Fréttir

Kynnt reglugerðarbreyting til að innleiða ESB-gerðir um reiki í farsímanetum - 26.5.2016

Settar hafa verið reglur um reiki undanfarin ár innan ríkja Evrópusambandsins í því skyni að stilla reikigjöldum í hóf og til að gæta hagsmuna neytenda. Hafa gjöldin lækkað verulega frá setningu fyrstu reglugerðarinnar árið 2007. Innanríkisráðuneytið birtir nú til kynningar  reglugerð sem innleiðir tvær gerðir ESB um reiki á almennum farsímanetum innan ESB og um vegið meðaltal hæsta verðs fyrir lúkningu símtala í farsíma innan ESB.

Lesa meira

Stofnun millidómstigs samþykkt á Alþingi - 26.5.2016

Lagafrumvörp um stofnun millidómstigs voru samþykkt á Alþingi nú í morgun. Eru það annars vegar lög um dómstóla og hins vegar breyting á lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála. Með breytingunum verður til nýr áfrýjunardómstóll, Landsréttur, og hefur hann aðsetur í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. janúar 2018.

Lesa meira

Fleiri fréttir