Er þörf á endurskoðun mannanafnalaga?

Innanríkisráðuneytið skoðar nú hvort þörf sé á að endurskoða lög um mannanöfn, nr. 45/1996. Frumvarp laganna var afrakstur slíkrar endurskoðunar eldri laga frá árinu 1991 en mannanafnalög hafa verið í gildi hér á landi allt frá árinu 1914.

Drög til umsagnar

Innanríkisráðuneytið setur jafnan drög að lagafrumvörpum, reglugerðum og stefnum á vef ráðuneytisins til umsagnar. Nú eru m.a. í umsagnarferli drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og drög að breyttri reglugerð um ökuskírteini.


Fréttir

Drög að lagafrumvarpi um breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka til umsagnar - 27.3.2015

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Breytingarnar miða að því að gera lögin skilvirkari, m.a.  við að greina raunverulegan eiganda, útfærslu áreiðanleikakannana og skilgreiningu á millifærslu fjármuna. Unnt er að senda umsagnir á netfangið postur@irr.is til og með 8. apríl næstkomandi.

Lesa meira
Ólöf Nordal og Tryggvi Axelsson skrifuðu undir árangursstjórnunarsamninginn.

Skrifað undir árangursstjórnunarsamning Neytendastofu og innanríkisráðuneytis - 26.3.2015

Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, skrifuðu í dag undir árangursstjórnunarsamning ráðuneytisins og Neytendastofu. Samningurinn er til fimm ára og er tilgangur hans að festa í sessi ákveðið samskiptaferli aðila og skerpa áherslur um stefnumótun,  framkvæmd verkefna og áætlunargerð.

Lesa meira

Fleiri fréttir
Tungumál


Flýtival