Almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 31. maí

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst kjördag sveitarstjórnarkosninga í vor, og fara þær fram laugardaginn 31. maí næstkomandi. Framboðum skal skila skriflega til hlutaðeigandi yfirkjörstjórna eigi síðar en kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí.


Fréttir

Stýrihópur kannar mögulega samvinnu hins opinbera og einkaaðila við samgönguframkvæmdir.

Stýrihópur kannar mögulegar samgönguframkvæmdir með aðkomu einkaaðila - 14.4.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað stýrihóp til að fara yfir hvaða  samgönguframkvæmdir kæmu til greina í samvinnu ríkis og einkaaðila. Formaður hópsins er Helga Valfells hagfræðingur og var fyrsti fundur haldinn í ráðuneytinu nýverið.

Lesa meira
Frá fundi innanríkisráðherra með fulltrúum SSNV í Skagafirði í gær.

Ræddi breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglu á fundi hjá SSNV - 11.4.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra kynnti fyrirhugaðar breytingar á umdæmum embætta sýslumanna og lögreglustjóra á fundi með fulltrúum embættanna á Blönduósi og  Sauðárkróki ásamt sveitarstjórnarfulltrúum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Alþingi hefur nú til meðferðar lagafrumvörp er fjalla um þessar breytingar og bíða þau nú annarrar umræðu.

Lesa meira

Fleiri fréttir
Tungumál


Flýtival