Hoppa yfir valmynd
25. maí 2013 Dómsmálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Þórey Vilhjálmsdóttir ráðin aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra

Þórey Vilhjálmsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og hóf hún störf í gær.

Þórey Vilhjálmsdóttir
Þórey Vilhjálmsdóttir

Þórey hefur BS gráðu í viðskiptafræðum með áherslu á alþjóðaviðskipti frá Háskóla Íslands, MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og stundaði nám í CEIBS viðskiptaháskólanum í Shanghæ í Kína. Hún hefur undanfarin ár gegnt starfi framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og var áður meðal annars framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands en auk þess hefur hún víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri, stjórnun og markaðs- og kynningarmálum.

Þórey hefur tekið þátt í margháttuðum félagsstörfum og situr í stjórn UNwomen, íslenskri landsnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna og í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Hún er í sambúð með Ríkharði Daðasyni og eiga þau tvö börn, Vilhjálm og Ragnheiði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum