Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2023 Matvælaráðuneytið

Matvælaráðherra tók á móti köku ársins

Kaka ársins afhent matvælaráðherra. F.v. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, Guðrún Erla Guðjónsdóttir í Mosfellsbakaríi, og Sigurður Már Guðjónsson, formaður Landssambands bakarameistara. - myndBIG

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tók á móti sigurvegara árlegrar keppni Landssambands bakarameistara um köku ársins 2023. Guðrún Erla Guðjónsdóttir í Mosfellsbakaríi er höfundur vinningskökunnar.

Ásamt matvælaráðherra og vinningshafa mættu við afhendingu þeir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Sigurður Már Guðjónsson, formaður Landssambands bakarameistara.

„Þessi árlega hefð íslenskra bakarameistara er svo sannarlega gleðigjafi á útmánuðum og dregur vel fram hversu hæfir íslenskir bakarar eru,“ sagðir Svandís við afhendinguna. „Vinningskakan hefur þessa hárfínu blöndu sem góð kaka þarf að hafa, örlítil sýra úr sítrónunni myndar hið fullkomna jafnvægi á móti sætunni úr karamellunni.“


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum