Dagur upplýsingatækninnar haldinn 27. nóvember

Dagur upplýsingatækninnar 2014 verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík fimmtudaginn 27. nóvember. Fyrir hádegi fer fram fræðslufundur um öryggi opinberra vefja og eftir hádegi verður ráðstefna með yfirskriftinni: Byggjum, tengjum og tökum þátt.

Árlegur minningardagur um þá sem látist hafa í umferðarslysum

Sunnudaginn 16. nóvember var þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Við athöfn við bráðamóttöku Landspítalans voru flutt ávörp, látinna minnst með einnar mínútu þögn og þeim starfsstéttum þakkað sem sinna viðbrögðum og meðferð fólks vegna umferðarslysa.


Fréttir

Óskað umsagna um framtíðarskipan lögreglumenntunar - 26.11.2014

Ráðuneytið óskar eftir umsögnum um tillögur starfshóps um framtíðarskipan lögreglumenntunar á Íslandi. Tillögurnar gera meðal annars ráð fyrir að námið verði þriggja ára nám á háskólastigi, að skólinn verði sjálfstæð eining en menntun útvistað til menntakerfis að stórum hluta og að Lögregluskólinn verði fræðslu- og rannsóknarsetur lögreglu.

Lesa meira

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp um breytingar á lögum almannavarnir og fleira - 25.11.2014

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun lagafrumvarp um breytingar á almannavarnalögum í því skyni að mæla skýrar fyrir um skyldur ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja sem sjá um rekstur mikilvægra samfélagslegra innviða, svo sem á sviði fjarskipta og raforku ef til neyðarástands kemur. Frumvarpið verður nú sent þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna til afgreiðslu. 

Lesa meira

Fleiri fréttir


Innanríkisráðherra


Dómsmálaráðherra
Tungumál


Flýtival