Hoppa yfir valmynd

Stjórn Vinnuverndarsjóðs

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Vinnuverndarsjóðurinn hefur það að markmiði að efla rannsóknir á sviði vinnuverndar og stuðla að betri vinnuvernd á íslenskum vinnumarkaði með vísan til h-liðar 75. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, þar sem kveðið er á um að Vinnueftirlitinu sé ætlað að vinna að rannsóknum á sviðinu. Einnig er vísað til tillagna nefndar um skráningu atvinnusjúkdóma sem starfaði á vegum félags- og vinnumarkaðsráðherra og skilaði tillögum sínum til ráðherra seinni hluta árs 2022. 

Stjórn Vinnuverndarsjóðsins verður skipuð þremur fulltrúum. Einn er skipaður án tilnefningar og skal hann vera formaður, einn skipaður samkvæmt  sameiginlegri tilnefningu  Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samtökum atvinnulífsins og einn samkvæmt sameiginlegri tilnefningu Alþýðusambands Íslands, BSRB og BHM.
 

Formaður sjóðsins er Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins.

Að öðru leyti er sjóðurinn skipaður eftirtöldum fulltrúum:

Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands, BSRB og BHM.
Jón Rúnar Pálsson, tilnefndur af Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samtökum atvinnulífsins

Ekki er gert ráð fyrir að greidd verði laun eða önnur þóknun af hálfu ráðuneytisins fyrir setu í vinnuhópnum.
 
Ráð og stjórnir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum