Hoppa yfir valmynd
1. október 2012 Innviðaráðuneytið

Umferðarstofa tíu ára

Tíu ár eru í dag liðin frá því Umferðarstofa tók til starfa og fögnuðu starfsmenn því með afmæliskaffi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti Umferðarstofu í tilefni dagsins og færð starfsfólki hamingjuóskir og óskaði því velfarnaðar í starfi.

Ögmundur Jónasson flutti ávarp í tíu ára afmæliskaffi Umferðastofu.
Ögmundur Jónasson flutti ávarp í tíu ára afmæliskaffi Umferðastofu.

Umferðarstofa varð til með sameiningu Skráningarstofunnar og Umferðarráðs árið 2002. Meginhlutverk Umferðarstofu er að auka lífsgæði með því að efla öryggi í umferðinni, eins og segir á vefsíðu Umferðastofu, us.is. Dagný Jónsdóttir, forstjóri Umferðarstofu, sagði starfsmenn nú kringum 50 og rakti aðdragandann að tilurð Umferðarstofu.

Dagný Jónsdóttir, forstjóri Umferðarstofu, bauð starfsmenn og gesti velkomna til afmælishófsins.

Innanríkisráðherra sagði í ávarpi sínu í afmæliskaffinu að starfsfólk Umferðarstofu hefði jafnan sýnt eldmóð og áhuga í starfi og það endurspeglaðist í þeim viðurkenningum sem Umferðarstofa hefði fengið gegnum árin bæði fyrir góðan rekstur sömuleiðis fyrir vandað efni, auglýsingar og annað, er veki til umhugsunar um umferðaröryggi. Mikið og náið samstarf hefði jafnan verið milli Umferðarstofu og ráðuneytisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum