Vinnuhópur endurskoðar kosningalöggjöfina

Starf vinnuhóps um endurskoðun kosningalaga beinist að samræmdum lagabótum við framkvæmd kosningalöggjafarinnar. Leitað er eftir athugasemdum og tillögum almennings við endurskoðunina.


Fréttir

59 sveitarfélög af 74 hafa sett sér siðareglur - 5.5.2015

Í sveitarstjórnarlögum f rá 2011 er kveðið á um skyldu sveitarstjórna að setja sér siðareglur. Ákvæðið er nýmæli og sett í kjölfar umræðu um siðareglur  kjörinna fulltrúa og mikilvægi þeirra. Innanríkisráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir siðareglur staðfestar af ráðuneytinu sbr. 29. gr. sveitarfélagalaga nr. 135/2011. Þar kemur fram að 59 af 74 sveitarfélögum hafa sett sér siðareglur og sent ráðuneytinu til staðfestingar og vitað er um nokkur í viðbót hvar undirbúningur að gerð siðareglna er á lokastigi.

Lesa meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra ávarpaði málstofu á lagadegi um framtíðarskipan dómsvalds. Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, var fundarstjóri.

Innanríkisráðherra segir mikilvægt að koma á millidómstigi - 30.4.2015

Árlegur lagadagur Lögfræðingafélags Íslands, Lögmannafélags Íslands og Dómarafélags Íslands er haldinn í dag og eru fjölmörg umræðuefni í málstofum dagsins. Ólöf Nordal innanríkisráðherra flutti ávarp í málstofu um efnið framtíðarskipan dómsvalds þar sem Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari flutti framsögu.

Lesa meira

Fleiri fréttir
Tungumál


Flýtival