Fréttir innanríkisráðuneytisins 2011-2017

Endanleg framlög Jöfnunarsjóðs á tekjutapi vegna fasteignaskatts, tekjujöfnunar og útgjaldajöfnunar - 30.12.2016

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun framlaga vegna tekjutaps fasteignaskatts, tekjujöfnunarframlags og útgjaldajöfnunarframlags.

Lesa meira

Vegna umfjöllunar um lokun flugbrautar 06-24 á Reykjavíkurflugvelli - 30.12.2016

Vegna fréttaflutnings af lokun flugbrautar 06-24 á Reykjavíkurflugvelli og umfjöllunar í fjölmiðlum um mögulega notkun hennar vegna sjúkraflugs þrátt fyrir lokun vill innanríkisráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Lesa meira

Samkomulag við ÖSE um þjálfun lögreglu og ákærenda vegna hatursglæpa - 30.12.2016

Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ODIHR) og íslensk stjórnvöld hafa gert með sér samkomulag um þjálfun lögreglumanna og ákærenda hér á landi vegna hatursglæpa.

Lesa meira

Greina á leiðir vegna aðhalds með lögreglu - 28.12.2016

Kanna á og greina leiðir í því skyni að veita lögreglu aðhald við rannsókn mála svo sem við öflun og meðferð leyfa til símhlerana samkvæmt bráðabirgðaákvæði í breytingu á lögum um meðferð sakamála sem Alþingi samþykkti í september. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis lagði til þessa breytingu í kjölfar umræðu á þinginu um frumvarpið með þeim rökum að þörf væri á lýðræðislegu eftirliti með þeim sem framkvæmt hafi símhleranir.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um miðlun upplýsinga um flutninga á sjó til umsagnar - 27.12.2016

Ráðuneytið hefur til umsagnar drög að frumvarpi til laga um samræmda afhendingu og miðlun upplýsinga um flutninga á sjó. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til 10. janúar næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Breytingar á eftirliti með lögreglu - 23.12.2016

Innanríkisráðherra hefur skipað í nefnd um eftirlit með störfum lögreglu í samræmi við breytingar á lögreglulögum sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor. Skipan nefndarinnar er nýmæli í lögreglulögum og er henni meðal annars ætlað að taka við erindum frá borgurum og greina hvort um sé að ræða kæru um refsiverða háttsemi eða kvörtun er lúti að starfsaðferðum lögreglu.

Lesa meira

Skrifað undir samning um árangursstjórnun við sýslumann á Norðurlandi vestra - 21.12.2016

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra og innanríkisráðuneytið hafa gert með sér árangursstjórnunarsamning og er tilgangur hans að festa í sessi ákveðið samskiptaferli milli aðila. Þá á samningurinn að skerpa áherslur um stefnumótun, framkvæmd verkefna, áætlanagerð og leggja grunn að mati á árangri af starfsemi embættisins.

Lesa meira

Ísland í öðru sæti á heimslista yfir upplýsingatækni - 20.12.2016

Ísland mælist í öðru sæti ríkja á lista yfir stöðu ríkja í upplýsinga- og fjarskiptatækni. Fjölmargir þættir á sviði fjarskipta eru mældir svo sem aðgengi að gögnum og gæði þeirra, fjöldi fastlínunotenda og farsímanotenda, tölvueign, aðgengi að netinu, bandvídd og þróun verðlags í fjarskiptum.

Lesa meira

Samráð ESB um endurskoðun reglugerðar um hóp- og áætlunarferðir - 16.12.2016

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um endurskoðun á reglugerð um aðgang að alþjóðamarkaði fyrir hóp- og áætlunarferðir. Samráðið stendur til 15. mars 2017.

Lesa meira

Drög að breytingum á reglugerð um flugvernd til umsagnar - 15.12.2016

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að breytingum á reglugerð um flugvernd. Með breytingunum er leitast við að tryggja að ákvæði reglugerðarinnar endurspegli að fullu alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins hvað varðar flugverndarráðstafanir. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 28. desember og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Breyting á reglugerð um girðingar meðfram vegum til umsagnar - 15.12.2016

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um girðingar meðfram vegum. Með breytingunni er aðallega verið að endurskoða og uppfæra fjárhæðir í viðauka reglugerðarinnar. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 28. desember og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Almenn framlög vegna þjónustu við fatlað fólk 2017 - 9.12.2016

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 2. desember síðastliðnum um áætlaða úthlutun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2017.

Lesa meira

Umsóknarferli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017 hafið - 9.12.2016

Fjarskiptasjóður auglýsir nú umsóknarferli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt sem er landsátak stjórnvalda í uppbyggingu ljósleiðarakerfa utan markaðssvæða í dreifbýli. Verkefnið hófst formlega síðastliðið vor með 450 milljón króna styrkveitingu fjarskiptasjóðs til 14 sveitarfélaga sem hlutskörpust urðu í samkeppni um þann styrk. Önnur fjármögnun kemur frá þeim sem tengjast, sveitarfélögunum sjálfum og fjarskiptafyrirtækjum eftir atvikum.

Lesa meira

Embætti héraðsdómara laust til setningar - 9.12.2016

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við héraðsdóm Reykjavíkur til setningar frá og með 1. janúar 2017 til og með 31. maí 2017. Ráðherra setur í embættið að fenginni ábendingu dómstólaráðs, sbr. 2. mgr. 20. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Lesa meira

Þinglýsingatími verði styttur í tvo til þrjá virka daga - 7.12.2016

Embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að stytta afgreiðslutíma þinglýstra skjala hjá embættinu niður í tvo til þrjá virka daga en hann hefur undanfarið verið allt að 12 virkir dagar. Embættið fékk ráðgjafa til að fara yfir verklag og innanríkisráðuneytið hefur samþykkt að veita embættinu viðbótarfjárveitingu til að ná þessu markmiði.

Lesa meira

Áfrýjunarupphæð vegna einkamála 2017 auglýst - 7.12.2016

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst hækkun á áfrýjunarfjárhæð vegna einkamála en samkvæmt lögum um meðferð einkamála skal auglýsa breytingu á fjárhæðinni miðað við breytingu á lánskjaravísitölu. Áfrýjunarfjárhæðin fyrir árið 2017 er 804.146 krónur.

Lesa meira

Hringtengingu ljósleiðara um Vestfirði lokið - 2.12.2016

Lokið er lagningu ljósleiðara milli Ísafjarðar og Hrútafjarðarbotns og er þar með komin á hringtenging ljósleiðara um Vestfirði. Samhliða lagningu ljósleiðara var þriggja fasa rafstrengur lagður í jörð og með þessum aðgerðum styrkjast fjarskipta- og raforkuinnviðir á Vestfjörðum verulega.

Lesa meira

Persónuvernd, tölvurannsóknir og netöryggi meðal umræðuefna á UT-degi - 1.12.2016

Stefnumót við örugga framtíð, ógnir, tækifæri og áskoranir voru umfjöllunarefni UT-dagsins í ár en hann hefur verið haldinn árlega frá 2006. Að deginum standa innanríkisráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Skýrslutæknifélag Íslands. Tilgangur dagsins er að fjalla um það sem er efst á baugi í upplýsingatæknimálum hjá stjórnsýslunni.

Lesa meira

Drög að breytingu á umferðarlögum vegna bílastæðagjalda til umsagnar - 25.11.2016

Drög að breytingu á umferðarlögum eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Tilgangur breytingarinnar að heimila ráðherra og sveitarstjórnum að ákveða gjald fyrir bílastæði og þjónustu kringum þau. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um frumvarpsdrögin til og með 5. desember næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is

Lesa meira

Skrifað undir tvo árangursstjórnunarsamninga - 25.11.2016

Nýlega var skrifað undir árangursstjórnunarsamninga innanríkisráðuneytis við embætti sýslumanns á Suðurlandi og embætti sýslumanns á Suðurnesjum. Hafa slíkir samningar verið gerðir við flest sýslumannsembætti landsins síðustu vikur og mánuði.

Lesa meira

Drög að reglugerð um stjórn lögreglurannsókna til umsagnar - 23.11.2016

Drög að reglugerð um stjórn lögreglurannsókna og samvinnu héraðssaksóknara og lögreglustjóra við rannsókn sakamála eru nú til umsagnar á vef innanríkisráðuneytisins. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um reglugerðardrögin til og með 2. desember næstkomandi. Umsagnir skal senda á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Dagur upplýsingatækninnar haldinn 1. desember næstkomandi - 22.11.2016

Stefnumót við örugga framtíð – ógnir, tækifæri og áskoranir í nýrri löggjöf um netöryggi og persónuvernd er yfirskrift ráðstefnu á degi upplýsingatækninnar sem haldinn verður fimmtudaginn 1. desember næstkomandi. Ráðstefnan fer fram á Grand Hóteli Reykjavík og hefst dagskráin kl. 13.

Lesa meira

Minnst þeirra sem hafa látist í umferðarslysum - 20.11.2016

Minnst var þeirra sem látist hafa í umferðarslysum með athöfn í morgun við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík. Jafnframt var þeim starfsstéttum þakkað sem veita hjálp og þjónustu þegar slys verður, svo sem bráðaliðum, heilbrigðisstarfsfólki, lögreglu, björgunarsveitum og Landhelgisgæslu.

Lesa meira

Drög að reglugerð um þjóðfánann til umsagnar - 18.11.2016

Drög að reglugerð um notkun þjóðfánans er nú til umsagnar á vef innanríkisráðuneytisins. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um reglugerðardrögin til og með 5. desember næstkomandi. Umsagnir skal senda á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Happdrættis- og spilamarkaðurinn á Íslandi 2015 - 18.11.2016

Velta innlenda happdrættis- og spilamarkaðarins árið 2015 var 17,9 milljarðar króna hjá fyrirtækjum sem starfa með leyfi yfirvalda. Af þessum fjárhæðum er greitt í vinninga og þá standa eftir svokallaðar brúttóspilatekjur (BST) 6,9 milljarðar króna. Þetta er alþjóðleg skilgreining, Gross Gaming Revenue; GGR.

Lesa meira

Vegna frétta af málefnum hælisleitenda - 17.11.2016

Vegna frétta undanfarið af málefnum hælisleitenda vill innanríkisráðuneytið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Lesa meira

Rætt um framtíðarbílinn og samspil sjálfvirkni bíla og vegakerfa - 17.11.2016

Ráðstefnan Bílar, fólk og framtíðin fór fram í Reykjavík í dag þar sem fjallað var einkum um tækniþróun og framtíð bílsins og umferðarinnar. Innlendir og erlendir sérfræðingar fluttu erindi um tækninýjungar og öryggisbúnað í bílum, sjálfvirkni og sjálfkeyrandi bíla. Einnig var fjallað um stöðu, þróun og framtíðaráform í bílum og samgöngum. Að ráðstefnunni stóð Vista Expo ehf. í samstarfi við Vegagerðina og Samgöngustofu og nokkra samstarfsaðila.

Lesa meira

Minnst þeirra sem látist hafa í umferðarslysum - 15.11.2016

Sunnudaginn 20. nóvember verður minnst þeirra sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Efnt verður til þessarar athafnar í fimmta sinn og er hliðstæð athöfn víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu.

Lesa meira

Næsti föstudagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna - 12.11.2016

Næstkomandi föstudagur, 18. nóvember, verður helgaður fræðslu um mannréttindi barna í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. Tilgangurinn er að minna á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en sáttmálinn var undirritaður á allsherjarþingi SÞ 20. nóvember árið 1989.

Lesa meira

Ráðstefna um bíla, fólk og framtíðina - 11.11.2016

Ráðstefna um bíla fólk og framtíðina verður haldin í Hörpu í Reykjavík fimmtudaginn 17. nóvember næstkomandi. Fjallað verður um bílgreinina, umhverfi hennar, umferðaröryggi, stöðu, þróun og framtíðaráform í bílum og samgöngum. Að ráðstefnunni sendur Vista Expo ehf. í samstarfi við Vegagerðina og Samgöngustofu.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um rafrænar þinglýsingar til umsagnar - 3.11.2016

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um þinglýsingar (rafrænar þinglýsingar) eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 28. nóvember næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Fjölmargir ræddu stöðu mannréttinda á Íslandi á fundi hjá SÞ - 1.11.2016

Fulltrúar kringum 60 ríkja voru á mælendaskrá á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag þegar fjallað var um stöðu mannréttinda á Íslandi. Í kjölfar inngangsræðu Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytis og formanns sendinefndar Íslands, tóku margir til máls með spurningar og ábendingar. Í kjölfarið munu íslensk stjórnvöld taka afstöðu til tilmæla sem fram koma í þeim umræðum.

Lesa meira

Fundur á netinu hjá SÞ í Genf um mannréttindi á Íslandi - 1.11.2016

Staða mannréttinda á Íslandi er nú til umfjöllunar á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf. Fundurinn stendur milli kl. 13.30 og 17 að íslenskum tíma og er unnt að fylgjast með honum í streymi á netinu.

Lesa meira

Staða mannréttindamála á Íslandi tekin fyrir á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum - 31.10.2016

Staða mannréttinda á Íslandi verður tekin fyrir á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf á morgun, þriðjudag. Sendinefnd Íslands leggur þar til grundvallar skýrslu um stöðu mála og greinir frá því til hvaða aðgerða hefur verið gripið í kjölfar síðustu úttektar mannréttindaráðsins þar sem lögð voru fram allmörg tilmæli.

Lesa meira

Kjörstöðum verður víðast hvar lokað klukkan 22 í kvöld - 29.10.2016

Kosið er til Alþingis í dag og eru alls 246.515 manns á kjörskrá. Kjörstaðir eru langflestir opnir til klukkan 22 í kvöld en nefna má að í Grímsey er kosningu lokið og var kjörkassinn þaðan kominn á talningarstað á Akureyri nokkru eftir hádegið í dag.

Lesa meira

Margvísleg þjónusta veitt á kjördag - 28.10.2016

Kosið verður til Alþingis á morgun, laugardaginn 29. október. Á kjörskrá eru alls 246.515 kjósendur eða 3,7% fleiri en voru á kjörskrá við síðustu alþingiskosningar 27. apríl 2013. Konur eru 123.627 og karlar 122.888. Kjörstaðir verða yfirleitt opnir frá klukkan 9 árdegis til 22 að kvöldi.

Lesa meira

Samráð um reglur um flutninga á vegum - 28.10.2016

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf í september 2016 opið samráð um að bæta félagslegar reglur í flutningum á landi eða the social legislation in road transport. Samráðið stendur til 11. desember 2016.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um ökuskírteini - 27.10.2016

Innanríkisráðuneytið hefur til umsagnar drög að breytingu á reglugerð um ökuskírteini. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 9. nóvember næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Skýrsla um stöðu mannréttindamála á Íslandi - 27.10.2016

Komin er út íslensk þýðing á skýrslu stjórnvalda vegna allsherjarúttektar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála á Íslandi (Universal Periodic Review – UPR). Í skýrslunni er farið yfir hvernig íslensk stjórnvöld hafa fylgt eftir tilmælum eftir fyrri úttekt SÞ og greint frá til hvaða aðgerða hefur verið gripið til að bæta stöðu mannréttindamála á Íslandi.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um farþegaflutninga og farmflutninga á landi til umsagnar - 26.10.2016

Til umsagnar eru hjá innanríkisráðuneytinu drög að lagafrumvarpi um farþegaflutninga og farmflutninga á landi. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um frumvarpið til 9. nóvember næstkomandi og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Vega- og umferðareftirlit fært frá Samgöngustofu til lögreglu - 25.10.2016

Samningur um flutning vega- og umferðareftirlits frá Samgöngustofu til þriggja embætta lögreglustjóra hefur verið undirritaður. Felur verkefnið í sér eftirlit með stærð og þyngd ökutækja, hleðslu og frágangi farms, aksturs- og hvíldartíma ökumanna og fleira samkvæmt nánari skilgreiningu samningsins og hefur lögreglan annast þetta eftirlit frá byrjun ársins.

Lesa meira

Dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna - 25.10.2016

Dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna verður haldinn í grunnskólum og framhaldsskólum landsins í næsta mánuði. Tilgangurinn er að minna á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en sáttmálinn var undirritaður á allsherjarþingi SÞ 20. nóvember árið 1989.

Lesa meira

Aðgerðir til að flýta afgreiðslu umsókna um hæli - 19.10.2016

Fyrstu níu mánuði ársins sóttu 560 einstaklingar um vernd hér á landi og á undanförnum sex vikum hafa rúmlega 300 manns sótt um vernd. Útlendingastofnun afgreiddi 486 umsóknir fyrstu níu mánuði ársins. Ef taldir eru þeir sem sótt hafa um nú í október er fjöldi umsækjenda um vernd alls 684.

Lesa meira

Rannsakendur flugslysa á ráðstefnu í Reykjavík - 18.10.2016

Nú stendur yfir í Reykjavík ráðstefna International Society of Air Safety Investigators, ISASI, sem eru samtök rannsóknarnefnda flugslysa en samtökin eru með aðalasetur í Bandaríkjunum og svæðisskrifstofur víða um heim. Rannsóknarnefnd samgönguslysa á Íslandi er gestgjafi ráðstefnunnar og setti Þorkell Ágústsson, rannnsóknarstjóri flugsviðs og rekstrarstjóri nefndarinnar, ráðstefnuna í morgun.

Lesa meira

Sýslumaður á Austurlandi og ráðuneytið gera með sér samning um árangursstjórnun - 14.10.2016

Embætti sýslumannsins á Austurlandi og innanríkisráðuneytið hafa gert með sér árangursstjórnunarsamning þar sem kveðið er á um gagnkvæmar skyldur ráðuneytis og embættis sýslumanns. Samninginn undirrituðu Lárus Bjarnason, sýslumaður á Austurlandi, og Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis.

Lesa meira

Auglýst eftir verkefnisstjóra við þjónustumiðstöð fyrir brotaþola ofbeldis - 14.10.2016

Staða verkefnisstjóra við Bjarkahlíð í Reykjavík – þjónustumiðstöð fyrir brotaþola ofbeldis – hefur verið auglýst laus til umsóknar. Rekstur þjónustumiðstöðvarinnar er tilraunaverkefni sem reka á til ársloka 2018 og er gert ráð fyrir að starfsemin hefjist í byrjun næsta árs.

Lesa meira

Fjölmenni á ráðstefnu um réttarstöðu og velferð barna við andlát foreldris - 13.10.2016

Fjölmenni sótti ráðstefnu um réttarstöðu og velferð barna við andlát foreldris sem innanríkisráðuneyti og velferðarráðuneyti stóðu fyrir í gær ásamt Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Sérfræðingar fjölluðu um ýmsar hliðar málsins með erindum og ræddu efnið í pallborði.

Lesa meira

Kjörstöðum fjölgað vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar - 12.10.2016

Samkvæmt samkomulagi sem sýslumenn og Samband íslenskra sveitarfélaga gerðu hafa nokkur sýslumannsembætti, í samvinnu við sveitarfélög, fjölgað kjörstöðum til að auðvelda íbúum í umdæmum sínum að greiða atkvæði utan kjörfundar.

Lesa meira

Fundur með forstöðumönnum stofnana innanríkisráðuneytis - 12.10.2016

Innanríkisráðuneytið efndi í gær til fundar með forstöðumönnum stofnana ráðuneytisins og sótti hann nokkuð á fimmta tug manna. Á dagskrá fundarins var að greina frá nýju skipuriti ráðuneytisins sem tekið hefur gildi og síðan að fjalla um fjármál og fjárlagagerð og fjármálaáætlun áranna 2017 til 2021.

Lesa meira

Ráðstefna um réttarstöðu og velferð barna við andlát foreldris - 11.10.2016

Minnt er á ráðstefnu um réttarstöðu og velferð barna við andlát foreldris sem innanríkisráðuneytið stendur að ásamt velferðarráðuneyti og Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Hún fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík á morgun, miðvikudag 12. október, og stendur millil klukkan 9 og 12.

Lesa meira

Skrifað undir þjónustusamning Neytendasamtakanna og innanríkisráðuneytis - 7.10.2016

Fulltrúar innanríkisráðuneytis og Neytendasamtakanna skrifuðu í gær undir þjónustusamning sem gildir út árið 2017. Hliðstæðir samningar hafa verið gerðir síðustu árin og verður framlag ráðuneytisins til samtakanna alls 16,2 milljónir króna á þessum tíma.

Lesa meira

Tveimur sérfræðingum í málefnum barna bætt við til að sinna sáttameðferð og sérfræðiráðgjöf - 5.10.2016

Ráðnir hafa verið tveir nýir sérfræðingar í málefnum barna hjá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu til að sinna sáttmeðferð og sérfræðiráðgjöf og sinna nú fjórir sérfræðingar þessum verkefnum á landsvísu. Sáttameðferð er grundvölluð á breytingu á barnalögum sem tók gildi 2013. Í 33. gr. a laganna segir að áður en krafist er úskurðar eða höfðað mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför sé foreldrum skylt að leita sátta sem er útlistuð nánar í greininni.

Lesa meira

Stofnun þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis undirbúin - 4.10.2016

Þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis tekur til starfa í Reykjavík í byrjun næsta árs. Viljayfirlýsing samstarfsaðila þess efnis var undirrituð í nýuppgerðu húsnæði miðstöðvarinnar í Bjarkahlíð í Bústaðahverfi í Reykjavík í dag.

Lesa meira

Drög að reglugerð um vigtun gáma um borð í skipum til umsagnar - 4.10.2016

Innanríkisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um sannprófun á þyngd hlaðinna gáma um borð í skipum. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 25. október næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að reglugerðum um vogir og mælitæki til umsagnar - 30.9.2016

Innanríkisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerðum, annars vegar um mælitæki og hins vegar um framleiðslu ósjálfvirks vogarbúnaðar. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um reglugerðardrögin og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is eigi síðar en 10. október næstkomandi.

Lesa meira

Ráðstefna um réttarstöðu og velferð barna við andlát foreldris - 29.9.2016

Ráðstefna um réttarstöðu og velferð barna við andlát foreldris verður haldin í Norræna húsinu í Reykjavík miðvikudaginn 12. október næstkomandi og stendur frá klukkan 9 til 12. Verður þar fjallað um rannsóknir á stöðu barna við slíkar aðstæður, íslensk lög sem málið snerta, sagt frá tilraunaverkefni og endað á pallborðsumræðum um efnið.

Lesa meira

Stuðlað að því að mannréttindasjónarmiða gæti við stefnumótun og lagasetningu - 28.9.2016

Með bréfi 28. maí 2015 til forseta Alþingis tilkynnti Ólöf Nordal innanríkisráðherra um þá fyrirætlun sína að leggja fyrir Alþingi skýrslu um mannréttindi og um aukna samvinnu ráðuneytisins og Alþingis til að tryggja bætta upplýsingagjöf til þingsins um málefnasviðið. Mannréttindasjónarmiða gætir með margvíslegum hætti í flestum verkefnum hins opinbera, líkt og sjónarmiða um jafnrétti, og eru mannréttindi án vafa eitt af stærstu viðfangsefnum nútímans.

Lesa meira

Þjóðskrá Íslands opnar fyrir aðgang að kjörskrárstofni - 28.9.2016

Þjóðskrá Íslands hefur opnað fyrir aðgang að kjörskrárstofni sem þýðir að kjósendur geta með einföldum hætti kannað hvar þeir eru skráðir á kjörskrá í komandi þingkosningum. Á vefnum kosning.is er innsláttarform þar sem hægt er að kalla fram upplýsingar úr kjörskrárstofninum.

Lesa meira

Skýrslu innanríkisráðherra um mannréttindi dreift á Alþingi í dag - 27.9.2016

Skýrslu innanríkisráðherra um mannréttindi hefur verið dreift á Alþingi. Vorið 2015 tilkynnti innanríkisráðherra forseta Alþingis með bréfi þá fyrirætlun sína að leggja fyrir Alþingi skýrslu um mannréttindi og um aukna samvinnu ráðuneytisins og Alþingis til að bæta upplýsingagjöf til þingsins um málefnasviðið. Fjallað er um mannréttindi á alþjóðavísu, mannréttindi á Íslandi og mögulegar umbætur.

Lesa meira

Styrkja verkefni til að hvetja til aukinnar kosningaþátttöku ungs fólks - 26.9.2016

Innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga styrkja verkefnið Skuggakosningar sem Landssamband æskulýðsfélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa fyrir. Markmið verkefnisins er að hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun í kjörklefanum í von um að kosningaþátttaka ungs fólks muni aukast.

Lesa meira

Hljóðdemparar leyfðir á stærri veiðiriffla með breytingu á reglugerð - 23.9.2016

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um skotvopn, skotfæri og fleira og er breytingin þess efnis að leyfðir verða svonefndir hljóðdemparar á stærri veiðiriffla. Með notkun þeirra minnkar hávaðinn niður fyrir sársaukamörk sem dregur úr hættu á heyrarskemmdum og er hér því um öryggisatriði að ræða. Engu að síður þurfa veiðimenn að nota heyrnarhlífar.

Lesa meira

Árétting frá innanríkisráðuneytinu - 23.9.2016

Vegna umræðu um afstöðu innanríkisráðuneytisins til tillagna nefndar um dómarastörf um birtingu upplýsinga um aukastörf dómara og eignarhluti dómara í félögum vill ráðuneytið árétta að ekki var lagst gegn tillögum nefndar um dómarastörf við gerð nýrra dómstólalaga og bendir á eftirfarandi:

Lesa meira

Vefsvæði fyrir alþingiskosningarnar 29. október opnað á kosning.is - 22.9.2016

Á vefnum kosning.is eru birtar fréttir og upplýsingar er varða undirbúning og framkvæmd alþingiskosninganna 29. október næstkomandi.

Lesa meira

Framlög og gjöld Jöfnunarsjóðs rúmur 41 milljarður króna árið 2015 - 21.9.2016

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fór fram í dag í Reykjavík og hófst með ávarpi Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Þá var flutt skýrsla um starfsemi sjóðsins á síðasta ári og reikningar kynntir. Þá kynnti Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, formaður verkefnisstjórnar um styrkingu sveitarstjórnarstigsins, verkefnið staða og framtíð íslenskra sveitarfélaga og Þórunn M. Óðinsdóttir stjórnunarráðgjafi fjallaði um straumlínustjórnun.

Lesa meira

Málþing um verkefnastjórnsýslu - 21.9.2016

Innanríkisráðuneytið stóð í dag fyrir málþingi undir heitinu: Markviss notkun fjármuna til samgönguframkvæmda í samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Þar fjölluðu  sérfræðingar um verkefnastjórnsýslu þ.e. um undirbúning og verklag við opinberar framkvæmdir. Einnig var kynnt skýrslan Verkefnastjórnsýsla: Markviss notkun fjármuna til samgönguframkvæmda en innanríkisráðherra skipaði seint á síðasta ári vinnuhóp til að kana hvernig háttað væri undirbúningi, kostnaðarmati og útboðum stærri verka.

Lesa meira

Skýrsla um verkefnastjórnsýslu komin út - 21.9.2016

Skýrslan Verkefnastjórnsýsla: Markviss notkun fjármuna til samgönguframkvæmda er komin út en hún fjallar um ýmsar hliðar verkefnastjórnsýslu og hvernig hugmyndafræði hennar nýtist við framkvæmdir. Skýrslan var kynnt á málþingi um verkefnastjórnsýslu sem innanríkisráðuneytið stendur að ásamt Háskólanum í Reykjavík.

Lesa meira

Íslenskum ríkisborgurum sem hafa verið búsettir erlendis lengur en átta ár gert kleift að kjósa - 17.9.2016

Innanríkisráðuneytið vill vekja athygli á að með breytingu á lögum um kosningar til Alþingis hefur íslenskum ríkisborgurum, sem búsettir hafa verið erlendis lengur en átta ár og sem sóttu ekki um að verða teknir á kjörskrá fyrir 1. desember 2015, verið gert kleift að kjósa í komandi alþingiskosningum.

Lesa meira

Drög að breytingum á lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa til umsagnar - 16.9.2016

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 30. september næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Samið um samstarf um aðstoð við sjálfviljuga heimför umsækjenda um vernd - 16.9.2016

Útlendingastofnun og Alþjóða fólksflutningastofnunin (International Organization for Migration, IOM) hafa samið um tilraunaverkefni sem snýst um aðstoð við sjálfviljuga heimför umsækjenda um vernd á Íslandi. Viðræður fulltrúa IOM, Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneytis hafa staðið síðustu misseri. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, sagði við kynningu á samningnum að hann væri mikilvægur liður í þeim umbótum í útlendingamálum sem ráðuneytið og samstarfsaðilar hefðu unnið að.

Lesa meira

Málþing í næstu viku um markvissa notkun fjármuna til samgönguframkvæmda - 15.9.2016

Innanríkisráðuneytið stendur í næstu viku í samvinnu við Háskólann í Reykjavík fyrir málþingi undir heitinu: Markviss notkun fjármuna til samgönguframkvæmda. Þar munu nokkrir sérfræðingar fjalla um verkefnastjórnsýslu þ.e. um undirbúning og verklag við opinberar framkvæmdir.

Lesa meira

Þingsályktunartillaga um fullgildingu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögð fyrir Alþingi - 14.9.2016

Ólöf Nordal innanríkisráðherra kynnti stöðu fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Samþykkti ríkisstjórnin að lögð yrði fram þingsályktunartillaga um fullgildingu samningsins og mælti utanríkisráðherra fyrir henni á Alþingi í gær.

Lesa meira

Árangursstjórnunarsamningur gerður við sýslumann á Norðurlandi eystra - 14.9.2016

Embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra og innanríkisráðuneytið hafa gert með sér árangursstjórnunarsamning þar sem kveðið er á um gagnkvæmar skyldur ráðuneytisins og sýslumanns. Samningurinn er til fimm ára og undir hann skrifuðu Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Svavar Pálsson, sýslumaður á Norðurlandi eystra.

Lesa meira

Alls hafa 384 einstaklingar sótt um vernd á árinu - 13.9.2016

Alls höfðu 384 einstaklingar sótt um vernd á Íslandi til loka ágústmánaðar en á sama tíma á síðasta ári höfðu 156 umsóknir borist. Það sem af er september hefur umsækjendum ekki fækkað en alls voru þeir orðnir um 60 eftir fyrstu 12 daga mánaðarins eða fimm manns á dag að meðaltali. Þetta kemur fram í tölfræði hjá Útlendingastofnun.

Lesa meira

Skrifuðu undir árangursstjórnunarsamning - 12.9.2016

Embætti sýslumannsins á Vestfjörðum og innanríkisráðuneytið hafa gert með sér árangursstjórnunarsamning þar sem kveðið er á um gagnkvæmar skyldur ráðuneytisins og sýslumanns. Samningurinn er til fimm ára og undir hann skrifuðu Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Jónas Guðmundsson, sýslumaður á Vestfjörðum.

Lesa meira

Stefnumótun og framtíðarsýn meðal umfjöllunarefna á þingi Fjórðungssambands Vestfirðinga - 9.9.2016

Sóknaráætlun, stefnumótun Fjórðungssambands Vestfirðinga, framtíðarsýn um stoðkerfi atvinnu- og byggðaþróunar og svæðisskipulag eru meðal umfjöllunarefna á haustþingi Fjórðungssambandsins sem nú stendur á Hólmavík. Ólöf Nordal innanríkisráðherra flutti ávarp í upphafi fundar og fjallaði um samgöngumá, fjarskiptamál og sveitarstjórnarmál.

Lesa meira

Námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður - 7.9.2016

Prófnefnd um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður hefur ákveðið að halda námskeið haustið 2016. Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar.

Lesa meira

Drög að reglugerð um slysavarnir í höfnum til umsagnar - 2.9.2016

Innanríkisráðuneytið hefur nú til umsagnar drög að reglugerð um slysavarnir í höfnum. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 18. september næstkomandi á netfangið postur@irr.is

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir til umsagnar - 2.9.2016

Innanríkisráðuneytið hefur nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir nr. 166/2016, með síðari breytingu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 12. september næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Nýtt skipurit innanríkisráðuneytisins í gildi í dag - 1.9.2016

Nýtt skipurit innanríkisráðuneytisins tekur gildi í dag, 1. september 2016, og eru skrifstofur ráðuneytisins nú sjö. Skipulagi og nöfnum skrifstofanna hefur verið breytt og málaflokkar og verkefni færð á milli skrifstofa. Breytingarnar hafa verið í undirbúningi um nokkurt skeið en eldra skipurit er frá stofnun ráðuneytisins 1. janúar 2011.

Lesa meira

Yfirlit um verkefni 2016 og 2017 komið út - 31.8.2016

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út yfirlit yfir helstu verkefni ráðuneytisins árin 2016 og 2017 á hinum ýmsu málefnasviðum sem heyra undir ráðuneytið. Má þar nefna verkefni er varða réttindi einstaklinga, almannaöryggi, réttaröryggi, samgöngumál, sveitarstjórnarmál, póst- og fjarskiptamál og rafræn samskipti. Lesendur eru hvattir til að senda ráðuneytinu ábendingar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að lagabreytingum vegna stofnunar millidómstigs til umsagnar - 31.8.2016

Innanríkisráðuneytið óskar umsagna við frumvarp til breytinga á ýmsum lögum vegna stofnunar millidómstigs. Unnt er að senda umsagnir á netfangið postur@irr.is til og með 6. september 2016.

Lesa meira

Innanríkisráðherra leggur til formlegar viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar - 30.8.2016

Innanríkisráðherra hefur í dag sent Reykjavíkurborg bréf þar sem lagt er til að ríki og Reykjavíkurborg hefji hið fyrsta formlegar viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar í samráði við önnur sveitarfélög og hagsmunaaðila. Í bréfinu kemur fram að innanríkisráðherra telji afar mikilvægt að ríki og Reykjavíkurborg vinni saman að því að ná víðtækri sátt um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Lesa meira

Síðasta útskrift úr Lögregluskóla ríkisins - 26.8.2016

Í dag voru síðustu nemendurnir útskrifaðir úr Lögregluskóla ríkisins sem nú verður lagður niður og lögreglunámið fært á háskólastig. Sextán lögreglumenn voru útskrifaðir, 5 konur og 11 karlar. Háskólanum á Akureyri hefur verið falið að annast kennslu og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða og um leið hefur verið stofnað mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar sem heyrir undir ríkislögreglustjóra.

Lesa meira

Rætt um samstarf opinberra aðila og einkaaðila um innviðaframkvæmdir - 25.8.2016

Samstarf opinberra aðila og einkaaðila um innviðaframkvæmdir var til umræðu á morgunverðarfundi Deloitte og Samtaka iðnaðarins í gær þar sem flutt voru nokkur erindi um efnið. Ólöf Nordal innanríkisráðherra ávarpaði fundinn og sagði að brýnt væri að auka opinbera fjárfestingu í innviðum og að við henni blasti að ráðast yrði í fjárfrekar vegaframkvæmdir.

Lesa meira

Samráð hjá ESB vegna kynjajafnréttis í samgöngum - 23.8.2016

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um jafnrétti kynja í samgöngum. Samráðinu á að ljúka í lok október 2016.

Lesa meira

Innanríkisráðuneytið og Fjarðabyggð sameinast um framkvæmdir á Norðfjarðarflugvelli - 22.8.2016

Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, skrifuðu í dag undir samning um að sameinast um framkvæmdir á Norðfjarðarflugvelli. Fjarðabyggð leggur til 76 milljónir króna í verkefnið og ríkissjóður rúmlega 82 milljónir.

Lesa meira

Samráð ESB um útleigu á vöruflutningabílum - 22.8.2016

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf nýlega opið samráð um endurskoðun tilskipunar um notkun vöruflutninga bifreiða sem leigðar hafa verið af bílaleigum til flutninga á vörum á vegum. Samráðið stendur til 4. nóvember 2016.

Lesa meira

Drög að breytingu að reglugerð um skotvopn til umsagnar - 22.8.2016

Innanríkisráðuneytið birtir nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð nr. 787/1998 um skotvopn, skotfæri o.fl. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 29. ágúst nk. og skulu umsagnir berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Viðmiðunarfjárhæðir vegna aðstoðar við sameiningar sveitarfélaga hækkaðar - 19.8.2016

Breytt hefur verið vinnureglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna úthlutunar fjárhagslegrar aðstoðar Jöfnunarsjóðs til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga. Hafa viðmiðunarfjárhæðir verið hækkaðar en þeim var síðast breytt árið 2008.

Lesa meira

Innanríkisráðuneytið sneri við úrskurði sýslumanns - 19.8.2016

Innanríkisráðuneytið hefur sent sýslumönnum landsins bréf þar sem fram kemur að það hafi ástæðu til að ætla að nokkurs misræmis gæti í því hvers konar gagna sýslumenn krefjist við könnun hjónavígsluskilyrða þegar um erlend hjónaefni er að ræða svo og hvernig þau gögn séu metin.

Lesa meira

Sveitarstjórnarráðherrar fjölluðu um lýðræðisþróun og samráð við íbúa - 18.8.2016

Lýðræðisþróun í sveitarfélögum, samráð við íbúa og hvernig sveitarfélög geta sem best sinnt verkefnum sínum voru meðal helstu umfjöllunarefna á fundi sveitarstjórnarráðherra Norðurlanda í Reykjavík í dag. Fulltrúar ríkjanna röktu til dæmis hvernig háttað er lýðræðisþróun í sveitarfélögum á Norðurlöndum.

Lesa meira

Norrænir sveitarstjórnarráðherrar þinga í Reykjavík - 17.8.2016

Fundur sveitarstjórnarráðherra frá Norðurlöndum fer fram í Reykjavík á morgun og er Ólöf Nordal innanríkisráðherra gestgjafi fundarmanna. Fundur embættismanna landanna fer fram í dag.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um talnagetraunir til umsagnar - 17.8.2016

Innanríkisráðuneytið hefur nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár með síðari breytingum. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 26. ágúst næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Samráð ESB vegna mengunar frá bílaumferð - 17.8.2016

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur nú fyrir samráði á tveimur sviðum vegna reglugerða um mengun frá bílaumferð. Annað samráðið fjallar um hvernig eigi að setja evrópskar reglur um að fylgjast með og miðla upplýsingum um eyðslu flutningabíla og rútubíla og mengun frá þeim. Hitt snýr að endurskoðun tveggja  reglugerða þar sem sett eru markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá einkabílum og sendibílum og settir fram staðlar þar um.

Lesa meira

Tölvubrotadeild lögreglu verði efld - 16.8.2016

Ólöf Nordal innanríkisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun áform um að efla tölvubrotadeild lögreglunnar með því að fjölga stöðugildum og bæta tæknimenntun lögreglumanna sem sinna tölvuglæpum. Er það meðal tillagna nefndar sem hafði það hlutverk að gera úttekt á umfangi ólöglegs niðurhals á netinu á höfundarréttarvörðu efni hér á landi og hvort íslensk lagaumgjörð veiti slíku efni nægjanlega vernd.

Lesa meira

Samráð um endurskoðun á tilskipun um losun úrgangs í hafið - 12.8.2016

Þann 13. júlí síðastliðinn hófst á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins opið samráð um endurskoðun á tilskipun 2000/59/EB um aðstöðu í höfnum til að taka á móti úrgangi og farmleifum úr skipum. Samráðið stendur til 16. október næstkomandi.

Lesa meira

Skýrsla um mannréttindamál send Sameinuðu þjóðunum - 10.8.2016

Skýrsla um stöðu mannréttindamála hér á landi hefur nú verið send til Sameinuðu þjóðanna en hún er hluti af reglubundinni allsherjarúttekt samtakanna á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum. Skýrslan verður tekin fyrir á fundi hjá vinnuhópi Sameinuðu þjóðanna í Genf í nóvember og er gert ráð fyrir að innanríkisráðherra verði viðstaddur fyrirtökuna.

Lesa meira

Aukin þjónusta við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar - 4.8.2016

Aukið var verulega við þjónustu við þá sem kjósa vildu utan kjörfundar hér á landi í aðdraganda forsetakosninganna 25. júní síðastliðinn. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fór fram hjá sýslumannsembættum um land allt. Fækkun embættanna hafði engin áhrif á þjónustu þeirra, enda eru afgreiðslustaðir sýslumanna eftir sem áður jafnmargir.

Lesa meira

Sáttameðferð til þess fallin að leysa mikinn hluta ágreiningsmála - 27.7.2016

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út skýrslu um árangur af meðferð sáttameðferðar en með breytingum á barnalögum árið 2012 (lög nr. 61/2012 og nr. 144/2012) var lögfest það nýmæli að foreldrar eru skyldugir til að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál vegna forsjár og fleira. Lögin tóku gildi í janúar 2013. Markmið sáttameðferðar er að aðstoða foreldra við að semja um þá lausn sem barni er fyrir bestu.

Lesa meira

Stefnumótun, skipulagsbreytingar og undirbúningur nýrra stofnana meðal helstu verkefna 2015 - 21.7.2016

Viðamiklar skipulagsbreytingar, vinna í stefnumótun, undirbúningur stofnunar millidómstigs og margs konar tölfræði um starfsemi innanríkisráðuneytisins er meðal efnis í fyrsta ársriti ráðuneytisins sem gefið er út rafrænt. 

Lesa meira