Hvítbók um stöðu og framtíð sveitarstjórnarstigsins í smíðum

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði frá því á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga að nú væri í smíðum í ráðuneytinu hvítbók, stefnumótunarskjal í sveitarstjórnarmálum. Þar yrðu dregnar fram helstu áherslur og áskoranir á vettvangi sveitarstjórnarmála.

Þingmannanefnd vinnur að umbótum í útlendingamálum

Þverpólitísk þingmannanefnd sem Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði endurskoðar nú lög um útlendinga og er stefnt að því að frumvarp til nýrra útlendingalaga verði lagt fyrir Alþingi á komandi vetri.

Reglugerðir í umsagnarferli

Innanríkisráðuneytið setur jafnan drög að lagafrumvörpum, reglugerðum og stefnum á vef ráðuneytisins til umsagnar. Nú eru m.a. í umsagnarferli drög að breytingum á reglugerðum um afplánun ungra fanga á aldrinum 15 til 18 ára, flutning á hættulegum farmi og prófun á ökuritum.


Fréttir

Drög að reglugerð um vistun ungra fanga til umsagnar - 29.9.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um afplánun ungra fanga á aldrinum 15 til 18 ára. Unnt er að veita umsögn um reglugerðardrögin til 10. október og skal umsögn berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að breyttri reglugerð um upplýsinga- og fjarskiptatækni fyrir samgöngukerfi til kynningar - 26.9.2014

Til kynningar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um upplýsinga- og fjarskiptatækni til notkunar fyrir svokölluð skynvædd samgöngukerfi. Unnt er að senda umsögn til ráðuneytisins og skal hún berast eigi síðar en 10. október næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Fleiri fréttir


Innanríkisráðherra


Dómsmálaráðherra
Tungumál


Flýtival