Hælisleitendum hér á landi hefur fjölgað um 88,5% milli ára

Um miðjan september höfðu 196 manns sótt um hæli hér á landi frá áramótum en á sama tímabili í fyrra sóttu 104 um hæli. Fjölgun umsókna milli ára nemur 88,5%. 54 hafa fengið vernd það sem af er árinu.

Frumvarp til nýrra laga um útlendinga

Þverpólitísk þingmannanefnd um útlendingamál hefur kynnt í samvinnu við innanríkisráðuneytið drög að lagafrumvarpi til nýrra útlendingalaga.

Meirihluti svarenda vill rýmkaðar reglur um mannanöfn

Niðurstaða könnunar sem innanríkisráðuneytið lét vinna er að 60% svarenda vilja að reglur um mannanöfn verði rýmkaðar, tæp 20% eru hlutlausir og 20% andvígir því að reglur verði rýmkaðar.

Nýskipan ákæruvalds með nýju embætti héraðssaksóknara

Með breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum var skipan ákæruvalds breytt með stofnun nýs embættis héraðssaksóknara er tekur til starfa 1. janúar 2016. Embætti sérstaks saksóknara verður lagt niður frá sama tíma.


Fréttir

Karl Axelsson skipaður hæstaréttardómari - 9.10.2015

Forseti Íslands hefur fallist á tillögu innanríkisráðherra um að Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður verði skipaður dómari við Hæstarétt Íslands frá og með 12. október næstkomandi. Karl fékk skipunarbréf sitt afhent í innanríkisráðuneytinu í dag.

Lesa meira
Frá ráðherrafundi um flóttamannamál í Lúxemborg í gær.

Ráðherrafundur og ráðstefna um flóttamannavanda - 9.10.2015

Ólöf Nordal innanríkisráðherra sat í gær ráðherrafund Schengen ríkja í Lúxemborg þar sem rætt var um flóttamannastrauminn til Evrópu. Í framhaldi af þeim fundi var síðan haldin fjölþjóðleg ráðstefna utanríkisráðherra og dómsmála- og innanríkisráðherra um málið.

Lesa meira

Fleiri fréttir
Tungumál


Flýtival