Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2014 Dómsmálaráðuneytið

Bréfi ríkissaksóknara svarað

Innanríkisráðuneytið svaraði í dag, eins og til stóð og tilkynnt hafði verið um, bréfi ríkissaksóknara vegna kæru lögmanns hælisleitanda um birtingu trúnaðargagna. Ekki er heimilt að birta bréfið á vef ráðuneytisins þar sem þar koma fram persónugreinanlegar upplýsingar.

Ráðuneytið ítrekar hins vegar þær upplýsingar sem áður hafa verið birtar á vefsíðu ráðuneytisins, þar sem fram kemur að sérstök skoðun ráðuneytisins og rekstrarskrifstofu stjórnarráðsins gefi ekki tilefni til að ætla að trúnaðargögn hafi verið send óviðkomandi aðilum frá ráðuneytinu. Ráðuneytið ítrekar einnig að óski ríkissaksóknari ítarlegri gagna eða upplýsinga verða þær fúslega veittar, enda markmið ráðuneytisins að tryggja örugga og vandaða málsmeðferð þeirra gagna sem ráðuneytið vinnur með.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum