Fréttir

Fyrirsagnalisti

Endanleg framlög Jöfnunarsjóðs á tekjutapi vegna fasteignaskatts, tekjujöfnunar og útgjaldajöfnunar - 30.12.2016

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun framlaga vegna tekjutaps fasteignaskatts, tekjujöfnunarframlags og útgjaldajöfnunarframlags.

Lesa meira

Vegna umfjöllunar um lokun flugbrautar 06-24 á Reykjavíkurflugvelli - 30.12.2016

Vegna fréttaflutnings af lokun flugbrautar 06-24 á Reykjavíkurflugvelli og umfjöllunar í fjölmiðlum um mögulega notkun hennar vegna sjúkraflugs þrátt fyrir lokun vill innanríkisráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Lesa meira

Samkomulag við ÖSE um þjálfun lögreglu og ákærenda vegna hatursglæpa - 30.12.2016

Íslenskir lögreglumenn og ákærendur verða þjálfaðir vegna viðbragða við hatursglæpum.

Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ODIHR) og íslensk stjórnvöld hafa gert með sér samkomulag um þjálfun lögreglumanna og ákærenda hér á landi vegna hatursglæpa.

Lesa meira

Greina á leiðir vegna aðhalds með lögreglu - 28.12.2016

Kanna á og greina leiðir í því skyni að veita lögreglu aðhald við rannsókn mála svo sem við öflun og meðferð leyfa til símhlerana samkvæmt bráðabirgðaákvæði í breytingu á lögum um meðferð sakamála sem Alþingi samþykkti í september. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis lagði til þessa breytingu í kjölfar umræðu á þinginu um frumvarpið með þeim rökum að þörf væri á lýðræðislegu eftirliti með þeim sem framkvæmt hafi símhleranir.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um miðlun upplýsinga um flutninga á sjó til umsagnar - 27.12.2016

Ráðuneytið hefur til umsagnar drög að frumvarpi til laga um samræmda afhendingu og miðlun upplýsinga um flutninga á sjó. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til 10. janúar næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Breytingar á eftirliti með lögreglu - 23.12.2016

Innanríkisráðherra hefur skipað í nefnd um eftirlit með störfum lögreglu í samræmi við breytingar á lögreglulögum sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor. Skipan nefndarinnar er nýmæli í lögreglulögum og er henni meðal annars ætlað að taka við erindum frá borgurum og greina hvort um sé að ræða kæru um refsiverða háttsemi eða kvörtun er lúti að starfsaðferðum lögreglu.

Lesa meira

Skrifað undir samning um árangursstjórnun við sýslumann á Norðurlandi vestra - 21.12.2016

Bjarni Stefánsson og Ragnhildur Hjaltadóttir skrifuðu undir samninginn.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra og innanríkisráðuneytið hafa gert með sér árangursstjórnunarsamning og er tilgangur hans að festa í sessi ákveðið samskiptaferli milli aðila. Þá á samningurinn að skerpa áherslur um stefnumótun, framkvæmd verkefna, áætlanagerð og leggja grunn að mati á árangri af starfsemi embættisins.

Lesa meira

Ísland í öðru sæti á heimslista yfir upplýsingatækni - 20.12.2016

Ísland mælist í öðru sæti ríkja á lista yfir stöðu ríkja í upplýsinga- og fjarskiptatækni. Fjölmargir þættir á sviði fjarskipta eru mældir svo sem aðgengi að gögnum og gæði þeirra, fjöldi fastlínunotenda og farsímanotenda, tölvueign, aðgengi að netinu, bandvídd og þróun verðlags í fjarskiptum.

Lesa meira

Samráð ESB um endurskoðun reglugerðar um hóp- og áætlunarferðir - 16.12.2016

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um endurskoðun á reglugerð um aðgang að alþjóðamarkaði fyrir hóp- og áætlunarferðir. Samráðið stendur til 15. mars 2017.

Lesa meira

Drög að breytingum á reglugerð um flugvernd til umsagnar - 15.12.2016

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að breytingum á reglugerð um flugvernd. Með breytingunum er leitast við að tryggja að ákvæði reglugerðarinnar endurspegli að fullu alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins hvað varðar flugverndarráðstafanir. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 28. desember og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Breyting á reglugerð um girðingar meðfram vegum til umsagnar - 15.12.2016

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um girðingar meðfram vegum. Með breytingunni er aðallega verið að endurskoða og uppfæra fjárhæðir í viðauka reglugerðarinnar. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 28. desember og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Almenn framlög vegna þjónustu við fatlað fólk 2017 - 9.12.2016

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 2. desember síðastliðnum um áætlaða úthlutun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2017.

Lesa meira

Umsóknarferli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017 hafið - 9.12.2016

Fjarskiptasjóður auglýsir nú umsóknarferli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt sem er landsátak stjórnvalda í uppbyggingu ljósleiðarakerfa utan markaðssvæða í dreifbýli. Verkefnið hófst formlega síðastliðið vor með 450 milljón króna styrkveitingu fjarskiptasjóðs til 14 sveitarfélaga sem hlutskörpust urðu í samkeppni um þann styrk. Önnur fjármögnun kemur frá þeim sem tengjast, sveitarfélögunum sjálfum og fjarskiptafyrirtækjum eftir atvikum.

Lesa meira

Embætti héraðsdómara laust til setningar - 9.12.2016

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við héraðsdóm Reykjavíkur til setningar frá og með 1. janúar 2017 til og með 31. maí 2017. Ráðherra setur í embættið að fenginni ábendingu dómstólaráðs, sbr. 2. mgr. 20. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Lesa meira

Þinglýsingatími verði styttur í tvo til þrjá virka daga - 7.12.2016

Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að stytta afgreiðslutíma þinglýstra skjala hjá embættinu niður í tvo til þrjá virka daga en hann hefur undanfarið verið allt að 12 virkir dagar. Embættið fékk ráðgjafa til að fara yfir verklag og innanríkisráðuneytið hefur samþykkt að veita embættinu viðbótarfjárveitingu til að ná þessu markmiði.

Lesa meira

Áfrýjunarupphæð vegna einkamála 2017 auglýst - 7.12.2016

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst hækkun á áfrýjunarfjárhæð vegna einkamála en samkvæmt lögum um meðferð einkamála skal auglýsa breytingu á fjárhæðinni miðað við breytingu á lánskjaravísitölu. Áfrýjunarfjárhæðin fyrir árið 2017 er 804.146 krónur.

Lesa meira

Hringtengingu ljósleiðara um Vestfirði lokið - 2.12.2016

Hringtengingu ljósleiðara um Vestfirði er nú lokið.

Lokið er lagningu ljósleiðara milli Ísafjarðar og Hrútafjarðarbotns og er þar með komin á hringtenging ljósleiðara um Vestfirði. Samhliða lagningu ljósleiðara var þriggja fasa rafstrengur lagður í jörð og með þessum aðgerðum styrkjast fjarskipta- og raforkuinnviðir á Vestfjörðum verulega.

Lesa meira

Persónuvernd, tölvurannsóknir og netöryggi meðal umræðuefna á UT-degi - 1.12.2016

Um 170 manns sátu ráðstefnu UT-dagsins í dag.

Stefnumót við örugga framtíð, ógnir, tækifæri og áskoranir voru umfjöllunarefni UT-dagsins í ár en hann hefur verið haldinn árlega frá 2006. Að deginum standa innanríkisráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Skýrslutæknifélag Íslands. Tilgangur dagsins er að fjalla um það sem er efst á baugi í upplýsingatæknimálum hjá stjórnsýslunni.

Lesa meira

Drög að breytingu á umferðarlögum vegna bílastæðagjalda til umsagnar - 25.11.2016

Drög að breytingu á umferðarlögum eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Tilgangur breytingarinnar að heimila ráðherra og sveitarstjórnum að ákveða gjald fyrir bílastæði og þjónustu kringum þau. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um frumvarpsdrögin til og með 5. desember næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is

Lesa meira

Skrifað undir tvo árangursstjórnunarsamninga - 25.11.2016

Ásdís Ármannsdóttir og Ragnhildur Hjaltadóttir skrifuðu undir samninginn.

Nýlega var skrifað undir árangursstjórnunarsamninga innanríkisráðuneytis við embætti sýslumanns á Suðurlandi og embætti sýslumanns á Suðurnesjum. Hafa slíkir samningar verið gerðir við flest sýslumannsembætti landsins síðustu vikur og mánuði.

Lesa meira

Drög að reglugerð um stjórn lögreglurannsókna til umsagnar - 23.11.2016

Drög að reglugerð um stjórn lögreglurannsókna og samvinnu héraðssaksóknara og lögreglustjóra við rannsókn sakamála eru nú til umsagnar á vef innanríkisráðuneytisins. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um reglugerðardrögin til og með 2. desember næstkomandi. Umsagnir skal senda á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Dagur upplýsingatækninnar haldinn 1. desember næstkomandi - 22.11.2016

Stefnumót við örugga framtíð – ógnir, tækifæri og áskoranir í nýrri löggjöf um netöryggi og persónuvernd er yfirskrift ráðstefnu á degi upplýsingatækninnar sem haldinn verður fimmtudaginn 1. desember næstkomandi. Ráðstefnan fer fram á Grand Hóteli Reykjavík og hefst dagskráin kl. 13.

Lesa meira

Minnst þeirra sem hafa látist í umferðarslysum - 20.11.2016

Minnst var þeirra sem látist hafa í umferðarslysum með athöfn í Reykjavík í dag.

Minnst var þeirra sem látist hafa í umferðarslysum með athöfn í morgun við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík. Jafnframt var þeim starfsstéttum þakkað sem veita hjálp og þjónustu þegar slys verður, svo sem bráðaliðum, heilbrigðisstarfsfólki, lögreglu, björgunarsveitum og Landhelgisgæslu.

Lesa meira

Drög að reglugerð um þjóðfánann til umsagnar - 18.11.2016

Drög að reglugerð um notkun þjóðfánans er nú til umsagnar á vef innanríkisráðuneytisins. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um reglugerðardrögin til og með 5. desember næstkomandi. Umsagnir skal senda á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Happdrættis- og spilamarkaðurinn á Íslandi 2015 - 18.11.2016

Velta innlenda happdrættis- og spilamarkaðarins árið 2015 var 17,9 milljarðar króna hjá fyrirtækjum sem starfa með leyfi yfirvalda. Af þessum fjárhæðum er greitt í vinninga og þá standa eftir svokallaðar brúttóspilatekjur (BST) 6,9 milljarðar króna. Þetta er alþjóðleg skilgreining, Gross Gaming Revenue; GGR.

Lesa meira

Vegna frétta af málefnum hælisleitenda - 17.11.2016

Vegna frétta undanfarið af málefnum hælisleitenda vill innanríkisráðuneytið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Lesa meira

Rætt um framtíðarbílinn og samspil sjálfvirkni bíla og vegakerfa - 17.11.2016

Rætt var um bíla fólk og framtíð á ráðstefnu í dag.

Ráðstefnan Bílar, fólk og framtíðin fór fram í Reykjavík í dag þar sem fjallað var einkum um tækniþróun og framtíð bílsins og umferðarinnar. Innlendir og erlendir sérfræðingar fluttu erindi um tækninýjungar og öryggisbúnað í bílum, sjálfvirkni og sjálfkeyrandi bíla. Einnig var fjallað um stöðu, þróun og framtíðaráform í bílum og samgöngum. Að ráðstefnunni stóð Vista Expo ehf. í samstarfi við Vegagerðina og Samgöngustofu og nokkra samstarfsaðila.

Lesa meira

Minnst þeirra sem látist hafa í umferðarslysum - 15.11.2016

Minnst verður þeirra sem hafa látist í umferðinni með athöfn sunnudaginn 20. nóvember.

Sunnudaginn 20. nóvember verður minnst þeirra sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Efnt verður til þessarar athafnar í fimmta sinn og er hliðstæð athöfn víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu.

Lesa meira

Næsti föstudagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna - 12.11.2016

Næstkomandi föstudagur, 18. nóvember, verður helgaður fræðslu um mannréttindi barna í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. Tilgangurinn er að minna á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en sáttmálinn var undirritaður á allsherjarþingi SÞ 20. nóvember árið 1989.

Lesa meira

Ráðstefna um bíla, fólk og framtíðina - 11.11.2016

Ráðstefna um bíla fólk og framtíðina verður haldin í Hörpu í Reykjavík fimmtudaginn 17. nóvember næstkomandi. Fjallað verður um bílgreinina, umhverfi hennar, umferðaröryggi, stöðu, þróun og framtíðaráform í bílum og samgöngum. Að ráðstefnunni sendur Vista Expo ehf. í samstarfi við Vegagerðina og Samgöngustofu.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um rafrænar þinglýsingar til umsagnar - 3.11.2016

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um þinglýsingar (rafrænar þinglýsingar) eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 28. nóvember næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Fjölmargir ræddu stöðu mannréttinda á Íslandi á fundi hjá SÞ - 1.11.2016

Mannréttindi á Íslandi rædd á fundi mannréttindaráðs SÞ í Genf.

Fulltrúar kringum 60 ríkja voru á mælendaskrá á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag þegar fjallað var um stöðu mannréttinda á Íslandi. Í kjölfar inngangsræðu Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytis og formanns sendinefndar Íslands, tóku margir til máls með spurningar og ábendingar. Í kjölfarið munu íslensk stjórnvöld taka afstöðu til tilmæla sem fram koma í þeim umræðum.

Lesa meira

Fundur á netinu hjá SÞ í Genf um mannréttindi á Íslandi - 1.11.2016

Frá fundi mannréttindaráðs SÞ í Genf sem nú stendur yfir.

Staða mannréttinda á Íslandi er nú til umfjöllunar á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf. Fundurinn stendur milli kl. 13.30 og 17 að íslenskum tíma og er unnt að fylgjast með honum í streymi á netinu.

Lesa meira

Staða mannréttindamála á Íslandi tekin fyrir á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum - 31.10.2016

Staða mannréttinda á Íslandi verður tekin fyrir á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf á morgun, þriðjudag. Sendinefnd Íslands leggur þar til grundvallar skýrslu um stöðu mála og greinir frá því til hvaða aðgerða hefur verið gripið í kjölfar síðustu úttektar mannréttindaráðsins þar sem lögð voru fram allmörg tilmæli.

Lesa meira

Kjörstöðum verður víðast hvar lokað klukkan 22 í kvöld - 29.10.2016

Kjörstöð verður víðast hvar lokað klukkan 22 í kvöld.

Kosið er til Alþingis í dag og eru alls 246.515 manns á kjörskrá. Kjörstaðir eru langflestir opnir til klukkan 22 í kvöld en nefna má að í Grímsey er kosningu lokið og var kjörkassinn þaðan kominn á talningarstað á Akureyri nokkru eftir hádegið í dag.

Lesa meira

Margvísleg þjónusta veitt á kjördag - 28.10.2016

Kosið verður til Alþingis á morgun, laugardaginn 29. október. Á kjörskrá eru alls 246.515 kjósendur eða 3,7% fleiri en voru á kjörskrá við síðustu alþingiskosningar 27. apríl 2013. Konur eru 123.627 og karlar 122.888. Kjörstaðir verða yfirleitt opnir frá klukkan 9 árdegis til 22 að kvöldi.

Lesa meira

Samráð um reglur um flutninga á vegum - 28.10.2016

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf í september 2016 opið samráð um að bæta félagslegar reglur í flutningum á landi eða the social legislation in road transport. Samráðið stendur til 11. desember 2016.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um ökuskírteini - 27.10.2016

Innanríkisráðuneytið hefur til umsagnar drög að breytingu á reglugerð um ökuskírteini. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 9. nóvember næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Skýrsla um stöðu mannréttindamála á Íslandi - 27.10.2016

Komin er út íslensk þýðing á skýrslu stjórnvalda vegna allsherjarúttektar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála á Íslandi (Universal Periodic Review – UPR). Í skýrslunni er farið yfir hvernig íslensk stjórnvöld hafa fylgt eftir tilmælum eftir fyrri úttekt SÞ og greint frá til hvaða aðgerða hefur verið gripið til að bæta stöðu mannréttindamála á Íslandi.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um farþegaflutninga og farmflutninga á landi til umsagnar - 26.10.2016

Til umsagnar eru hjá innanríkisráðuneytinu drög að lagafrumvarpi um farþegaflutninga og farmflutninga á landi. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um frumvarpið til 9. nóvember næstkomandi og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Vega- og umferðareftirlit fært frá Samgöngustofu til lögreglu - 25.10.2016

Undir samninginn skrifuðu þau Halla Bergþóra Björnsdóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir, Úlfar Lúðvíksson og Kjartan Þorkelsson.

Samningur um flutning vega- og umferðareftirlits frá Samgöngustofu til þriggja embætta lögreglustjóra hefur verið undirritaður. Felur verkefnið í sér eftirlit með stærð og þyngd ökutækja, hleðslu og frágangi farms, aksturs- og hvíldartíma ökumanna og fleira samkvæmt nánari skilgreiningu samningsins og hefur lögreglan annast þetta eftirlit frá byrjun ársins.

Lesa meira

Dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna - 25.10.2016

Dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna verður haldinn í grunnskólum og framhaldsskólum landsins í næsta mánuði. Tilgangurinn er að minna á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en sáttmálinn var undirritaður á allsherjarþingi SÞ 20. nóvember árið 1989.

Lesa meira

Aðgerðir til að flýta afgreiðslu umsókna um hæli - 19.10.2016

Fyrstu níu mánuði ársins sóttu 560 einstaklingar um vernd hér á landi og á undanförnum sex vikum hafa rúmlega 300 manns sótt um vernd. Útlendingastofnun afgreiddi 486 umsóknir fyrstu níu mánuði ársins. Ef taldir eru þeir sem sótt hafa um nú í október er fjöldi umsækjenda um vernd alls 684.

Lesa meira

Rannsakendur flugslysa á ráðstefnu í Reykjavík - 18.10.2016

Sérfræðingar frá yfir 40 ríkjum fjalla um flugslysarannsóknir á ráðstefnu í Reykjavík.

Nú stendur yfir í Reykjavík ráðstefna International Society of Air Safety Investigators, ISASI, sem eru samtök rannsóknarnefnda flugslysa en samtökin eru með aðalasetur í Bandaríkjunum og svæðisskrifstofur víða um heim. Rannsóknarnefnd samgönguslysa á Íslandi er gestgjafi ráðstefnunnar og setti Þorkell Ágústsson, rannnsóknarstjóri flugsviðs og rekstrarstjóri nefndarinnar, ráðstefnuna í morgun.

Lesa meira

Sýslumaður á Austurlandi og ráðuneytið gera með sér samning um árangursstjórnun - 14.10.2016

Skrifað undir árangursstjórnunarsamning sýslumanns á Austurlandi og innanríkisráðuneytis.

Embætti sýslumannsins á Austurlandi og innanríkisráðuneytið hafa gert með sér árangursstjórnunarsamning þar sem kveðið er á um gagnkvæmar skyldur ráðuneytis og embættis sýslumanns. Samninginn undirrituðu Lárus Bjarnason, sýslumaður á Austurlandi, og Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis.

Lesa meira

Auglýst eftir verkefnisstjóra við þjónustumiðstöð fyrir brotaþola ofbeldis - 14.10.2016

Staða verkefnisstjóra við Bjarkahlíð í Reykjavík – þjónustumiðstöð fyrir brotaþola ofbeldis – hefur verið auglýst laus til umsóknar. Rekstur þjónustumiðstöðvarinnar er tilraunaverkefni sem reka á til ársloka 2018 og er gert ráð fyrir að starfsemin hefjist í byrjun næsta árs.

Lesa meira

Fjölmenni á ráðstefnu um réttarstöðu og velferð barna við andlát foreldris - 13.10.2016

Frá ráðstefnu um réttindi og velferð barna við andlát foreldris.

Fjölmenni sótti ráðstefnu um réttarstöðu og velferð barna við andlát foreldris sem innanríkisráðuneyti og velferðarráðuneyti stóðu fyrir í gær ásamt Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Sérfræðingar fjölluðu um ýmsar hliðar málsins með erindum og ræddu efnið í pallborði.

Lesa meira

Kjörstöðum fjölgað vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar - 12.10.2016

Samkvæmt samkomulagi sem sýslumenn og Samband íslenskra sveitarfélaga gerðu hafa nokkur sýslumannsembætti, í samvinnu við sveitarfélög, fjölgað kjörstöðum til að auðvelda íbúum í umdæmum sínum að greiða atkvæði utan kjörfundar.

Lesa meira

Fundur með forstöðumönnum stofnana innanríkisráðuneytis - 12.10.2016

Frá forstöðumannafundi innanríkisráðuneytis.

Innanríkisráðuneytið efndi í gær til fundar með forstöðumönnum stofnana ráðuneytisins og sótti hann nokkuð á fimmta tug manna. Á dagskrá fundarins var að greina frá nýju skipuriti ráðuneytisins sem tekið hefur gildi og síðan að fjalla um fjármál og fjárlagagerð og fjármálaáætlun áranna 2017 til 2021.

Lesa meira

Ráðstefna um réttarstöðu og velferð barna við andlát foreldris - 11.10.2016

Minnt er á ráðstefnu um réttarstöðu og velferð barna við andlát foreldris sem innanríkisráðuneytið stendur að ásamt velferðarráðuneyti og Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Hún fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík á morgun, miðvikudag 12. október, og stendur millil klukkan 9 og 12.

Lesa meira

Skrifað undir þjónustusamning Neytendasamtakanna og innanríkisráðuneytis - 7.10.2016

Jóhannes Gunnarsson og Ragnhildur Hjaltadóttir skrifuðu undir samninginn.

Fulltrúar innanríkisráðuneytis og Neytendasamtakanna skrifuðu í gær undir þjónustusamning sem gildir út árið 2017. Hliðstæðir samningar hafa verið gerðir síðustu árin og verður framlag ráðuneytisins til samtakanna alls 16,2 milljónir króna á þessum tíma.

Lesa meira

Tveimur sérfræðingum í málefnum barna bætt við til að sinna sáttameðferð og sérfræðiráðgjöf - 5.10.2016

Ráðnir hafa verið tveir nýir sérfræðingar í málefnum barna hjá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu til að sinna sáttmeðferð og sérfræðiráðgjöf og sinna nú fjórir sérfræðingar þessum verkefnum á landsvísu. Sáttameðferð er grundvölluð á breytingu á barnalögum sem tók gildi 2013. Í 33. gr. a laganna segir að áður en krafist er úskurðar eða höfðað mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför sé foreldrum skylt að leita sátta sem er útlistuð nánar í greininni.

Lesa meira

Stofnun þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis undirbúin - 4.10.2016

Fulltrúar þeirra sem standa að þjónustumiðstöðinni undirrituðu viljayfirlýsingu um verkefnið.

Þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis tekur til starfa í Reykjavík í byrjun næsta árs. Viljayfirlýsing samstarfsaðila þess efnis var undirrituð í nýuppgerðu húsnæði miðstöðvarinnar í Bjarkahlíð í Bústaðahverfi í Reykjavík í dag.

Lesa meira

Drög að reglugerð um vigtun gáma um borð í skipum til umsagnar - 4.10.2016

Innanríkisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um sannprófun á þyngd hlaðinna gáma um borð í skipum. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 25. október næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að reglugerðum um vogir og mælitæki til umsagnar - 30.9.2016

Innanríkisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerðum, annars vegar um mælitæki og hins vegar um framleiðslu ósjálfvirks vogarbúnaðar. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um reglugerðardrögin og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is eigi síðar en 10. október næstkomandi.

Lesa meira

Ráðstefna um réttarstöðu og velferð barna við andlát foreldris - 29.9.2016

Ráðstefna um réttarstöðu og velferð barna við andlát foreldris verður haldin í Norræna húsinu í Reykjavík miðvikudaginn 12. október næstkomandi og stendur frá klukkan 9 til 12. Verður þar fjallað um rannsóknir á stöðu barna við slíkar aðstæður, íslensk lög sem málið snerta, sagt frá tilraunaverkefni og endað á pallborðsumræðum um efnið.

Lesa meira

Stuðlað að því að mannréttindasjónarmiða gæti við stefnumótun og lagasetningu - 28.9.2016

Með bréfi 28. maí 2015 til forseta Alþingis tilkynnti Ólöf Nordal innanríkisráðherra um þá fyrirætlun sína að leggja fyrir Alþingi skýrslu um mannréttindi og um aukna samvinnu ráðuneytisins og Alþingis til að tryggja bætta upplýsingagjöf til þingsins um málefnasviðið. Mannréttindasjónarmiða gætir með margvíslegum hætti í flestum verkefnum hins opinbera, líkt og sjónarmiða um jafnrétti, og eru mannréttindi án vafa eitt af stærstu viðfangsefnum nútímans.

Lesa meira

Þjóðskrá Íslands opnar fyrir aðgang að kjörskrárstofni - 28.9.2016

Þjóðskrá Íslands hefur opnað fyrir aðgang að kjörskrárstofni sem þýðir að kjósendur geta með einföldum hætti kannað hvar þeir eru skráðir á kjörskrá í komandi þingkosningum. Á vefnum kosning.is er innsláttarform þar sem hægt er að kalla fram upplýsingar úr kjörskrárstofninum.

Lesa meira

Skýrslu innanríkisráðherra um mannréttindi dreift á Alþingi í dag - 27.9.2016

Skýrslu innanríkisráðherra um mannréttindi hefur verið dreift á Alþingi. Vorið 2015 tilkynnti innanríkisráðherra forseta Alþingis með bréfi þá fyrirætlun sína að leggja fyrir Alþingi skýrslu um mannréttindi og um aukna samvinnu ráðuneytisins og Alþingis til að bæta upplýsingagjöf til þingsins um málefnasviðið. Fjallað er um mannréttindi á alþjóðavísu, mannréttindi á Íslandi og mögulegar umbætur.

Lesa meira

Styrkja verkefni til að hvetja til aukinnar kosningaþátttöku ungs fólks - 26.9.2016

Verkefni um að hvetja ungt fólk til aukinnar þátttöku í kosningum var kynnt í dag.

Innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga styrkja verkefnið Skuggakosningar sem Landssamband æskulýðsfélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa fyrir. Markmið verkefnisins er að hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun í kjörklefanum í von um að kosningaþátttaka ungs fólks muni aukast.

Lesa meira

Hljóðdemparar leyfðir á stærri veiðiriffla með breytingu á reglugerð - 23.9.2016

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um skotvopn, skotfæri og fleira og er breytingin þess efnis að leyfðir verða svonefndir hljóðdemparar á stærri veiðiriffla. Með notkun þeirra minnkar hávaðinn niður fyrir sársaukamörk sem dregur úr hættu á heyrarskemmdum og er hér því um öryggisatriði að ræða. Engu að síður þurfa veiðimenn að nota heyrnarhlífar.

Lesa meira

Árétting frá innanríkisráðuneytinu - 23.9.2016

Vegna umræðu um afstöðu innanríkisráðuneytisins til tillagna nefndar um dómarastörf um birtingu upplýsinga um aukastörf dómara og eignarhluti dómara í félögum vill ráðuneytið árétta að ekki var lagst gegn tillögum nefndar um dómarastörf við gerð nýrra dómstólalaga og bendir á eftirfarandi:

Lesa meira

Vefsvæði fyrir alþingiskosningarnar 29. október opnað á kosning.is - 22.9.2016

Kosningar til alþingis verða 29. október 2016.

Á vefnum kosning.is eru birtar fréttir og upplýsingar er varða undirbúning og framkvæmd alþingiskosninganna 29. október næstkomandi.

Lesa meira

Framlög og gjöld Jöfnunarsjóðs rúmur 41 milljarður króna árið 2015 - 21.9.2016

Frá ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fór fram í dag í Reykjavík og hófst með ávarpi Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Þá var flutt skýrsla um starfsemi sjóðsins á síðasta ári og reikningar kynntir. Þá kynnti Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, formaður verkefnisstjórnar um styrkingu sveitarstjórnarstigsins, verkefnið staða og framtíð íslenskra sveitarfélaga og Þórunn M. Óðinsdóttir stjórnunarráðgjafi fjallaði um straumlínustjórnun.

Lesa meira

Málþing um verkefnastjórnsýslu - 21.9.2016

Frá málþingi um verkefnastjórnsýslu sem haldið var á vegum innanríkisráðuneytis og Háskólans í Reykjavík.

Innanríkisráðuneytið stóð í dag fyrir málþingi undir heitinu: Markviss notkun fjármuna til samgönguframkvæmda í samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Þar fjölluðu  sérfræðingar um verkefnastjórnsýslu þ.e. um undirbúning og verklag við opinberar framkvæmdir. Einnig var kynnt skýrslan Verkefnastjórnsýsla: Markviss notkun fjármuna til samgönguframkvæmda en innanríkisráðherra skipaði seint á síðasta ári vinnuhóp til að kana hvernig háttað væri undirbúningi, kostnaðarmati og útboðum stærri verka.

Lesa meira

Skýrsla um verkefnastjórnsýslu komin út - 21.9.2016

Skýrslan Verkefnastjórnsýsla: Markviss notkun fjármuna til samgönguframkvæmda er komin út en hún fjallar um ýmsar hliðar verkefnastjórnsýslu og hvernig hugmyndafræði hennar nýtist við framkvæmdir. Skýrslan var kynnt á málþingi um verkefnastjórnsýslu sem innanríkisráðuneytið stendur að ásamt Háskólanum í Reykjavík.

Lesa meira

Íslenskum ríkisborgurum sem hafa verið búsettir erlendis lengur en átta ár gert kleift að kjósa - 17.9.2016

Innanríkisráðuneytið vill vekja athygli á að með breytingu á lögum um kosningar til Alþingis hefur íslenskum ríkisborgurum, sem búsettir hafa verið erlendis lengur en átta ár og sem sóttu ekki um að verða teknir á kjörskrá fyrir 1. desember 2015, verið gert kleift að kjósa í komandi alþingiskosningum.

Lesa meira

Drög að breytingum á lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa til umsagnar - 16.9.2016

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 30. september næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Samið um samstarf um aðstoð við sjálfviljuga heimför umsækjenda um vernd - 16.9.2016

Ragnhildur Hjaltadóttir flutti ávarp á fundi þegar samningurinn var kynntur.

Útlendingastofnun og Alþjóða fólksflutningastofnunin (International Organization for Migration, IOM) hafa samið um tilraunaverkefni sem snýst um aðstoð við sjálfviljuga heimför umsækjenda um vernd á Íslandi. Viðræður fulltrúa IOM, Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneytis hafa staðið síðustu misseri. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, sagði við kynningu á samningnum að hann væri mikilvægur liður í þeim umbótum í útlendingamálum sem ráðuneytið og samstarfsaðilar hefðu unnið að.

Lesa meira

Málþing í næstu viku um markvissa notkun fjármuna til samgönguframkvæmda - 15.9.2016

Innanríkisráðuneytið stendur í næstu viku í samvinnu við Háskólann í Reykjavík fyrir málþingi undir heitinu: Markviss notkun fjármuna til samgönguframkvæmda. Þar munu nokkrir sérfræðingar fjalla um verkefnastjórnsýslu þ.e. um undirbúning og verklag við opinberar framkvæmdir.

Lesa meira

Þingsályktunartillaga um fullgildingu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögð fyrir Alþingi - 14.9.2016

Ólöf Nordal innanríkisráðherra kynnti stöðu fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Samþykkti ríkisstjórnin að lögð yrði fram þingsályktunartillaga um fullgildingu samningsins og mælti utanríkisráðherra fyrir henni á Alþingi í gær.

Lesa meira

Árangursstjórnunarsamningur gerður við sýslumann á Norðurlandi eystra - 14.9.2016

Svavar Pálsson og Ólöf Nordal skrifuðu undir samninginn.

Embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra og innanríkisráðuneytið hafa gert með sér árangursstjórnunarsamning þar sem kveðið er á um gagnkvæmar skyldur ráðuneytisins og sýslumanns. Samningurinn er til fimm ára og undir hann skrifuðu Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Svavar Pálsson, sýslumaður á Norðurlandi eystra.

Lesa meira

Alls hafa 384 einstaklingar sótt um vernd á árinu - 13.9.2016

Alls höfðu 384 einstaklingar sótt um vernd á Íslandi til loka ágústmánaðar en á sama tíma á síðasta ári höfðu 156 umsóknir borist. Það sem af er september hefur umsækjendum ekki fækkað en alls voru þeir orðnir um 60 eftir fyrstu 12 daga mánaðarins eða fimm manns á dag að meðaltali. Þetta kemur fram í tölfræði hjá Útlendingastofnun.

Lesa meira

Skrifuðu undir árangursstjórnunarsamning - 12.9.2016

Jónas Guðmundsson og Ólöf Nordal skrifuðu undir árangursstjórnunarsamninginn.

Embætti sýslumannsins á Vestfjörðum og innanríkisráðuneytið hafa gert með sér árangursstjórnunarsamning þar sem kveðið er á um gagnkvæmar skyldur ráðuneytisins og sýslumanns. Samningurinn er til fimm ára og undir hann skrifuðu Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Jónas Guðmundsson, sýslumaður á Vestfjörðum.

Lesa meira

Stefnumótun og framtíðarsýn meðal umfjöllunarefna á þingi Fjórðungssambands Vestfirðinga - 9.9.2016

Ólöf Nordal flutti ávarp á haustfundi Fjórðungssambands Vestfiringa.

Sóknaráætlun, stefnumótun Fjórðungssambands Vestfirðinga, framtíðarsýn um stoðkerfi atvinnu- og byggðaþróunar og svæðisskipulag eru meðal umfjöllunarefna á haustþingi Fjórðungssambandsins sem nú stendur á Hólmavík. Ólöf Nordal innanríkisráðherra flutti ávarp í upphafi fundar og fjallaði um samgöngumá, fjarskiptamál og sveitarstjórnarmál.

Lesa meira

Námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður - 7.9.2016

Prófnefnd um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður hefur ákveðið að halda námskeið haustið 2016. Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar.

Lesa meira

Drög að reglugerð um slysavarnir í höfnum til umsagnar - 2.9.2016

Innanríkisráðuneytið hefur nú til umsagnar drög að reglugerð um slysavarnir í höfnum. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 18. september næstkomandi á netfangið postur@irr.is

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir til umsagnar - 2.9.2016

Innanríkisráðuneytið hefur nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir nr. 166/2016, með síðari breytingu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 12. september næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Nýtt skipurit innanríkisráðuneytisins í gildi í dag - 1.9.2016

Nýtt skipurit innanríkisráðuneytisins tekur gildi í dag, 1. september 2016, og eru skrifstofur ráðuneytisins nú sjö. Skipulagi og nöfnum skrifstofanna hefur verið breytt og málaflokkar og verkefni færð á milli skrifstofa. Breytingarnar hafa verið í undirbúningi um nokkurt skeið en eldra skipurit er frá stofnun ráðuneytisins 1. janúar 2011.

Lesa meira

Yfirlit um verkefni 2016 og 2017 komið út - 31.8.2016

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út yfirlit yfir helstu verkefni ráðuneytisins árin 2016 og 2017 á hinum ýmsu málefnasviðum sem heyra undir ráðuneytið. Má þar nefna verkefni er varða réttindi einstaklinga, almannaöryggi, réttaröryggi, samgöngumál, sveitarstjórnarmál, póst- og fjarskiptamál og rafræn samskipti. Lesendur eru hvattir til að senda ráðuneytinu ábendingar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að lagabreytingum vegna stofnunar millidómstigs til umsagnar - 31.8.2016

Innanríkisráðuneytið óskar umsagna við frumvarp til breytinga á ýmsum lögum vegna stofnunar millidómstigs. Unnt er að senda umsagnir á netfangið postur@irr.is til og með 6. september 2016.

Lesa meira

Innanríkisráðherra leggur til formlegar viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar - 30.8.2016

Innanríkisráðherra hefur í dag sent Reykjavíkurborg bréf þar sem lagt er til að ríki og Reykjavíkurborg hefji hið fyrsta formlegar viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar í samráði við önnur sveitarfélög og hagsmunaaðila. Í bréfinu kemur fram að innanríkisráðherra telji afar mikilvægt að ríki og Reykjavíkurborg vinni saman að því að ná víðtækri sátt um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Lesa meira

Síðasta útskrift úr Lögregluskóla ríkisins - 26.8.2016

Síðasti hópurinn útskrifaðist úr Lögregluskóla ríkisins í dag.

Í dag voru síðustu nemendurnir útskrifaðir úr Lögregluskóla ríkisins sem nú verður lagður niður og lögreglunámið fært á háskólastig. Sextán lögreglumenn voru útskrifaðir, 5 konur og 11 karlar. Háskólanum á Akureyri hefur verið falið að annast kennslu og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða og um leið hefur verið stofnað mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar sem heyrir undir ríkislögreglustjóra.

Lesa meira

Rætt um samstarf opinberra aðila og einkaaðila um innviðaframkvæmdir - 25.8.2016

Frá fundi um samstarf opinberra aðila og einkaaðila um innviðaframkvæmdir.

Samstarf opinberra aðila og einkaaðila um innviðaframkvæmdir var til umræðu á morgunverðarfundi Deloitte og Samtaka iðnaðarins í gær þar sem flutt voru nokkur erindi um efnið. Ólöf Nordal innanríkisráðherra ávarpaði fundinn og sagði að brýnt væri að auka opinbera fjárfestingu í innviðum og að við henni blasti að ráðast yrði í fjárfrekar vegaframkvæmdir.

Lesa meira

Samráð hjá ESB vegna kynjajafnréttis í samgöngum - 23.8.2016

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um jafnrétti kynja í samgöngum. Samráðinu á að ljúka í lok október 2016.

Lesa meira

Innanríkisráðuneytið og Fjarðabyggð sameinast um framkvæmdir á Norðfjarðarflugvelli - 22.8.2016

Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, skrifuðu í dag undir samning um að sameinast um framkvæmdir á Norðfjarðarflugvelli. Fjarðabyggð leggur til 76 milljónir króna í verkefnið og ríkissjóður rúmlega 82 milljónir.

Lesa meira

Samráð ESB um útleigu á vöruflutningabílum - 22.8.2016

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf nýlega opið samráð um endurskoðun tilskipunar um notkun vöruflutninga bifreiða sem leigðar hafa verið af bílaleigum til flutninga á vörum á vegum. Samráðið stendur til 4. nóvember 2016.

Lesa meira

Drög að breytingu að reglugerð um skotvopn til umsagnar - 22.8.2016

Innanríkisráðuneytið birtir nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð nr. 787/1998 um skotvopn, skotfæri o.fl. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 29. ágúst nk. og skulu umsagnir berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Viðmiðunarfjárhæðir vegna aðstoðar við sameiningar sveitarfélaga hækkaðar - 19.8.2016

Breytt hefur verið vinnureglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna úthlutunar fjárhagslegrar aðstoðar Jöfnunarsjóðs til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga. Hafa viðmiðunarfjárhæðir verið hækkaðar en þeim var síðast breytt árið 2008.

Lesa meira

Innanríkisráðuneytið sneri við úrskurði sýslumanns - 19.8.2016

Innanríkisráðuneytið hefur sent sýslumönnum landsins bréf þar sem fram kemur að það hafi ástæðu til að ætla að nokkurs misræmis gæti í því hvers konar gagna sýslumenn krefjist við könnun hjónavígsluskilyrða þegar um erlend hjónaefni er að ræða svo og hvernig þau gögn séu metin.

Lesa meira

Sveitarstjórnarráðherrar fjölluðu um lýðræðisþróun og samráð við íbúa - 18.8.2016

Fulltrúar Norðurlandanna sátu fund sveitarstjórnarráðherra í Reykjavík í dag.

Lýðræðisþróun í sveitarfélögum, samráð við íbúa og hvernig sveitarfélög geta sem best sinnt verkefnum sínum voru meðal helstu umfjöllunarefna á fundi sveitarstjórnarráðherra Norðurlanda í Reykjavík í dag. Fulltrúar ríkjanna röktu til dæmis hvernig háttað er lýðræðisþróun í sveitarfélögum á Norðurlöndum.

Lesa meira

Norrænir sveitarstjórnarráðherrar þinga í Reykjavík - 17.8.2016

Fundur sveitarstjórnarráðherra frá Norðurlöndum fer fram í Reykjavík á morgun og er Ólöf Nordal innanríkisráðherra gestgjafi fundarmanna. Fundur embættismanna landanna fer fram í dag.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um talnagetraunir til umsagnar - 17.8.2016

Innanríkisráðuneytið hefur nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár með síðari breytingum. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 26. ágúst næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Samráð ESB vegna mengunar frá bílaumferð - 17.8.2016

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur nú fyrir samráði á tveimur sviðum vegna reglugerða um mengun frá bílaumferð. Annað samráðið fjallar um hvernig eigi að setja evrópskar reglur um að fylgjast með og miðla upplýsingum um eyðslu flutningabíla og rútubíla og mengun frá þeim. Hitt snýr að endurskoðun tveggja  reglugerða þar sem sett eru markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá einkabílum og sendibílum og settir fram staðlar þar um.

Lesa meira

Tölvubrotadeild lögreglu verði efld - 16.8.2016

Ólöf Nordal innanríkisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun áform um að efla tölvubrotadeild lögreglunnar með því að fjölga stöðugildum og bæta tæknimenntun lögreglumanna sem sinna tölvuglæpum. Er það meðal tillagna nefndar sem hafði það hlutverk að gera úttekt á umfangi ólöglegs niðurhals á netinu á höfundarréttarvörðu efni hér á landi og hvort íslensk lagaumgjörð veiti slíku efni nægjanlega vernd.

Lesa meira

Samráð um endurskoðun á tilskipun um losun úrgangs í hafið - 12.8.2016

Þann 13. júlí síðastliðinn hófst á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins opið samráð um endurskoðun á tilskipun 2000/59/EB um aðstöðu í höfnum til að taka á móti úrgangi og farmleifum úr skipum. Samráðið stendur til 16. október næstkomandi.

Lesa meira

Skýrsla um mannréttindamál send Sameinuðu þjóðunum - 10.8.2016

Skýrsla um stöðu mannréttindamála hér á landi hefur nú verið send til Sameinuðu þjóðanna en hún er hluti af reglubundinni allsherjarúttekt samtakanna á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum. Skýrslan verður tekin fyrir á fundi hjá vinnuhópi Sameinuðu þjóðanna í Genf í nóvember og er gert ráð fyrir að innanríkisráðherra verði viðstaddur fyrirtökuna.

Lesa meira

Aukin þjónusta við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar - 4.8.2016

Aukið var verulega við þjónustu við þá sem kjósa vildu utan kjörfundar hér á landi í aðdraganda forsetakosninganna 25. júní síðastliðinn. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fór fram hjá sýslumannsembættum um land allt. Fækkun embættanna hafði engin áhrif á þjónustu þeirra, enda eru afgreiðslustaðir sýslumanna eftir sem áður jafnmargir.

Lesa meira

Sáttameðferð til þess fallin að leysa mikinn hluta ágreiningsmála - 27.7.2016

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út skýrslu um árangur af meðferð sáttameðferðar en með breytingum á barnalögum árið 2012 (lög nr. 61/2012 og nr. 144/2012) var lögfest það nýmæli að foreldrar eru skyldugir til að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál vegna forsjár og fleira. Lögin tóku gildi í janúar 2013. Markmið sáttameðferðar er að aðstoða foreldra við að semja um þá lausn sem barni er fyrir bestu.

Lesa meira

Stefnumótun, skipulagsbreytingar og undirbúningur nýrra stofnana meðal helstu verkefna 2015 - 21.7.2016

Viðamiklar skipulagsbreytingar, vinna í stefnumótun, undirbúningur stofnunar millidómstigs og margs konar tölfræði um starfsemi innanríkisráðuneytisins er meðal efnis í fyrsta ársriti ráðuneytisins sem gefið er út rafrænt. 

Lesa meira

Opið samráð um innri vörumarkað á Evrópska efnahagssvæðinu og ESB - 18.7.2016

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um markaðseftirlit á grundvelli reglugerðar ESB nr. 765/2008 og um aðgerðir til að efla fullnustu og eftirfylgni við reglugerðina innan Evrópska efnahagssvæðisins og Evrópusambandsins. Samráðið stendur til 31. október 2016.

Lesa meira

Viðbótarframlag vegna þjónustu við fatlað fólk - 13.7.2016

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarjóðs sveitarfélaga frá 24. júní síðastliðnum um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2016 vegna þjónustu við fatlað fólk. Nemur upphæðin 300 milljónum króna.

Lesa meira

Staða Íslands í mansalsmálum samkvæmt skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins - 12.7.2016

Skýrsla bandaríska utanríkisráðuneytisins

Út er komin árleg skýrsla bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal. Í henni er fjallað um ástand mála í ríkjum heimsins og aðgerðir stjórnvalda til að takast á við mansal. Ríki eru flokkuð í fjóra flokka, eftir því hver staðan er. Ísland er flokkað í besta flokk í skýrslunni, svo sem verið hefur á undanförnum árum.

Lesa meira

Frumvarp um sjálfstæða mannréttindastofnun - 8.7.2016

Innanríkisráðuneytið hefur unnið drög að lagafrumvarpi um sjálfstæða mannréttindastofnun og eru þau birt hér til umsagnar. Í þeim er kveðið á um að komið verði á fót stofnun sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru í Parísarviðmiðunum frá árinu 1993. Frumvarpið er mikilvægur liður í því að stjórnvöld geti fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Lesa meira

Bætt verklag við frávísanir og brottvísanir umsækjenda um alþjóðlega vernd - 7.7.2016

Samkvæmt útlendingalögum annast lögregla framkvæmd ákvarðana um frávísanir og brottvísanir útlendinga sem ekki hafa rétt til dvalar hérlendis. Undanfarna mánuði hafa ríkislögreglustjóri, Útlendingastofnun og innanríkisráðuneytið farið yfir verklag við framkvæmd mála þegar hælisleitendur eiga í hlut. Þá standa yfir viðræður við Mannréttindaskrifstofu Íslands um að skrifstofan taki að sér eftirlit með framkvæmd brottvísana.

Lesa meira

Kærunefnd útlendingamála efld vegna vaxandi fjölda hælisleitenda - 5.7.2016

Frá og með 1. júlí var fulltrúum í kærunefnd útlendingamála fjölgað í kjölfar breytingar á lögum um útlendinga sem Alþingi samþykkti í maí. Nefndarmenn eru nú sjö en voru þrír áður og varaformaður nefndarinnar er nú skipaður í fullt starf líkt og formaður nefndarinnar hefur gegnt frá því nefndin tók til starfa í janúar 2015.

Lesa meira

Samráð um vökva í handfarangri flugfarþega - 1.7.2016

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um vökva sem farþegar geta haft með sér í handfarangri á flugvöllum ESB. Samráðinu sem stendur til 31. ágúst 2016 er ætlað að afla upplýsinga um óskir farþega í þessum efnum.

Lesa meira

Sveitarfélög minnt á tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar - 30.6.2016

Innanríkisráðuneytið hefur skrifað sveitarfélögum landsins til að minna á að enn stendur yfir tilraunaverkefni varðandi rafrænar íbúakosningar um einstök málefni sveitarfélaga en heimild til þeirra er að finna í 10. kafla sveitarstjórnarlaga. Slík atkvæðagreiðsla er ráðgefandi fyrir sveitarstjórn nema hún ákveði að niðurstaðan bindi hendur hennar til loka kjörtímabilsins.

Lesa meira

Drög að skýrslu um stöðu mannréttindamála á Íslandi kynnt - 29.6.2016

Drög að skýrslu um stöðu mannréttindamála á Íslandi hafa nú verið sett á vef ráðuneytisins til kynningar og athugasemda. Skýrslan verður hluti af úttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum. Óskað er eftir því að athugasemdir berist eigi síðar en sunnudaginn 10. júlí næstkomandi á netfangið mannrettindi@irr.is.

Lesa meira

Um 20 þúsund heimsóttu kosning.is á kjördag - 27.6.2016

Kosningavefur innanríkisráðuneytisins, kosning.is, var mikið heimsóttur í aðdraganda forsetakosninganna og á kjördag, 25. júní. Alls komu ríflega 40.000 gestir inn á vefinn síðustu vikuna fyrir kosningar, þar af tæplega 20 þúsund á kjördag, samkvæmt talningu Google Analytics.

Lesa meira

Rúmlega 245 þúsund manns á kjörskrá við forsetakosningarnar í dag - 25.6.2016

Erla S. Árnadóttir ræðir við starfsmenn í kjördeild í Ráðhúsinu.

Forsetakosningarnar standa nú yfir og verða kjörstaðir yfirleitt opnir til klukkan 22 í kvöld nema á einstaka stað þar sem kosningum er jafnvel lokið. Alls eru 245.004 á kjörskrá, 122.870 konur og 122.134 karlar. Alls eru 91.435 á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum báðum en fjölmennasta kjördæmið er Suðvesturkjördæmi þar sem 67.478 eru á kjörskrá.

Lesa meira

Sendinefnd frá Suður-Kóreu fylgist með forsetakosningunum - 25.6.2016

Sendinefnd Kóreumanna ásamt túlki kynnir sér framkvæmd forsetakosninganna í dag.

Sendinefnd frá stjórnvöldum í Suður-Kóreu dvelst um þessar mundir hér á landi og fylgist með undirbúningi og framkvæmd forsetakosninganna. Sendinefndin (National Election Commission) fylgdist með þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um ESB í vikunni og kom hingað til lands í gær.

Lesa meira

Margvísleg þjónusta á kjördag - 25.6.2016

Kjör forseta Íslands fer fram í dag, 25. júní 2016. Í innanríkisráðuneytinu verða veittar upplýsingar er varða framkvæmd kosninganna meðan kjörfundur stendur yfir eða til klukkan 22 í kvöld þegar kjörfundi lýkur.

Lesa meira

Nærri 180 milljónum króna varið til að auka öryggi ferðamanna - 23.6.2016

““

Ríkisstjórnin samþykkti á dögunum tillögu um ráðstöfun fjár í verkefni á sviði innanríkisráðuneytisins til að auka öryggi ferðamanna og annarra vegfarenda. Samtals verður 178 milljónum króna varið á árinu til að efla löggæslu og þjónustu Vegagerðarinnar auk þess sem styrkt verður hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Lesa meira

Starfshópur greinir skattlagningu á raforkumannvirki - 21.6.2016

Innanríkisráðherra hefur skipað starfshóp til að greina skattlagningu mannvirkja sem framleiða raforku eða flytja hana.

Lesa meira

Samráð Evrópusambandsins um samevrópskt loftrými - 21.6.2016

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf nýverið opið samráð um hvernig reglur ESB um samevrópskt loftrými hafa virkað (Single European Sky, SES). Samráðinu lýkur þann 4. september 2016. Með samráðinu á að meta hvernig náðst hafa þau markmið sem sett voru árið 2012 varðandi SES auk þess sem það tekur til losunarkvótakerfis ESB.

Lesa meira

Samráð um vega- og flutningamál - 20.6.2016

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf þann 15. júní 2016 opið samráð um endurskoðun á tveimur ESB reglugerðum sem ásamt þeirri þriðju mynda svokallaðan road pakka sem snýst einkum um vöru- og fólksflutninga á vegum. Samráðið stendur til 15. september 2016.

Lesa meira

Drög að reglum um lögræðissviptingar, lögráðamenn og ráðsmenn til umsagnar - 16.6.2016

Innanríkisráðuneytið birtir hér með til umsagnar drög að reglum um skrá um lögræðissvipta menn, lögráðamenn og ráðsmenn. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin á netfangð postur@irr.is til og með 1. júlí næstkomandi.

Lesa meira

235 umsóknir um vernd frá áramótum – 56 í maí - 16.6.2016

Fram kemur í frétt Útlendingastofnunar að í maí síðastliðnum hafi 56 einstaklingar frá 17 löndum sótt um vernd hérlendis. Heildarfjöldi umsækjenda á fyrstu fimm mánuðum ársins er þar með orðinn 235 en á sama tímabili í fyrra sóttu 64 um vernd.

Lesa meira

Samráð um breytingar á mannanafnalöggjöf - 15.6.2016

Innanríkisráðuneytið hefur unnið drög að frumvarpi sem felur í sér verulegar breytingar á gildandi lögum um mannanöfn. Drögin eru nú birt á vef ráðuneytisins og er tilgangurinn fyrst og fremst að hvetja til áframhaldandi umræðu um málið. Ráðuneytið óskar nú sem fyrr eftir góðu samstarfi og samráði um hvert stefna beri á þessu sviði. Rökstuddar tillögur og/eða athugasemdir óskast sendar á netfangið postur@irr.is fyrir 1. ágúst 2016. Ráðuneytið mun taka saman helstu niðurstöður um samráðið og kynna þær. 

Lesa meira

Samningur um rannsókn á stöðu flóttafólks og innflytjenda - 14.6.2016

Samningur-undirritadur-14.6.2016

Í dag var undirritaður samningur innanríkisráðuneytisins og velferðarráðuneytisins við Háskóla Íslands um gerð heildstæðrar greiningar og mats á gæðum aðlögunar innflytjenda og flóttafólks að íslensku samfélagi.

Lesa meira

Vinna við fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks - 13.6.2016

Innan Stjórnarráðsins hefur verið unnið að því að undirbúa fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks samkvæmt þingsályktun Alþingis þar að lútandi. Innanríkisráðuneytið hefur umsjón með verkefninu en einstakir verkþættir eru á ábyrgð mismunandi ráðuneyta, eftir því sem við á.

Lesa meira

Fangelsið á Hólmsheiði tekið formlega í notkun - 10.6.2016

Ólöf Nordal innanríkisráðherra ávarpar gesti við opnun nýs fangelsis á Hólmsheiði.

„Það er langþráður áfangi að geta nú tekið þetta hús í notkun,“ sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra við formlega athöfn í nýju fangelsi á Hólmsheiði í dag. Nýja fangelsið verður með 56 fangarýmum og þar verður sérstök deild fyrir kvenfanga og aðstaða fyrir afplánun stuttra fangelsisrefsinga og vararefsinga. 

Lesa meira

Hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdóms um lokun flugbrautar - 9.6.2016

Hæstiréttur kvað í dag upp dóm í máli Reykjavíkurborgar gegn íslenska ríkinu vegna norðaustur/suðvestur flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli þar sem staðfestur er dómur héraðsdóms Reykjavíkur frá 22. mars síðastliðnum um að innanríkisráðherra sé skylt að loka umræddri flugbraut og endurskoða skipulagsreglur vallarins til samræmis við lokun brautarinnar innan sextán vikna.

Lesa meira

Skrifað undir árangursstjórnunarsamning ráðuneytis og Samgöngustofu - 9.6.2016

Ólöf Nordal og Þórólfur Árnason skrifuðu undir árangursstjórnunarsamning ráðuneytisins og Samgöngustofu í dag.

Innanríkisráðherra og forstjóri Samgöngustofu undirrituðu í dag árangursstjórnunarsamning milli innanríkisráðuneytisins og SGS. Með samningnum er kveðið á um gagnkvæmar skyldur aðila um áherslur í uppbyggingu og rekstri Samgöngustofu, forgangsröðun lögbundinna verkefna og að verkefni SGS séu unnin á faglegan hátt. Þá er fest í sessi ákveðið samskiptaferli milli ráðuneytisins og stofnunarinnar um ákvæði samningsins.

Lesa meira

Drög að reglugerðarbreytingu um ökuskírteini til umsagnar - 9.6.2016

Innanríkisráðuneytið birtir hér með til umsagnar drög að breytingu á reglugerð um ökuskírteini. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 23. júní næstkomandi og skulu umsagnir berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Ríkisstjórnin samþykkir skipan gerðardóms vegna kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia - 8.6.2016

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í morgun að skipa gerðardóm til að útkljá kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia hafi aðilar ekki náð samningum 24. júní næstkomandi. Alþingi hefur verið boðað til fundar klukkan 15 í dag til að fjalla um lagafrumvarp þessa efnis.

Lesa meira

Skýrsla til SÞ um stöðu mannréttindamála á Íslandi undirbúin - 7.6.2016

Rætt var um stöðu mannréttindamála á Íslandi á fundi sem innanríkisráðuneytið stóð fyrir í morgun.

Innanríkisráðuneytið stóð fyrir fundi um stöðu mannréttindamála á Íslandi í Reykjavík í dag og var aðal efni fundarins umfjöllun um skýrslu um stöðuna sem skila á til Sameinuðu þjóðanna í haust. Skýrslan er liður í reglubundinni úttekt SÞ á stöðu mannréttinda sem kölluð er Universal Periodic Review (UPR) og er þetta í annað skiptið sem slík úttekt fer fram hér á landi en sú fyrsta fór fram árið 2011.

Lesa meira

Ný útlendingalög samþykkt á Alþingi - 3.6.2016

Alls sóttu 354 um vernd á Íslandi á síðasta ári.

Ný lög um útlendinga voru samþykkt á Alþingi í gær en Ólöf Nordal innanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpinu 20. apríl síðastliðinn. Fram fór viðamikil endurskoðun fyrri laga sem voru frá árinu 2002 og er frumvarpið sem lagt var fram afurð um tveggja ára vinnu þverpólítískrar þingmannanefndar sem skipuð var af þáverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, vorið 2014 til að endurskoða lögin.

Lesa meira

Samráðshópur um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins skilar ráðherra tillögum - 2.6.2016

Tillögur um aðgerðir vegna kynferðisbrota voru afhentar innanríkisráðherra í gær.

Samráðshópur um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins sem innanríkisráðherra skipaði í mars 2016 hefur skilað ráðherra fyrstu tillögum um aðgerðir á þessu sviði. Hópnum var falið að kortleggja stöðu mála í dag, skilgreina styrkleika og tækifæri og leggja fram aðgerðaáætlun sem miði meðal annars að því að tryggja réttaröryggi, tryggja vandaða málsmeðferð og auka traust til réttarvörslukerfisins. Gert er ráð fyrir að samráðshópurinn starfi áfram að verkefninu og að fullmótuð aðgerðaráætlun verði tilbúin í haust.

Lesa meira

Skrifað undir þjónustusamning við Isavia - 1.6.2016

Ólöf Nordal og Björn Óli Hauksson undirrituðu samninginn.

Innanríkisráðherra og forstjóri Isavia skrifuðu nýverið undir þjónustusamning ráðuneytisins og Isavia. Kveður hann á um fjárveitingar og verkefni Isavia á þessu ári sem snúast einkum um rekstur og þjónustu á flugvöllum landsins. Þá fjallar hann um framkvæmdir á flugvöllum landsins utan Keflavíkurflugvallar og loks um flugleiðsöguþjónustu bæði innanlands og á alþjóðlegu flugsvæði.

Lesa meira

Opinn fundur um stöðu mannréttinda á Íslandi - 1.6.2016

Fjallað verður um undirbúning skýrslu um stöðu mannréttindamála á Íslandi á opnum fundi á vegum innanríkisráðuneytisins næstkomandi þriðjudag, 7. júní. Fundurinn fer fram í Iðnó í Reykjavík á milli klukkan 9 og 12, og er öllum opinn.

Lesa meira

Góðar forsendur til að rækta nýja vaxtarbrodda í íslensku atvinnulífi - 31.5.2016

Ólöf Nordal innanríkisráðherra flutti erindi á fundi Viðskiptaráðs og VÍB um samkeppnishæfni Íslands 2016.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra flutti í dag erindi á fundi VÍB og Viðskiptaráðs Íslands um samkeppnishæfni Íslands árið 2016 og sagði hún meðal annars að hér væru góðar forsendur til að rækta nýja vaxtarbrodda í íslensku atvinnulífi.

Lesa meira

Kynnt reglugerðarbreyting til að innleiða ESB-gerðir um reiki í farsímanetum - 26.5.2016

Settar hafa verið reglur um reiki undanfarin ár innan ríkja Evrópusambandsins í því skyni að stilla reikigjöldum í hóf og til að gæta hagsmuna neytenda. Hafa gjöldin lækkað verulega frá setningu fyrstu reglugerðarinnar árið 2007. Innanríkisráðuneytið birtir nú til kynningar  reglugerð sem innleiðir tvær gerðir ESB um reiki á almennum farsímanetum innan ESB og um vegið meðaltal hæsta verðs fyrir lúkningu símtala í farsíma innan ESB.

Lesa meira

Stofnun millidómstigs samþykkt á Alþingi - 26.5.2016

Lagafrumvörp um stofnun millidómstigs voru samþykkt á Alþingi nú í morgun. Eru það annars vegar lög um dómstóla og hins vegar breyting á lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála. Með breytingunum verður til nýr áfrýjunardómstóll, Landsréttur, og hefur hann aðsetur í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. janúar 2018.

Lesa meira

Skýrsla um framtíð Hegningarhússins við Skólavörðustíg - 26.5.2016

Vegna umfjöllunar um framtíð Hegningarhússins við Skólavörðustíg í Reykjavík minnir innanríkisráðuneytið á skýrslu starfshóps sem innanríkisráðherra skipaði til að skoða hugmyndir að framtíðarnýtingu hússins. Skýrsluna má sjá hér .

Lesa meira

Frambjóðendur til kjörs forseta Íslands 2016 - 25.5.2016

Bessastaðir

Innanríkisráðuneytið hefur í dag gefið út auglýsingu um hverjir séu í framboði til kjörs forseta Íslands 25. júní næstkomandi í samræmi við lög um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945, með síðari breytingum.

Lesa meira

Vilja fá íslenska lögreglumenn til Frakklands vegna Evrópumótsins - 24.5.2016

Frönsk stjórnvöld hafa óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að sendir verði átta íslenskir lögreglumenn til starfa í Frakklandi í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu sem þar fer fram dagana 10. júní til 10. júlí næstkomandi. Gert er ráð fyrir að tveir lögreglumenn starfi í miðstöð alþjóðlegrar lögreglusamvinnu og hinir sex fari milli borga í Frakklandi þar sem íslenska landsliðið spilar leiki sína.

Lesa meira

Drög til umsagnar að breytingum á reglugerðum um leigubifreiðar og fólksflutninga á landi - 23.5.2016

Innanríkisráðuneytið birtir hér með til umsagnar drög að breytingu á reglugerð um fólksflutninga á landi annars vegar og á reglugerð um leigubifreiðar hins vegar. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 6. júní næstkomandi og skulu umsagnir berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Tíu skiluðu framboðum til kjörs forseta Íslands 25. júní 2016 - 21.5.2016

Gögnum um framboð til embættis forseta Íslands var skilað í gær.

Fundur var haldinn í dag í innanríkisráðuneytinu þar sem tilkynnt var hvaða framboð til embættis forseta Íslands hefðu borist ráðuneytinu fyrir lok framboðsfrests á miðnætti 20. maí 2016. Forsetaefnum og/eða fulltrúum þeirra var boðið að sitja fundinn og fengu þau einnig tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum. Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri stýrði fundinum og fór yfir næstu skref og var fundarmönnum einnig gefinn kostur á að kynna sér gögn sem lágu frammi.

Lesa meira

Aðgerðir ríkja til að draga úr mengandi útblæstri vegna samgangna munu skipta sköpum - 21.5.2016

Frá fundi samgönguráðherra ríkja innan ITF, samtaka um samgöngumál

Samgönguráðherrar ríkja innan International Transport Forum, alþjóðsamtaka um samgöngumál, lýstu yfir á ráðstefnu sem lauk í Leipzig í Þýskalandi í gær að aðgengilegar, greiðar og efnahagslega sjálfbærar samgöngur væru meðal lykilþátta til að ná markmiðum loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á síðasta ári. Í yfirlýsingu ráðherranna kemur fram að aðgerðir ríkjanna til að draga úr mengandi útblæstri, nýta tækni og hvetja til aðgengilegra almenningssamgangna muni skipta sköpum til að ná markmiðum um grænar og aðgengilegar samgöngur.

Lesa meira

Markvissar aðgerðir gegn mansali nauðsynlegar - 21.5.2016

Fjölmenni sótti málþing um mansal á föstudag.

Mansal er samfélagsmein sem gæti ef það festir rætur haft í för með sér breytingar á samfélaginu og jafnvel haft áhrif á grundvallarmannréttindi. Því er nauðsynlegt að virkja sem flesta með fræðslu og vitundarvakningu. Þetta er meðal þess sem fram kom á málþingi um mansal sem haldið var í Reykjavík í gær á vegum innanríkisráðuneytis og utanríkisráðuneytis í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira

Skrifað undir samning um árangursstjórnun við sýslumannsembættið á Vesturlandi - 19.5.2016

Árangursstjórnunarsamningur undirritaður

Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður á Vesturlandi, skrifuðu í dag undir árangursstjórnunarsamning ráðuneytisins og sýslumannsembættisins.

Lesa meira

Málþing um mansal – ábyrgð og framtíðarsýn samfélags og stjórnvalda - 19.5.2016

Málþing um mansal verður haldið í Iðnó á morgun, föstudaginn 20. maí, á vegum innanríkisráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Málþingið stendur yfir frá kl. 9 til 12 og er öllum opið.

Lesa meira

Framboðsfrestur rennur út föstudaginn 20. maí - 18.5.2016

Framboðum til forsetakjörs skal skila til innanríkisráðuneytisins föstudaginn 20. maí 2016, eigi síðar en fyrir miðnætti.

Lesa meira

Opnaði formlega nýjan vef dómstólaráðs - 13.5.2016

Símon Sigvaldason, fráfarandi formaður dómstólaráðs, lýsti vefnum sem Ólöf Nordal innanríkisráðherra opnaði formlega.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra opnaði í dag formlega við athöfn í Safnahúsinu nýjan vef dómstólaráðs sem hefur verið endurnýjaður. Á vefnum er að finna upplýsingar um starf dómstólaráðs, héraðsdómstóla, dagskrár þeirra og dóma og fleira um starfsemi þeirra.

Lesa meira

Breytt reglugerð um viðvarandi lofthæfi og fleira birt í Stjórnartíðindum - 13.5.2016

Ráðuneytið hefur sent til birtingar í Stjórnartíðindum reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi hæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði. Reglugerðin innleiðir breytingu á reglugerð að því er varðar samræmingu á reglum um áframhaldandi lofthæfi við reglugerð um brýn viðhaldsverkefni og eftirlit með áframhaldandi lofthæfi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 278 frá 30. október 2015.

Lesa meira

Innanríkisráðherra flutti erindi á málþingi Lögmannafélags Íslands - 13.5.2016

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði málþing Lögmannafélags Íslands.

Skyldur lögmanna gagnvart samfélaginu var yfirskrift málþings sem Lögmannafélag Íslands stóð fyrir í gær í tengslum við aðalfund félagsins. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði málþingið í upphafi og síðan fluttu erindi þau Reimar Pétursson, formaður félagsins, Ólöf Nordal innanríkisráðherra, Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands og Karl Axelsson hæstaréttardómari.

Lesa meira

Drög að reglugerð tengdri réttindum farþega á sjó til umsagnar - 10.5.2016

Innanríkisráðuneytið birtir hér með til umsagnar drög að reglugerð um innleiðingu viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um réttindi farþega sem ferðast á sjó. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 18. maí næstkomandi og skulu umsagnir berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Breyting á reglugerð um öryggi farþegaskipa til umsagnar - 6.5.2016

Innanríkisráðuneytið birtir nú til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 666/2001 um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 12. maí nk. og skulu umsagnir berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að reglugerð um réttindi til að falla frá samningi til umsagnar - 3.5.2016

Innanríkisráðuneytið birtir nú til umsagnar drög að reglugerð um upplýsingar um nýtingu réttar til að falla frá samningi og byggður er á nýjum lögum um neytendasamninga. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um drögin til og með 10. maí næstkomandi og skulu umsagnir berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefjast í dag 30. apríl - 30.4.2016

Heimilt er að greiða atkvæði utan kjörfundar vegna kjörs forseta Íslands frá og með deginum í dag, 30. apríl, bæði innan lands og utan. Atkvæðagreiðslan fer fram á vegum sýslumanna um land allt en utanríkisráðuneytið sér um atkvæðagreiðsluna erlendis. Sýslumenn auglýsa hvar og hvenær atkvæðagreiðslan getur farið fram á þann hátt sem venja er að birta opinberar auglýsingar, sjá einnig nánari upplýsingar um afgreiðslutíma á vef sýslumanna, www.syslumenn.is

Lesa meira

Drög að reglugerð um flugvernd til umsagnar - 29.4.2016

Drög að reglugerð um flugvernd eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Þeir sem óska geta sent ráðuneytinu umsagnir til og með 13. maí næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Umbótaverkefni Útlendingastofnunar og Flóttamannastofnunar skila árangri - 28.4.2016

Frá fundi um umbætur í útlendingamálum

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Útlendingastofnun kynntu í vikunni niðurstöður og árangur umbótaverkefnis stofnananna sem hófst árið 2013. Markmið verkefnisins voru meðal annars að auka skilvirkni í úrlausn hælismála, stytta bið eftir niðurstöðu umsókna um hæli og bæta aðferðir við ákvarðanatöku og sýna niðurstöður skýrslunnar að það hefur gengið eftir. Flóttamannastofnunin hefur unnið sambærileg verkefni í samvinnu við yfirvöld í Svíþjóð, Eystrasaltslöndunum og víðar.

Lesa meira

Lagafrumvarp um breytingar á námi lögreglumanna samþykkt í ríkisstjórn - 26.4.2016

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag frumvarp innanríkisráðherra til breytinga á lögreglulögum sem snúast um nýja skipan á námi lögreglumanna. Frumvarpið fer nú til umfjöllunar hjá þingflokkum stjórnarflokkanna.

Lesa meira

Hugað verði að endurskoðun laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu - 26.4.2016

Þriggja manna nefnd sem innanríkisráðherra skipaði í júlí 2014 til að endurskoða svokallað kirkjugarðasamkomulag skilaði nýverið skýrslu sinni til ráðherra. Meðal niðurstaðna nefndarinnar er að huga þurfi að endurskoðun laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.

Lesa meira

Ísland og Bandaríkin undirbúa nýjan samning um gagnkvæma viðurkenningu á vottun flugvéla - 25.4.2016

Fulltrúar íslenskra samgönguyfirvalda áttu í síðustu viku fund í Washington með fulltrúum utanríkisþjónustu og Flugmálastjórnar Bandaríkjanna. Tvíhliða BASA-samningur milli Íslands og Bandaríkjanna um gagnkvæma viðurkenningu á vottun flugvéla og búnaðar hefur verið í gildi frá árinu 2009 en ekki hefur verið gengið frá þeim hluta hans sem snýr að verklagi við vottun búnaðar. Tilefni fundarins var ósk Íslands um að ljúka gerð BASA samningsins og útfæra viðauka hans um verklag við gagnkvæma viðurkenningu á vottun um lofthæfi flugvéla og búnaðar í flugvélar.

Lesa meira

Árétting vegna umfjöllunar um Dýrafjarðargöng - 24.4.2016

Að gefnu tilefni vill innanríkisráðuneytið upplýsa eftirfarandi um undirbúning framkvæmdar við Dýrafjarðargöng. 

Lesa meira

Skýrsla ríkislögreglustjóra til innanríkisráðherra um mat á Schengen-samstarfinu - 20.4.2016

Innanríkisráðherra óskaði í desember síðastliðnum eftir matsskýrslu ríkislögreglustjóra vegna Schengen samstarfsins. Skýrslan barst ráðherra í dag og kemur þar meðal annars fram að fjölgun ferðamanna, hælisleitenda og flóttamanna kalli á viðbrögð af hálfu stjórnvalda og löggæslunnar. Einnig að áframhaldandi þátttaka í Schengen-samstarfinu kalli á ýmsar úrbætur á sviði öryggismála í samræmi við ákvæði Schengen-samningsins svo sem bætta eftirfylgni með útgefnum dvalarleyfum og farþegalistagreiningu.

Lesa meira

Fjórtán sveitarfélög fá 450 milljóna króna styrk til ljóðsleiðaravæðingar - 20.4.2016

Fulltrúar sveitarfélaga, fjarskiptasjóðs og innanríkisráðherra skrifuðu undir samning um ljósleiðaraverkefni í dag.

Fulltrúar fjarskiptasjóðs, nokkrra sveitarfélaga og innanríkisráðherra skrifuðu í dag undir samninga um styrki fjarskiptasjóðs fyrir uppbyggingu ljósleiðara í sveitarfélögunum til að efla fjarskiptasamband í dreifðum byggðum sem markaðurinn sinnir ekki. Alls fá 14 sveitarfélög styrki að þessu sinni til að tengja um 900 staði með ljósleiðara og um 200 staði með ídráttarröri fyrir ljósleiðara. Styrkur ríkisins er alls 450 milljónir króna. Meðal kostnaður ríkisins á hvern stað eru rúmar 400 þúsund krónur.

Lesa meira

Ríki og sveitarfélög semja um markmið um afkomu og efnahag sveitarfélaga - 19.4.2016

Samkomulagið undirrituðu þau Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Karl Björnsson framkvæmdastjóri þess og ráðherrarnir Ólöf Nordal og Bjarni Benediktsson.

Samband íslenskra sveitarfélaga, innanríkisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra hafa undirritað samkomulag um markmið varðandi afkomu og efnahag sveitarfélaga árin 2017 til 2021. Er það fyrsta samkomulagið sem grundvallað er á nýjum lögum um opinber fjármál og gildir til eins árs. Auk markmiða samkomulagsins hefur það að geyma ákvæði um samskipti og samráð ríkis og sveitarfélaga og um þróun samstarfsins.

Lesa meira

Frumvarpi um ný útlendingalög dreift á Alþingi - 19.4.2016

Frumvarpi til laga um útlendinga hefur verið dreift á Alþingi og er það heildarendurskoðun gildandi laga sem eru frá árinu 2002. Gert er ráð fyrir að Ólöf Nordal innanríkisráðherra mæli fyrir frumvarpinu á fundi Alþingis á morgun.

Lesa meira

Alls sóttu 134 um vernd fyrstu þrjá mánuðina - 18.4.2016

Alls sóttu 134 um vernd á Íslandi fyrstu þrjá mánuði árs. Eru það 95 fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Flestir umsækjenda til loka mars eru frá Albaníu eða 33, 21 frá Makedóníu og 19 frá Írak. Allt síðasta ár sóttu 354 um hæli hér á landi.

Lesa meira

Regludrög um aðkomu hagsmunaðila að ákvörðunum stjórnvalda til umsagnar - 15.4.2016

Á vegum Evrópuráðsins er nú unnið að reglum varða aðkomu og skráningu hagsmunaaðila og þeirra sem beita sér fyrir að hafa áhrif á ákvarðanir sem teknar eru í opinberri stjórnsýslu. Hefur Evrópuráðið farið þess á leit við aðildarríkin að kallað verði eftir athugasemdum við þessi regludrög.

Lesa meira

Sérstakt refsiákvæði um ofbeldi í nánum samböndum komið í lög - 15.4.2016

Nýlega var samþykkt á Alþingi breyting á almennum hegningarlögum sem kveður á um refsingu vegna ofbeldis í nánum samböndum. Breytingin er til komin vegna samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi.

Lesa meira

Vegna umfjöllunar um formleg skil á framboðum til kjörs forseta Íslands - 13.4.2016

Vegna umfjöllunar um framboð til kjörs forseta Íslands vill innanríkisráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Lesa meira

Frestur vegna endurveitingar ríkisborgararéttar rennur út 1. júlí - 13.4.2016

Vakin er athygli á því að frestur til að óska eftir endurveitingu íslensks ríkisborgararéttar samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum um íslenskan ríkisborgararétt nr. 100/1952 rennur út 1. júlí 2016. Bráðabirgðaákvæðið kom inn í lögin með breytingu árið 2012.

Lesa meira

Æfa viðbrögð við bruna í skemmtiferðaskipi í norðurhöfum - 6.4.2016

Frá æfingunni sem stendur yfir í dag og á morgun.

Samtök útgerða skemmtiferðaskipa í norðurhöfum og Landhelgisgæslan standa í dag og á morgun fyrir svokallaðri skrifborðsæfingu og ráðstefnu um leitar- og björgunaraðgerðir á norðurslóðum. Þátttakendur eru frá flestum Norðurlandanna, Bandaríkjunum og Kanada og eru þeir fulltrúar björgunaraðila annars vegar og hins vegar útgerða skemmtiferðaskipa.

Lesa meira

Funduðu um samstarf og samræmingu meðal sýslumannsembætta - 5.4.2016

Þriggja manna nefnd sýslumanna fundaði nýlega í innanríkisráðuneytinu.

Nefnd þriggja sýslumanna fundaði nýverið í innanríksráðuneytinu en með nýlegum lögum um embætti sýslumanna er ákvæði um að þeir tilnefni árlega úr sínum hópi nefnd til að vinna með ráðuneytinu að stefnumótun fyrir embættin og fleira er varðar starfsemi þeirra. Nefndina skipa nú Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður á Vesturlandi sem jafnframt er formaður hennar, Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður á Suðurlandi, og Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira

Vefurinn kosning.is uppfærður - 23.3.2016

Forsíða kosning.is

Vefurinn kosning.is hefur verið uppfærður vegna forsetakosninganna 25. júní næstkomandi. Á vefnum er að finna ýmsar fréttir varðandi undirbúning innanríkisráðuneytisins vegna kosninganna og upplýsingar um kjörstjórnir, kjörstaði og atkvæðagreiðslu utan kjörfundar svo dæmi séu nefnd.

Lesa meira

Vottorð um ríkisborgararétt og lögræði eru hjá Þjóðskrá - 23.3.2016

Þar sem brögð eru að því að leitað sé til innanríkisráðuneytisins vegna vottorða um ríkisborgararétt, nafnbreytingu og lögræði skal bent á að slík vottorð eru gefin út hjá Þjóðskrá Íslands. Á vef Þjóðskrár koma fram nánari upplýsingar um útgáfu vottorða þar.

Lesa meira

Fjölgað í verkefnisstjórn um heimild fyrir skiptri búsetu barna - 23.3.2016

Fjölgað hefur verið fulltrúum í verkefnisstjórn innanríkisráðuneytisins sem undirbúa á heimild fyrir skiptri búsetu barna. Bætt hefur verið við tveimur körlum.

Lesa meira

Samráð um lúkningargjöld í fjarskiptum - 22.3.2016

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur opnað fyrir samráð um mat á tilmælum um lúkningargjöld við fjarskipti, þ.e. Termination Rates Recommendation, TRR frá 2009, en tilmælin eru hluti af stefnu framkvæmdastjórnarinnar í málefnum innri markaðarins fyrir fjarskipti. Samráðið stendur til 7. júní 2016. Lúkningargjöldin eru gjöldin sem fjarskiptafyrirtæki innheimta hvert hjá öðru fyrir að tengja símtöl frá einu kerfi til annars.

Lesa meira

Verja á 430 milljónum króna í umferðaröryggisaðgerðir á árinu - 22.3.2016

Vegagerðin, Samgöngustofa og Ríkislögreglustjóri munu verja 430 milljónum króna til margvíslegra aðgerða á sviði umferðaröryggis á árinu. Að ósk innanríkisráðherra settu þessar tvær stofnanir og Ríkislögreglustjóri fram breyttar áætlanir og tillögur að verkefnum er lúta að umferðaröryggi þar sem ekki eru markaðar fjárveitingar í verkefnið á þessu ári á samgönguáætlun áranna 2013 til 2016.

Lesa meira

Herða á baráttu gegn erlendum mútubrotum - 21.3.2016

Fulltrúar á ráðherrafundi OECD í París í síðustu viku samþykktu að herða baráttuna gegn erlendum mútubrotum. Ráðherrafundurinn er liður í að efla enn frekar starf starfshóps OECD um erlend mútubrot sem sér um að fylgja eftir framkvæmd alþjóðlegs samnings um baráttu gegn mútum í alþjóðlegum viðskiptum.

Lesa meira

Mælti fyrir lagafrumvörpum um stofnun millidómstigs - 18.3.2016

Ólöf Nordal innanríkisráðherra mælti í dag fyrir tveimur lagafrumvörpum á Alþingi í því skyni að komið verði á millidómstigi hér á landi sem nefnt yrði Landsréttur. Málin ganga nú til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefnd þingsins.

Lesa meira

Drög að breytingu á lögum um dómstóla til umsagnar - 17.3.2016

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um dómstóla eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda umsagnir um frumvarpsdrögin á netfangið postur@irr.is til og með 31. mars 2016. Með frumvarpsdrögunum eru meðal annars vegar lagðar til breytingar á ákvæðum laganna um dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um embætti dómara og lagt er til að héraðsdómurum verði fjölgað varanlega um fjóra.

Lesa meira

Vegna umfjöllunar um málefni þolenda mansals og meint mansalsmál sem nú er til rannsóknar - 16.3.2016

Mansal er ein af helstu birtingarmyndum skipulagðrar glæpastarfsemi. Mansalsmál eru meðal flóknustu og erfiðustu mála sem koma til kasta lögreglu og á það líka við um þá sem veita brotaþolum þjónustu. Því miður hafa mál komið upp hérlendis á umliðnum árum sem tengjast slíkri ánauð, meðal annars á vinnumarkaði og tengt kynlífsþjónustu.

Lesa meira

Eyðublöð vegna meðmælenda við undirbúning forsetakjörs - 16.3.2016

Undirbúningur stjórnvalda að forsetakosningunum 25. júní næstkomandi hófst með því að forsætisráðherra auglýsti kosninguna 11. mars 2016 og tilgreindi hvert skuli vera lágmark og hámark kosningarbærra meðmælenda úr hverjum landsfjórðungi. Framboðum til forsetakjörs skal skila til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti föstudaginn 20. maí 2016. Framboðunum skal fylgja samþykki forsetaefnis, nægilegur fjöldi meðmælenda sem vottaður skal af viðkomandi yfirkjörstjórn um að meðmælendurnir séu kosningarbærir.

Lesa meira

Kjör forseta Íslands fer fram laugardaginn 25. júní - 12.3.2016

Kjörtímabil forseta Íslands rennur út 31. júlí 2016. Forsætisráðuneytið hefur í samræmi við lög um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945, með síðari breytingum, auglýst að kjör forseta Íslands skuli fara fram laugardaginn 25. júní næstkomandi.

Lesa meira

Önnur úttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála á Íslandi stendur yfir - 11.3.2016

Á þessu ári stendur yfir önnur úttekt á stöðu mannréttindamála hér á landi en fyrsta úttektin fór fram árið 2008 þegar Sameinuðu þjóðirnar hófu almenna úttekt á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjum (Universal Periodical Review, UPR). Tilgangur úttektarferlisins er bæði að varpa ljósi á það sem vel er gert í mannréttindamálum og benda á atriði sem ríki telja að betur megi fara í framkvæmd hvert annars. Í því skyni beina þau tilmælum hvert til annars og hefur ríkið sem er til skoðunar þá tækifæri til þess að taka afstöðu til þeirra.

Lesa meira

Samráð um áhrif flugsamgangna á loftslagsbreytingar - 11.3.2016

Evrópusambandið hefur kynnt samráð um aðgerðir til að stemma stigu við áhrifum flugsamgangna á loftslagsbreytingar. Samráðið stendur til 30. maí 2016 og má finna nánari upplýsingar um hvernig unnt er að taka þátt í því á vef ESB.

Lesa meira

Drög að breytingu á vopnalögum til umsagnar - 10.3.2016

Drög að breytingu á vopnalögum eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Breytingarnar snúast um að styrkja lagastoð fyrir innleiðingu reglugerðar ESB og setningu reglugerðar er varða reglur um aðgengi og umráð efna sem nota má til að framleiða ólögleg sprengiefni. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um frumvarpsdrögin til og með 17. mars næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Verkefnisstjórn skipuð til að undirbúa heimild fyrir skiptri búsetu barna - 10.3.2016

Innanríkisráðherra hefur skipað verkefnisstjórn fulltrúa innanríkisráðuneytis, velferðarráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis til að greina ítarlega hvaða laga- og reglugerðabreytingar eru nauðsynlegar svo hægt sé að lögfesta ákvæði í barnalög um skipta búsetu barns. Verkefnisstjórnin hefur þegar hafið störf.

Lesa meira

Frumvörp vegna stofnunar millidómstigs samþykkt í ríkisstjórn - 9.3.2016

Ólöf Nordal innanríkisráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær frumvarp til nýrra laga um dómstóla og frumvarp um breytingu á lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála þar sem gert er ráð fyrir stofnun millidómstigs sem nefnt yrði Landsréttur. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu innanríkisráðherra um að frumvörpin verði send þingflokkum stjórnarflokkanna til afgreiðslu.

Lesa meira

Samráðshópur skipaður um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins - 4.3.2016

Innanríkisráðherra hefur skipað samráðshóp um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. Hlutverk hans verður meðal annars að rýna verklag og viðhorf fagaðila sem birtist í rannsókn Hildar Fjólu Antonsdóttur um viðhorf fagaðila og reynslu þeirra af störfum innan réttarvörlukerfisins. Niðurstöður rannsóknarinnar voru gefnar út í árslok 2014 og komu þar fram vísbendingar um að standa mætti betur að meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins.

Lesa meira

Lögregluembætti fá 400 milljóna króna viðbótarframlag - 4.3.2016

Lögregluembætti landsins fá í ár 400 milljóna króna viðbótarfjárframlag til að styrkja embættin og er með því verið að bregðast við auknum verkefnum lögreglu meðal annars á sviði landamæraeftirlits, öryggis og umferðar. Ákvörðunin er byggð á greiningu á öryggi og þjónustu hjá lögregluembættunum og forgangsröðun verkefna og tengist einnig löggæsluáætlun sem nú er í smíðum.

Lesa meira

Fræðslufundur um réttindi barna í hælismeðferð - 26.2.2016

Fræðslufundur um réttindi barna í hælismeðferð var haldinn í innanríkisráðuneytinu í dag.

Innanríkisráðuneytið efndi í dag til fræðslufundar um réttindi barna sem eru í hælismeðferð. Sátu hann meðal annars fulltrúar stofnana og annarra aðila sem starfa að útlendingamálum og sinna sérstaklega börnum sem eru í hælismeðferð, svo sem fulltrúar Útlendingastofnunar, Rauða krossins á Íslandi, Barnaverndarstofu, Barnahúss, UNICEF og frá velferðarráðuneytinu og barnaverndum í Reykjanesbæ og á höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna til umsagnar - 26.2.2016

Drög að breytingu á reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna og fleira er nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 11. mars næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að lagafrumvörpum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi til umsagnar - 26.2.2016

Drög að lagafrumvörpum er varða annars vegar farþegaflutninga á landi í atvinnuskyniog hins vegar farmflutninga eru nú til umsagnar hjá innanríkisáðuneytinu. Tekur annað frumvarpið fyrst og fremst til farþegaflutninga annarra en leigubifreiðaaksturs en hitt frumvarpið tekur til farmflutninga. Miða frumvörpin að því að leysa af hólmi núgildandi lög um fólksflutninga og farmflutninga á landi. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 3. mars næstkomandi og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Yfir 1000 sérfræðingar hafa setið 30 fræðslufundi um mansal síðustu misseri - 24.2.2016

Aðgerðaáætlun um mansal hefur verið endurskoðuð og verður áfram á þessu ári unnið að vitundarvakningu um mansal og lögð áhersla á að auka forvarnir meðal almennings og fagaðila. Aukin áhersla verður lögð á baráttu gegn vinnumansali með átaki lögreglu í samvinnu við eftirlitsstofnanir og aðila vinnumarkaðarins.

Lesa meira

Drög að breytingu á loftferðalögum til umsagnar - 23.2.2016

Drög að breytingu á lögum um loftferðir, nr. 60/1998 með síðari breytingum, eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 7. mars næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Greind verða umbótatækifæri í þjónustu í málefnum útlendinga - 19.2.2016

Innanríkisráðherra og félagsmálaráðherra hafa haft til skoðunar ábendingar Ríkisendurskoðunar frá mars 2015 um málefni útlendinga og innflytjenda á Íslandi. Lagt er til að farið verði í sameiginlegt verkefni á vettvangi stjórnarráðsins sem meðal annars lúti að því að skoða margvíslega þætti er varða stjórnsýslu og þjónustu á þessu sviði og greina umbótatækifæri í því sambandi. Málið var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Lesa meira

Ísland nær árangri í aðgerðum gegn peningaþvætti - 19.2.2016

Íslensk stjórnvöld eru talin hafa náð mikilvægum árangri í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka með laga- og stjórnkerfisbreytingum. Þetta var staðfest í gær á fundi FATF (Financial Action Task Force), alþjóðlegs framkvæmdahóps sem sinnir úttektum og eftirliti á regluverki og starfsaðferðum aðildarríkja FATF á þessu sviði og hefur aðsetur hjá OECD.

Lesa meira

Menntun lögreglumanna verði færð á háskólastig - 19.2.2016

Færa á lögreglunám á háskólastig.

Lögð er til ný skipan lögreglumenntunar á Íslandi með frumvarpsdrögum að breytingu á lögreglulögum sem innanríkisráðuneytið kynnir til umsagnar. Með breytingunni yrði lögreglunám fært á háskólastig og er það til samræmis við fyrirkomulagið á hinum Norðurlöndunum. Umsagnarfrestur um drögin er til og með 1. mars næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Heimilað verði að skrá ökutæki tímabundið vegna tilraunaaksturs - 18.2.2016

Innanríkisráðuneytið hefur til athugunar breytingu á reglugerðum um skráningu ökutækja og um gerð og búnað ökutækja til að unnt sé að skrá ökutæki tímabundið í tilraunaskyni. Með breytingunum verður framleiðendum bíla eða umboðsmönnum þeirra til dæmis heimilað að skrá ökutæki vegna prófana á vistvænum orkugjöfum þeirra við íslenskar aðstæður.

Lesa meira

Breytingar á reglugerð um gerð og búnað ökutækja - 18.2.2016

Breyting á reglugerð um gerð og búnað ökutækja hefur tekið gildi í því skyni að innleiða þrjár nýjar Evrópugerðir sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn. Breytingarnar snúast um reglur um hávaða frá ökutækjum, ýmsar tæknilegar kröfur sem gerðar eru til framleiðenda ökutækja og um gerðarviðurkenningar ökutækja. Ekki er talið að reglugerðirnar hafi bein áhrif hérlendis þar sem hér starfa engir framleiðendur ökutækja.

Lesa meira

Upplýsingablaði um mútubrot dreift til sendiráða Íslands - 18.2.2016

Í ljósi aukinnar áherslu á baráttu gegn mútum í alþjóðlegum viðskiptum hafa innanríkisráðuneyti og utanríkisráðuneyti haft samvinnu um að senda upplýsingablað um erlend mútubrot til sendiráða Íslands og sendiskrifstofa. Er þar vakin athygli á samningi OECD um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna og er Ísland aðili að þeim samningi. Þar er undirstrikað að mútur grafi undan góðum stjórnarháttum og efnahagsþróun auk þess að skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja.

Lesa meira

Fimmtíu sóttu um hæli í janúar og þar af 7 fylgdarlaus börn - 15.2.2016

Fimmtíu manns sóttu um hæli á Íslandi í janúar og í lok mánaðarins voru alls 162 umsóknir um alþjóðlega vernd í vinnslu hjá Útlendingastofnun, þar á meðal mál sjö fylgdarlausra barna. Þá voru 79 mál í vinnslu hjá Kærunefnd útlendingamála (geta verið fleiri einstaklingar) og því var alls 241 mál í vinnslu hjá þessum stofnunum.

Lesa meira

Heildar spilatekjur happdrættis- og spilamarkaðar 16 milljarðar árið 2014 - 15.2.2016

Innanríkisráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir spilamarkaðinn á Íslandi árið 2014 og veltu hans. Alls keyptu þátttakendur á íslenskum happdrættis- og spilamarkaði miða og leiki fyrir rúma 16 milljarða króna. Vinningar námu alls 9,9 milljörðum og heildar spilatekjur fyrirtækjanna því 6,3 milljörðum. Tölurnar ná yfir leyfisskyld happdrætti en ekki happdrætti sem fá tímabundin leyfi. Tölurnar eru fengnar frá viðkomandi happdrættis- og spilafyrirtækjum.

Lesa meira

Skilgreining Hringvegar á Austurlandi til kynningar - 12.2.2016

Um langa hríð hefur verið uppi umræða um legu Hringvegarins á Austurlandi og hvort breyta eigi núverandi skilgreiningu þannig að Hringvegurinn, þjóðvegur 1, milli Fljótsdalshéraðs og fjarðanna liggi ekki eins og nú er um Skriðdal og Breiðdalsheiði heldur um Norðfjarðarveg og Suðurfjarðaveg. Ólöf Nordal innanríkisráðherra leggur hér fram til kynningar þessa hugmynd.

Lesa meira

Nauðsynlegt að koma á virkara eftirliti með lögreglunni - 12.2.2016

Málstofa innanríkisráðuneytis, HÍ og HR um eftirlit með lögreglu var fjölsótt.

Innanríkisráðuneytið stóð ásamt Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík fyrir málþingi í dag um hvernig hafa eigi eftirlit með lögreglu. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði í ávarpi sínu við upphaf málþingsins að nauðsynlegt væri að koma á virkara eftirliti með lögreglunni. Sagði hún nú vera til kynningar á vef ráðuneytisins drög að breytingum á lögreglulögum þess efnis að komið yrði á stjórnsýslunefnd sem hefði það verkefni að taka við erindum frá borgurunum vegna kæra eða kvartana og sagði hún slíkt skref mikilvægan áfanga í þessum efnum.

Lesa meira

20 ára afmæli Neyðarlínunnar - 11.2.2016

Nemendur þriðja bekkjar í grunnskólum landsins keppa um eldvarnarverðlaunin. Hér er hluti þeirra sem fékk verðlaunin í Reykjavík.

Neyðarlínan fagnar í dag 20 ára afmæli og efndi hún ásamt samstarfsaðilum til dagskrár í björgunarmiðstöðinni við Skógarhlíð í Reykjavík um leið og haldið er uppá hinn árlega einn-einn-tveir dag. Ólöf Nordal innanríkisráðherra setti dagskrána með ávarpi og sagði það hafa verið heillaspor þegar ákveðið var fyrir 20 árum að koma á þessu samræmda neyðarnúmeri sem nánast hvert mannsbarn þekkti.

Lesa meira

Netöryggissveitin verður efld - 11.2.2016

Starfsemi netöryggissveitar (CERT-ÍS) mun áfram heyra undir Póst- og fjarskiptastofnun og verður því ekki flutt þaðan eins og frumvarpsdrög sem kynnt voru til umsagnar sl. haust gerðu ráð fyrir. Þess í stað verður sveitin efld með gerð þjónustusamninga við rekstraraðila mikilvægra innviða samfélagsins á grundvelli núgildandi laga og reglugerðar.

Lesa meira

Viljayfirlýsing um seinni áfanga ljósleiðarahringtengingar Vestfjarða - 10.2.2016

Skrifað var undir viljayfirlýsingu fjarskiptasjóðs og Neyðarlínunnar í innanríkisráðuneytinu.

Forsvarsmenn fjarskiptasjóðs og Neyðarlínunnar undirrituðu í dag í innanríkisráðuneytinu  viljayfirlýsingu þess efnis að hafa samstarf um seinni verkáfanga hringtengingar ljósleiðara Vestfjarða með það fyrir augum að ljúka verkinu fyrir árslok 2016. Markaðskönnun og útboð fjarskiptasjóðs um það verkefni skilaði ekki viðunandi árangri en aðeins eitt tilboð barst í verkið sem var langt yfir kostnaðaráætlun.

Lesa meira

Ráðstöfunarfé innanríkisráðherra 2015 - 10.2.2016

Hér að neðan er listi yfir ráðstöfunarfé ráðherra 2015. Samkvæmt ákvörðun ráðherra eru styrkir aðeins veittir til málefna er heyra undir verksvið ráðuneytisins.

Lesa meira

Drög að breytingu á lögum um eftirlit með störfum lögreglu til umsagnar - 9.2.2016

Drög að frumvarpi til breytingar á lögreglulögum sem fjallar um eftirlit með störfum lögreglu eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Með drögunum eru tillögur nefndar innanríkisráðherra um meðferð kvartana og kærumála á hendur lögreglu færðar í frumvarpsform. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um drögin til og með 23. febrúar og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður 9. febrúar - 5.2.2016

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 9. febrúar, og verður síðdegis dagskrá í húsakynnum menntavísindasviðs Háskóla Íslands í salnum Bratta við Stakkahlíð í Reykjavík. Dagskráin stendur milli klukkan 13 og 16.

Lesa meira

Málþing um hvernig á að efla eftirlit með lögreglu - 5.2.2016

Innanríkisráðuneytið efnir til málþings í samstarfi við lagadeild Háskólans í Reykjavík og lagadeild Háskóla Íslands um efnið: Hvernig á að efla eftirlit með lögreglu? Málþingið fer fram föstudaginn 12. febrúar næstkomandi kl. 12-14 í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1, í stofu V-101 á 1. hæð.

Lesa meira

Umsagnarfrestur um póstfrumvarp framlengdur - 1.2.2016

Framlengdur hefur verið til og með 8. febrúar umsagnarfrestur um frumvarp til nýrra laga um póstþjónustu. Unnt er að senda umsagnir á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Eitt tilboð í ljósleiðarahringtengingu á Vestfjörðum - 29.1.2016

Tilboð voru opnuð hjá Ríkiskaupum í gær vegna útboðs fyrir hönd fjarskiptasjóðs í ljósleiðarahringtengingu á Vestfjörðum. Aðeins eitt tilboð barst og var það 171% yfir kostnaðaráætlun sjóðsins.

Lesa meira

Námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður - 28.1.2016

Prófnefnd samkvæmt reglugerð nr. 1095/2007 um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn og lög nr. 93/2004, hefur ákveðið að halda námskeið vorið 2016. Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar.

Lesa meira

Vinnufundur þriggja ráðuneyta um aðgerðir gegn ofbeldi - 28.1.2016

Frá vinnufundi um aðgerðir gegn ofbeldi.

Innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti stóðu í dag fyrir vinnufundi í Reykjavík um landssamráð um aðgerðir gegn ofbeldi. Stýrihópur um aðgerðir gegn ofbeldi skipulagði fundinn og sátu hann nærri 100 manns.

Lesa meira

Drög að breytingu á lögum um flugvernd, siglingavernd og á vopnalögum til umsagnar - 27.1.2016

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um flugvernd, siglingavernd og vopnalögum eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til og með 4. febrúar  næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Námskeið um alþjóðleg tilmæli á sviði peningaþvættis og spillingar - 26.1.2016

Frá námskeiði um peningaþvætti og spillingu.

Um 90 manns frá fjölda embætta og stofnana sátu námskeið um peningaþvætti og spillingarbrot sem Lögregluskóli ríkisins, Tollskóli ríkisins og innanríkisráðuneytið stóðu fyrir í síðustu viku. Á námskeiðinu var  fjallað almennt um þessi brot í ljósi alþjóðlegra samninga og innlendra lagaákvæða.

Lesa meira

Ný miðstöð Europol til að styrkja viðbrögð við hryðjuverkum - 25.1.2016

Í dag fór fram í Amsterdam óformlegur fundur dóms- og innanríkisráðherra Schengen-ríkjanna. Fundinn sótti Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri fyrir hönd innanríkisráðherra. Umræðuefni fundarins voru helguð baráttunni gegn hryðjuverkum og málefnum flóttamanna.

Lesa meira

Hugað að undirbúningi forsetakosninga - 22.1.2016

Frá fundi um undirbúning forsetakosninga á komandi sumri.

Innanríkisráðuneytið boðaði ýmsa aðila sem koma að undirbúningi og framkvæmd forsetakosninga næsta sumar til fundar í ráðuneytinu í dag. Fundinn sátu fulltrúar innanríkisráðuneytisins, utanríkisráðuneytisins, yfirkjörstjórna, landskjörstjórnar, Þjóðskrár Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Skýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga 2014-2015 komin út - 21.1.2016

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent frá sér ársskýrslu fyrir starfsárið 2014 til 2015 þar sem fjallað er um ársreikninga sveitarfélaga 2014, þróun fjármála sveitarfélaga á því ári samanborið við fyrri ár og samanborið við fjárhagsáætlanir fyrir árið 2015. Fram kemur í skýrslunni að rekstur ársins 2014 hafi verið lakari en árin á undan og að minnkandi framlegð og veltufé frá rekstri hafi gert það að verkum að minna svigrúm sé til fjárfestinga og niðurgreiðslu skulda.

Lesa meira

Drög að nýrri reglugerð fyrir Íslenskar getraunir til umsagnar - 21.1.2016

Drög að nýrri reglugerð fyrir Íslenskar getraunir eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 27. janúar næstkomandi og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Forstöðumönnum kynnt ný lög um opinber fjármál - 20.1.2016

Frá fundi innanríkisráðuneytisins með forstöðumönnum.

Innanríkisráðuneytið stóð í dag fyrir fundi fyrir forstöðumenn stofnana ráðuneytisins um ný lög um opinber fjármál sem samþykkt voru á Alþingi í  desember. Lögin fela í sér margháttaðar breytingar í starfsumhverfi og verklagi ráðuneyta og stofnana við fjárlagagerð. Lögð er ríkari áhersla á langtímaáætlanir, samþættingu stefnumótunar og fjármála og aukna samvinnu ráðuneyta og stofnana.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um breytingu á lögum um meðferð sakamála til umsagnar - 20.1.2016

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um meðferð sakamála (skilyrði fyrir beitingu úrræða skv. XI. kafla) eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda umsagnir um frumvarpið á netfangið postur@irr.is til og með 29. janúar 2016.

Lesa meira

Drög að frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu til umsagnar - 19.1.2016

Drög að frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda umsagnir um frumvarpið á netfangið postur@irr.is til og með 31. janúar 2016.

Lesa meira

Alls sóttu 354 einstaklingar um vernd á Íslandi á síðasta ári - 18.1.2016

Fjöldi hælisumsókna á árunum 2009-2015.

Alls sóttu 354 einstaklingar um vernd á Íslandi á síðasta ári og veitti Útlendingastofnun 82 einstaklingum hæli eða aðra vernd hér á landi. Sýrlendingar voru flestir eða 17 talsins en alls var fólki af 26 þjóðernum veitt vernd á árinu. Fjölmennastir meðal þeirra sem sóttu voru Albanir.

Lesa meira

Drög að lagafrumvörpum vegna stofnunar millidómstigs til umsagnar - 15.1.2016

Drög að frumvarpi til nýrra laga um dómstóla og frumvarpi til breytinga á lögum um meðferð einkamála og meðferð sakamála eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda umsagnir um frumvörpin á netfangið postur@irr.is til og með 29. janúar 2016.

Lesa meira

Drög að reglugerð um hönnun og framleiðslu skemmtibáta og einmenningsfara til umsagnar - 12.1.2016

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um hönnun og framleiðslu skemmtibáta og einmenningsfara. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 24. janúar næstkomandi og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að reglugerð um meðhöndlun tilkynninga vegna peningaþvættis til umsagnar - 8.1.2016

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að nýrri reglugerð um meðhöndlun tilkynninga um ætlað peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 15. janúar næstkomandi og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að frumvarpi til breytinga á siglingalögum til umsagnar - 7.1.2016

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á siglingalögum eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 20. janúar nk. og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Ný reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga - 5.1.2016

Birt hefur verið ný reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga en reikningsskila- og upplýsinganefnd skal gera tillögu um slíka reglugerð samkvæmt ákvæði 75. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Reglugerðin skal innihalda samræmdan upplýsingalykil, vinnslu, meðferð, form og efni fjárhagsáætlana og vinnslu, meðferð, form og innihald ársreiknings og meðferð á skýrslum endurskoðanda um hann. Fyrri reglugerð er frá árinu 2000, nr. 944/2000, með síðari breytingum.

Lesa meira