Frumvarp til nýrra laga um útlendinga til umsagnar

Þverpólitísk þingmannanefnd um útlendingamál hefur kynnt í samvinnu við innanríkisráðuneytið drög að lagafrumvarpi til nýrra útlendingalaga. Unnt er að veita umsögn um frumvarpið til og með 7. september næstkomandi.

Meirihluti svarenda vill rýmkaðar reglur um mannanöfn

Niðurstaða könnunar sem innanríkisráðuneytið lét vinna er að 60% svarenda vilja að reglur um mannanöfn verði rýmkaðar, tæp 20% eru hlutlausir og 20% andvígir því að reglur verði rýmkaðar. Innanríkisráðherra hyggst leggja fram frumvarp um breytingar á reglum um mannanöfn á haustþingi.

Nýskipan ákæruvalds með nýju embætti héraðssaksóknara

Með nýsamþykktum lögum um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum var skipan ákæruvalds breytt með stofnun nýs embættis héraðssaksóknara er tekur til starfa 1. janúar 2016. Embætti sérstaks saksóknara verður lagt niður frá sama tíma.


Fréttir

Kynnt var í gær úttekt á opinberum vefjum sem fer senn fram.

Úttekt á opinberum vefjum fer fram í sjötta sinn - 26.8.2015

Kynningarfundur um fyrirhugaða úttekt á opinberum vefjum var haldinn í gær þar sem úttektin var kynnt fyrir ábyrgðarmönnum, stjórnendum og vefstjórum opinberra vefja. Úttektin hefur farið fram annað hvert ár frá árinu 2005 undir heitinu: Hvað er spunnið í opinbera vefi? Er þetta því sjötta úttektin.

Lesa meira

Drög að endurskoðaðri reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla til umsagnar - 26.8.2015

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að endurskoðaðri reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 9. september næstkomandi og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Fleiri fréttir
Tungumál


Flýtival