Málsmeðferðartími hælisumsókna 90 dagar

Málsmeðferðartími hælisumsókna verður að meðaltali ekki lengri en 90 dagar á hvoru stjórnsýslustigi í málum sem hafa komið inn frá 25. ágúst. Með breytingum á útlendingalögum og breyttu verklagi hefur náðst árangur í að auka skilvirkni og vanda verklag við meðferð hælisumsókna undanfarin misseri.

Málþing um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi haldið 25. september

Málþing um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi verður haldið á Grand hótel Reykjavík 25. september næstkomandi. Málþingið ber heitið „Zero Tolerance“ og fer fram á ensku. Norræna ráðherranefndin, innanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið ásamt Jafnréttisstofu halda málþingið.


Fréttir

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fór fram í dag í Búðardal.

Nauðsynlegt að bæta og efla samskipti ríkis og sveitarfélaga - 18.9.2014

Samskipti ríkis og sveitarfélaga voru eitt aðal umræðuefna á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fór fram í dag í Búðardal. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var meðal frummælenda um efnið ásamt Gunnari Sigurðssyni, formanni SSV, Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Haraldi Benediktssyni alþingismanni.

Lesa meira

Innanríkisráðuneytið fellir úr gildi ákvörðun Samgöngustofu um Breiðafjarðarferju - 18.9.2014

Innanríkisráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Samgöngustofu um að ekki sé heimilt að flytja inn og skrá á íslenska skipaskrá norsku ekjuskipsferjuna Vågen, sem Sæferðir hyggjast nota til siglinga um Breiðafjörð. Telur ráðuneytið að fyrirtækinu sé heimilt að flytja inn ferjuna en ráðgert er að hún taki við af Baldri sem Breiðafjarðarferja og er því ekkert til fyrirstöðu að skipið geti hafið siglingar þegar það kemur til landsins.

Lesa meira

Fleiri fréttir


Innanríkisráðherra


Dómsmálaráðherra
Tungumál


Flýtival