Hoppa yfir valmynd
18. apríl 2024 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið

Auglýst eftir umsóknum um nýsköpunar- og þróunarverkefni til að efla framhaldsfræðslu

Fræðslusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til nýsköpunar- og þróunarverkefna til að efla og þróa áfram vettvang framhaldsfræðslu. Framhaldsfræðsla er hvers konar nám, úrræði, ráðgjöf eða mat á raunfærni sem sérstaklega er ætluð fullorðnu fólki með stutta skólagöngu eða með skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku. Það getur t.d. verið vegna íslenskukunnáttu eða mismikillar starfsgetu. Fjögur forgangssvið hafa verið sett fram fyrir þessa úthlutun:

  • Þróa og skrifa námskrár sem miða að þjálfun og inngildingu fjölbreyttra hópa þátttakenda. Í námskrá er gerð ítarleg grein fyrir framkvæmd og mati á námi. 
  • Þróa nýjar leiðir til að nálgast fólk á aldrinum 20 – 35 ára, í samstarfi fræðsluaðila, framhaldsskóla og atvinnulífs, svo sem með starfsnámi og/eða raunfærnimati eftir því sem við á. 
  • Samstarfsverkefni um svæðisbundna fræðslu og/eða þjálfun til að auka skilning á sjálfbærni sem leiði til grænna og réttlátra umskipta.  
  • Útfæra, þróa og aðlaga fyrri nýsköpunarverkefni sjóðsins að nýjum aðstæðum og þekkingu enda fylgi umsókn skriflegt leyfi styrkþega/höfunda efnis.

Til úthlutunar eru 70 milljónir króna og er umsóknarfrestur til og með 20. maí 2024.

Sjóðurinn er opinn öllum sem uppfylla skilyrði hans og umsóknarform og allar nánari upplýsingar má finna í frétt á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Einnig er hægt að hafa samband við Fræðslumiðstöðina í síma 599 1400 eða með því að senda póst á netfangið [email protected]

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum