópur um netöryggi stofnaður - 23.2.2017

Stofnfundur samstarfshóps um netöryggi var haldinn 20. febrúar í Reykjavík samhliða ráðstefnu um netöryggismál en netöryggisráð sem skipað var á grunni stefnu innanríkisráðherra um net- og upplýsingaöryggi hefur undirbúið stofnun hópsins. Í samstarfshópi um netöryggi sitja fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila auk fulltrúa í netöryggisráði.

Lesa meira
Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir hönd Íslands.

Undirritaði yfirlýsingu Evrópuríkja um samgöngur og loftslagsbreytingar - 22.2.2017

Samgönguráðherrar aðildarríkja samgöngunefndar Efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu, UNECE, fögnuðu 70 ára afmæli nefndarinnar á fundi í Genf í vikunni. Af þessu tilefni undirrituðu ráðherrarnir yfirlýsinguna Embracing the new era for sustainable inland transport and mobility sem fjallar um samgöngur og áherslur í umhverfismálum og umferðaröryggi.

Lesa meira

Fleiri fréttir