Hoppa yfir valmynd
29. janúar 2014 Dómsmálaráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja. Unnt er að koma að athugasemdum við drögin og skulu þær sendar ráðuneytinu á netfangið [email protected] eigi síðar en 7. febrúar næstkomandi.

Reglugerðinni um gerð og búnað ökutækja var breytt umtalsvert síðastliðið vor í því augnamiði að tryggja áreiðanlegri skráningu ökutækja og tryggja um leið umferðaröryggis- og umhverfissjónarmið. Breytingarnar voru að miklu leyti til komnar vegna skuldbindinga íslenska ríkisins skv. samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Fyrirséð var að breytingin myndi takmarka að einhverju leyti skráningu ökutækja frá Bandaríkjum Norður-Ameríku. Sú takmörkun hefur þó í framkvæmd reynst meiri en nauðsynlegt er og því þykir tilefni til breytinga. Í fjölmörgum tilfellum hefur reynst ómögulegt fyrir umsækjendur að verða sér úti um þau gögn fyrir ökutæki sín sem áskilin eru í reglugerðinni.

Í ljósi þessa virðist sem að skilyrði reglugerðarinnar hafi í reynd skapað of miklar hindranir fyrir innflutningi á ökutækjum frá Bandaríkjunum og er því lögð fram tillaga að undanþáguákvæði. Felur tillagan í sér að mögulegt er að fá undanþágu í þeim tilfellum sem umsækjandi getur sýnt fram á að ómögulegt sé að fá útgefið vottorð það sem áskilið er. Slík undanþága skal þó bundin því skilyrði að sannreynt sé með þeim hætti sem Samgöngustofa mælir fyrir um í verklagsreglum, að bifreið fullnægi kröfum til skráningarviðurkenningar. Í þeim tilfellum sem undanþága er veitt munu Samgöngustofa eða skoðunarstofa í umboði hennar taka út viðkomandi bifreið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum