Umfangsmiklar breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglu

Hinn 1. janúar 2015 breyttust umdæmamörk embætta sýslumanna og lögreglu í landinu þegar umdæmum sýslumanna var fækkað úr 24 í 9 og umdæmum lögreglu úr 15 í 9. Þetta eru umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á þessum embættum á síðari áratugum.

Drög í umsagnarferli

Ráðuneytið setur jafnan drög að lagafrumvörpum, reglugerðum og stefnum á vefinn til umsagnar. Nú eru m.a. í umsagnarferli drög að frumvarpi um breytingar á vatnsveitulögum, drög að reglugerð um atvinnuréttindi farmanna og drög að breytingu á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja.

Kærunefnd útlendingamála tekur til starfa

Kærunefnd útlendingamála hefur tekið til starfa en nefndin er sjálfstæð stjórnsýslunefnd. Almenn kæruleið vegna ákvarðana um útlendingamál hefur nú verið færð frá innanríkisráðherra til nefndarinnar.


Fréttir

Skýrsla OECD um samkeppnishæfni hafnaborga - 22.1.2015

Komin er út skýrsla á vegum OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, um samkeppnishæfni hafnaborga. Fjallað er um áhrif hafna á borgir, stefnumótun og hvernig má auka jákvæð áhrif hafna á umhverfið og milda neikvæð áhrif. Talið er að auka megi hag borga af hafnastarfsemi meðal annars með því að stofna klasa um hafaþjónustu og ýta undir að iðfyrirtæki séu sem næst höfnum.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja til umsagnar - 21.1.2015

Drög að breytingu á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja er nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir á netfangið postur@irr.is til og með 4. febrúar næstkomandi.

Lesa meira

Fleiri fréttir
Tungumál


Flýtival