Hoppa yfir valmynd
23. maí 2013 Dómsmálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrsti þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður, tók við embætti innanríkisráðherra á ríkisráðsfundi sem lauk nú fyrir stundu. Hún tekur við af Ögmundi Jónassyni sem gegndi því embætti fyrstur manna en innanríkisráðuneytið var formlega stofnað 1. janúar 2011.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti ávarp á Hólahátíð.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti ávarp á Hólahátíð.

Hanna Birna er fædd árið 1966. Hún lauk BA prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og M.Sc. prófi í alþjóðlegum og evrópskum stjórnmálum frá Háskólanum í Edinborg tveimur árum síðar. Hún hefur um árabil verið virk í stjórnmálastarfi og var um tíma framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarframkvæmdastjóri flokksins. Hanna Birna var kjörin í borgarstjórn árið 2002 og var borgarstjóri árin 2008 til 2010. Hefur hún setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum borgarinnar, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Maki Hönnu Birnu er Vilhjálmur Jens Árnason heimspekingur og eiga þau tvær dætur.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum