Fréttir innanríkisráðuneytisins 2011-2017

Fyrirsagnalisti

Stofnun stýrihóps um mannréttindi undirbúin - 26.4.2017

Innanríkisráðuneytið undirbýr nú skipun stýrihóps Stjórnarráðsins um mannréttindi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti málið á ríkisstjórnarfundi í gær. Þá upplýsti ráðherra einnig að lokið væri allsherjarúttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála á Íslandi og er það í annað sinn sem slík úttekt fer fram hér á landi.

Lesa meira

Tólf umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis - 26.4.2017

Tólf umsóknir bárust um embætti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis sem auglýst var laust til umsóknar 10. apríl síðastliðinn. Dómsmálaráðherra hefur skipað þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda í samræmi við lög um Stjórnarráð Íslands.

Lesa meira

Tók þátt í ráðherrafundi um tölvuvæðingu - 26.4.2017

Jón Gunnarsson tók þátt í ráðherrafundi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkja um tölvuvæðingu.

Fundur ráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem hafa tölvu- og netvæðingu á sinni könnu fór fram í Osló í vikunni og tók Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þátt í fundinum. Ræddi hann meðal annars um þátt tölvuvæðingar í þróun og breytingum á vinnumarkaði og hversu brýnt væri að menntakerfið fylgdi samfélagsþróuninni.

Lesa meira

Illugi Gunnarsson verður formaður stjórnar Byggðastofnunar - 25.4.2017

Frá ársfundi Byggðastofnunar. Frá vinstri: Herdís Á. Sæmundardóttir, Illugi Gunnarsson og Ragnhildur Hjaltadóttir.

Ársfundur Byggðastofnunar er  haldinn í dag í Skagafirði og var tilkynnt um nýja stjórn stofnunarinnar á fundinum. Formaður hennar er Illugi Gunnarsson. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, flutti ávarp í upphafi fundar í fjarveru Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

Drög að breytingum á lögum vegna endurupptöku dómsmála - 25.4.2017

Drög að lagafrumvarpi til breytinga á lögum um dómstóla, lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Umsagnarfrestur til 26. maí og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Dómsmálaráðherra heimsótti sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu - 21.4.2017

Frá heimsókn ráðherra til sýslumannsins í höfuðborgarsvæðinu.

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, heimsótti í vikunni embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en þar undirritaði hún ásamt Þórólfi Halldórssyni, sýslumanni, árangursstjórnunarsamning við embættið.

Lesa meira

Skrifað undir samning um Dýrafjarðargöng - 20.4.2017

Skrifað undir samning um Dýrafjarðargöng. Frá vinstri: Jón Gunnarsson, Hreinn Haraldsson, Vaclav Soukup og Dofri Eysteinsson.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegamálastjóri og forráðamenn verktakafyrirtækjanna Suðurverks og Metrostav frá Tékklandi skrifuðu í dag undir samning um gerð Dýrafjarðarganga en fyrirtækin áttu lægsta tilboð af fimm í verkið. Undirbúningur framkvæmda getur nú hafist.

Lesa meira

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar starfshóp til að fara yfir lög um gatnagerðargjald - 19.4.2017

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp til að fara yfir lög um gatnagerðargjald en 1. júlí næstkomandi verða liðin 10 ár frá því að lögin gengu í gildi. Talið er tímabært að fara yfir reynsluna af framkvæmd laganna meðal annars með hliðsjón af fyrirliggjandi dómum og úrskurðum.

Lesa meira

Drög að reglugerð um gjaldtöku af umferð flutningabifreiða - 12.4.2017

Drög að reglugerð um gjaldtöku af umferð flutningabifreiða eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnir má senda ráðuneytinu á netfangið postur@irr.is til 24. apríl næstkomandi.

Lesa meira

Heimsótti embætti ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara - 12.4.2017

Dómsmálaaráðherra ræddi við sérsveitarmenn og kynnti sér búnað þeirra.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra heimsótti bæði embætti ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara í gær. Þar átti hún samtal við bæði forráðamenn og starfsmenn embættanna um verkefnin, áskoranir og það sem vel gengur.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir til umsagnar - 11.4.2017

Innanríkisráðuneytið hefur nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 1170/2012 með síðari breytingum. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 25. apríl næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Embætti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis auglýst - 10.4.2017

Embætti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis hefur verið auglýst

Gefnir hafa verið út þrír forsetaúrskurðir um Stjórnarráð Íslands sem taka eiga gildi 1. maí næstkomandi. Sú breyting verður á skiptingu ráðuneyta að nýtt dómsmálaráðuneyti og nýtt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti taka til starfa 1. maí og er það í samræmi við þingsályktun Alþingis sem samþykkt var 22. mars síðastliðinn.

Lesa meira