Innanríkisráðuneytið óskar landsmönnum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs.


Fréttir

Drög að reglugerð um kærunefnd útlendingamála til umsagnar - 22.12.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um kærunefnd útlendingamála en nefndin tekur til starfa 1. janúar næstkomandi. Unnt er að senda umsagnir um reglugerðardrögin til ráðuneytisins til og með 5. janúar næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Innanríkisráðherra setur nýjar reglugerðir um 9 sýslumannsumdæmi og 9 lögregluumdæmi - 19.12.2014

Innanríkisráðherra hefur skrifað undir reglugerð um umdæmamörk sýslumannsembætta sem taka á gildi um næstu áramót þegar umdæmum sýslumannsembætta fækkar úr 24 í 9. Þá hefur ráðherra skrifað undir reglugerð um umdæmamörk lögregluembætta og verða umdæmin framvegis 9 en þau voru áður 15. Breytingarnar eru meðal þeirra umfangsmestu á umræddum embættum á síðari árum. Hefur undirbúningur staðið lengi yfir og stjórnvöld átt víðtækt samráð við fjölmarga aðila.

Lesa meira

Fleiri fréttir
Tungumál


Flýtival