Hælisleitendum hér á landi hefur fjölgað um 88,5% milli ára

Um miðjan september höfðu 196 manns sótt um hæli hér á landi frá áramótum en á sama tímabili í fyrra sóttu 104 um hæli. Fjölgun umsókna milli ára nemur 88,5%. 54 hafa fengið vernd það sem af er árinu.

Frumvarp til nýrra laga um útlendinga

Þverpólitísk þingmannanefnd um útlendingamál hefur kynnt í samvinnu við innanríkisráðuneytið drög að lagafrumvarpi til nýrra útlendingalaga.

Meirihluti svarenda vill rýmkaðar reglur um mannanöfn

Niðurstaða könnunar sem innanríkisráðuneytið lét vinna er að 60% svarenda vilja að reglur um mannanöfn verði rýmkaðar, tæp 20% eru hlutlausir og 20% andvígir því að reglur verði rýmkaðar.

Nýskipan ákæruvalds með nýju embætti héraðssaksóknara

Með breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum var skipan ákæruvalds breytt með stofnun nýs embættis héraðssaksóknara er tekur til starfa 1. janúar 2016. Embætti sérstaks saksóknara verður lagt niður frá sama tíma.


Fréttir

Unnið að fullgildingu sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks - 5.10.2015

Innan stjórnarráðsins hefur hefur verið unnið að því undanfarin misseri að undirbúa fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sbr. þingsályktun Alþingis þar að lútandi. Samkvæmt þingsályktuninni hefur innanríkisráðuneytið umsjón með verkefninu en einstakir verkþættir eru hins vegar á ábyrgð mismunandi ráðuneyta eftir því sem við á. Samráðsvettvangur Stjórnarráðsins með aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga og hagsmunaaðila hefur annast undirbúning málsins.

Lesa meira
Innanríkisráðherra flutti ávarp á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi í dag.

Samgöngumál og fjarskiptamál meðal umræðuefna á aðalfundi SSA - 2.10.2015

Almenningssamgöngur og önnur samgöngumál, ljósleiðaramál, umhverfismál og fleira voru meðal umfjöllunarefna á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem nú stendur yfir á Djúpavogi. Fundinum lýkur uppúr hádegi á morgun. Ólöf Nordal innanríkisráðherra ávarpaði fundinn og ræddi meðal annars samgöngumál, eflingu sveitarfélaga og um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Lesa meira

Fleiri fréttir
Tungumál


Flýtival