Hoppa yfir valmynd
11. janúar 2013 Dómsmálaráðuneytið

Samráðsfundur öryggisnefnda ráðuneyta um aðgerðir gegn einelti

Mikilvægt skref var stigið í vinnuverndarmálum Stjórnarráðsins í vikunni þegar verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti stóð fyrir fyrsta samráðsfundi öryggisnefnda ráðuneytanna. Markmið fundarins var að stuðla að samræmdu verklagi og samskiptaneti milli þeirra.

Í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum, var sérstaklega horft til aðkomu öryggisnefndanna að gerð áhættumats og áætlunar um heilsuvernd og forvarnir, þ.m.t. vegna eineltismála, í samræmi við stefnu Stjórnarráðsins gegn einelti. Með virkum öryggisnefndum, samráði og samræmdu verklagi er þess vænst að Stjórnarráðið verði til fyrirmyndar í vinnuverndarmálum í samræmi við reglugerðina.

Meginhlutverk verkefnastjórnarinnar er að fjalla um og fylgja eftir ýmsum tillögum um aðgerðir gegn einelti í skólum, vinnustöðum og í öllu samfélaginu. Eitt af verkefnum verkefnastjórnarinnar snýr að Stjórnarráðinu sem vinnustað og því var efnt til þessa fundar.

Að verkefninu standa fjögur ráðuneyti: Mennta- og menningarmálaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, velferðarráðuneyti og innanríkisráðuneyti.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum