Málsmeðferðartími hælisumsókna 90 dagar

Málsmeðferðartími hælisumsókna verður að meðaltali ekki lengri en 90 dagar á hvoru stjórnsýslustigi í málum sem hafa komið inn frá 25. ágúst. Með breytingum á útlendingalögum og breyttu verklagi hefur náðst árangur í að auka skilvirkni og vanda verklag við meðferð hælisumsókna undanfarin misseri.

Málþing um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi haldið 25. september

Málþing um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi verður haldið á Grand hótel Reykjavík 25. september næstkomandi. Málþingið ber heitið „Zero Tolerance“ og fer fram á ensku. Norræna ráðherranefndin, innanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið ásamt Jafnréttisstofu halda málþingið.

Drög að lögum og reglugerðum í umsagnarferli

Innanríkisráðuneytið setur jafnan drög að lagafrumvörpum, reglugerðum og stefnum á vef ráðuneytisins til umsagnar. Nú eru m.a. til umsagnar drög að lagafrumvarpi um fullnustu refsinga, frumvarpi til laga um farmflutninga á landi, reglugerð um öryggi leikfanga og reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla.


Fréttir

Innanríkisráðherra leggur til að fjarskiptasjóður styrki hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum - 15.9.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var til andsvara við sérstaka umræðu á Alþingi í gær þegar staða og öryggi í fjarskiptum á landsbyggðinni og uppbygging háhraðatenginga í dreifbýli var til umfjöllunar. Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður var málshefjandi. Ráðherra kvaðst hafa lagt til við fjarskiptasjóð að styrkja lagningu ljósleiðara milli Súðavíkur og Brúar í Hrútafirði og myndi slík hringtenging bæta mjög rekstraröryggi almennra fjarskipta sem og neyðarfjarskipta.

Lesa meira

Reglur um hæfnisnefnd lögreglu til umsagnar - 15.9.2014

Reglur um skipan hæfnisnefndar lögreglunnar eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til 22. september og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is

Lesa meira

Fleiri fréttir


Innanríkisráðherra


Dómsmálaráðherra
Tungumál


Flýtival