Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um skráningu ótilgreint í hús

Innviðaráðuneytið
Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að greina gróflega hvar einstaklingar sem skráðir eru ótilgreint í hús eru búsettir og hvort verið sé að misnota 2. mgr. 4. gr. laga um lögheimili til að auðvelda einstaklingum ólöglega búsetu t.d. í frístundabyggð. Starfshópurinn skal skila ráðherra skýrslu um niðurstöður sínar haust 2023.

Verkefni starfshópsins eru eftirfarandi: 
a) greina hversu margir eru skráðir ótilgreint í hús á landsvísu, skipt niður eftir sveitarfélögum,
b) greina hvernig búsetu þessarar einstaklinga er háttað, sé það hægt, eftir sveitarfélögum,
c) greina ástæður fyrir fjölgun skráninga, sé það hægt,
d) meta hvort rétt sé að skrá einstaklinga sem búa ólöglega í frístundabyggð í sveitarfélagi "ótilgreint í hús" í sveitarfélaginu t.d. út frá öryggissjónarmiðum eða hvort slík skráning sé misnotkun á 2. mgr. 4. gr. laga um lögheimili og aðsetur.
e) ef nefndin telur að verið sé að misnota 2. mgr. 4. gr. lögheimilislaga að leggja til breytingar á ákvæðinu eða leggja til aðrar breytingar á lögum eða aðrar úrbætur.

Starfshópurinn er þannig skipaður: 
Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga og formaður starfshópsins,
Ágúst Gunnar Gylfason, verkefnisstjóri hjá Almannavörnum,
Karen Edda Benediktsdóttir, sérfræðingur hjá Þjóðskrá Íslands,
Ólafur Gísli Magnússon, lögfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum