Fréttir

Hringtengingu ljósleiðara um Vestfirði er nú lokið.

Hringtengingu ljósleiðara um Vestfirði lokið - 2.12.2016

Lokið er lagningu ljósleiðara milli Ísafjarðar og Hrútafjarðarbotns og er þar með komin á hringtenging ljósleiðara um Vestfirði. Samhliða lagningu ljósleiðara var þriggja fasa rafstrengur lagður í jörð og með þessum aðgerðum styrkjast fjarskipta- og raforkuinnviðir á Vestfjörðum verulega.

Lesa meira
Um 170 manns sátu ráðstefnu UT-dagsins í dag.

Persónuvernd, tölvurannsóknir og netöryggi meðal umræðuefna á UT-degi - 1.12.2016

Stefnumót við örugga framtíð, ógnir, tækifæri og áskoranir voru umfjöllunarefni UT-dagsins í ár en hann hefur verið haldinn árlega frá 2006. Að deginum standa innanríkisráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Skýrslutæknifélag Íslands. Tilgangur dagsins er að fjalla um það sem er efst á baugi í upplýsingatæknimálum hjá stjórnsýslunni.

Lesa meira

Fleiri fréttir