Hoppa yfir valmynd

Stýrihópur um Kynslóð jafnréttis

Forsætisráðuneytið

Stýrihópur Kynslóð jafnréttis fer með forystu íslenskra stjórnvalda í aðgerðabandalagi um kynbundið ofbeldi. Meginhlutverk hópsins er fylgja eftir skuldbindingum íslenskra stjórnvalda í verkefninu,  samhæfa starf og forystu íslenskra stjórnvalda í aðgerðabandalaginu og undirbúa þátttöku á fundum og ráðstefnum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er varða verkefnið. Stýrihópurinn skal eiga víðtækt samráð við ráðuneyti og önnur stjórnvöld sem fara með málaflokka sem tengjast aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi og aðra haghafa á málefnasviðinu. Stýrihópurinn setji sér verkefnaáætlun þar sem nánari afmörkun komi fram um framkvæmd verkefnisins.

Íslensk stjórnvöld veita aðgerðabandalagi um kynbundið ofbeldi (e. Action Coalition on Gender Based Violence) forystu ásamt Bretlandi, Úrúgvæ, Kenía, Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, UN Women, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Ford Foundation og völdum alþjóðasamtökum kvennahreyfingarinnar.  

Stýrihópinn skipa: 
  • Rán Ingvarsdóttir, fulltrúi skrifstofu jafnréttis- og mannréttindamála í forsætisráðuneyti, formaður. 
  • Sunna Diðriksdóttir, fulltrúi skrifstofu jafnréttis- og mannréttindamála í forsætisráðuneyti. 
  • Sesselja Sigurðardóttir, alþjóðafulltrúi forsætisráðherra. 
  • Oddur Ingi Nyborg Stefánsson, sérfræðingur og fulltrúi þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytis. 
  • Auður Edda Jökulsdóttir, sendifulltrúi og fulltrúi skrifstofu alþjóðapólitískra málefna utanríkisráðuneytis. 
  • Kolbrún Birna Árdal, lögfræðingur og fulltrúi skrifstofu almanna- og réttaröryggis í dómsmálaráðuneyti. 
Áheyrnarfulltrúar stýrihópsins eru: 
  • Stella Samúelsdóttir, landsnefnd UN Women. 
  • Áslaug Ármannsdóttir, landsnefnd UN Women. 
  • Birta B. Kjerúlf, ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði kynjajafnréttis (Landssamband ungmennafélaga, LUF).
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum