Hoppa yfir valmynd

Samráðshópur um aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til fimm ára

Heilbrigðisráðuneytið

Tillaga að íslenskri krabbameinsáætlun til ársins 2020 var gefin út í maí 2016. Í byrjun árs 2019 var gildistími áætlunarinnar framlengdur til ársins 2030 til samræmis við heilbrigðisstefnu. Endurskoðun aðgerðaáætlunar hefur farið fram m.a. út frá þeim árangri sem náðst hefur frá árinu 2016 og þeirra aðgerða sem eftir standa í samræmi við aðrar stefnur ráðuneytisins. 

Hlutverk samráðshópsins er að vinna drög að aðgerðaáætlun til næstu fimm ára. Við vinnu hópsins skulu lagðar til grundvallar þær aðgerðir sem eftir eru úr upphaflegu krabbameinsáætluninni frá 2016, sem teljast enn raunhæfar og þarfar að mati samráðshópsins, ásamt mótun nýrra aðgerða til næstu ára. Samráðshópurinn skal einnig taka mið af heilbrigðis- og lýðheilsustefnu ráðuneytisins ásamt tilsvarandi aðgerðaáætlunum.


Starfshópinn skipa:

  • Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, án tilnefningar, formaður hópsins

  • Agnes Smáradóttir, tilnefnd af Landspítala

  • Garðar Örn Þórsson, tilnefndur af Landspítala 

  • Inga Margrét Skúladóttir, tilnefnd af Sjúkrahúsinu á Akureyri

  • Helgi Hafsteinn Helgason, tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Suðurlands

  • Þórunn Pálsdóttir, tilnefnd af Landssambandi heilbrigðisstofnana

  • Jón Steinar Jónsson, tilnefndur af Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu 

  • Jóhanna Eyrún Torfadóttir, tilnefnd af embætti landlæknis

  • Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir, tilnefnd af Krabbameinsfélagi Íslands 

  • Egill Þór Jónsson, tilnefndur af Krafti

  • Áslaug Aðalsteinsdóttir, tilnefnd af Ljósinu

  • Árdís Björk Ármannsdóttir, tilnefnd af Reykjalundi

  • Eiríkur Steingrímsson, tilnefndur af Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands

  • Sigríður Jakobínudóttir, sérfræðingur heilbrigðisráðuneytis, án tilnefningar

  • Selma Margrét Reynisdóttir, sérfræðingur heilbrigðisráðuneytis, án tilnefningar. Selma er jafnframt starfsmaður samráðshópsins.

Samráðshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 10. janúar 2024. Gert er ráð fyrir að hópurinn ljúki störfum fyrir 1. maí 2024 og að niðurstaða hópsins verði lögð fram sem tillaga til þingsályktunar á haustþingi 2024.

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum