Hoppa yfir valmynd

27 Örorka og málefni fatlaðs fólks

Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Það skiptist í fimm málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

Fjárhagsleg þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024

Útgjaldarammi - heildaryfirlit og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefna­sviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breytingar á ramma milli áranna 2023 og 2024

Heildargjöld málefnasviðs 27 Örorka og málefni fatlaðs fólks árið 2024 eru áætluð 107.072,9 m.kr. og lækka um 389,8 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2023, eða sem svarar til 0,4%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 6.533,7 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 6,5%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhalds­ráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Útgjöld ríkissjóðs.

Útgjaldarammi - hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2022 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2022 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu

27.1 Bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar

Starfsemi málaflokksins er í höndum Tryggingastofnunar en stofnunin sér um framkvæmd og ábyrgð greiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar. Þær greiðslur eru eftirfarandi: Örorkulífeyrir, aldurstengd örorkuuppbót, tekjutrygging örorkulífeyris, vasapeningar örorku­lífeyrisþega og örorkustyrkur. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Einfaldara og sveigjanlegra greiðslukerfi almannatrygginga vegna mismikillar starfsgetu

Innleiðing frumvarps til laga um breytingar á greiðslukerfi almanna­trygginga vegna einstaklinga með mismikla virknigetu.*

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Fjárveiting í málaflokki 32.4*

Koma í veg fyrir víxlverkanir í samspili örorkulífeyris almannatrygginga og örorkulífeyris lífeyrissjóða.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Minnka nýgengi örorku og jafna kynjadreifingu

Innleiða nýtt matskerfi sem greinir tíman­lega þjónustuþörf einstaklinga sem misst hafa getu til virkni með tilliti til líkam­legra, sálfræðilegra og félagslegra þátta og þannig fyrirbyggja ótímabært brott­hvarf af vinnumarkaði og auka líkur á atvinnuþátttöku.*

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Fjárveiting í málaflokki 32.4*

Markmið 3: Aukin áhersla verði lögð á getu einstaklinga til þátttöku á vinnumarkaði og jafna kynjadreifingu

Innleiðing frumvarps til laga um nýtt greiðslukerfi almannatrygginga vegna mismikillar virknigetu þar sem m.a. verði tryggt að hvatar greiðslukerfisins styðji við möguleika til atvinnuþátttöku.*

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Fjárveiting í málaflokki 32.4*

     

* Stjórnsýsla félagsmála fellur undir málaflokk 32.4 og er gert ráð fyrir 270 m.kr. fjármögnun á undirbúningi og innleiðingu vegna heildarendurskoðunar örorkulífeyriskerfisins þar. Verkefnið snýr bæði að greiðslum til fólks með örorku og mismikla virknigetu, sem og endurskoðun á mats- og þjónustukerfum örorku og starfsendurhæfingar.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 62.166,1 m.kr. og lækkar um 1.223 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 4.355,7 m.kr.

Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins..

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 1.477 m.kr. til að mæta áætlaðri lýðfræðilegri fjölgun fólks.
  2. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 2.700 m.kr. vegna minna nýgengis örorku á árunum 2022–2023.
  3. Málaflokkurinn er undanþegin aðhaldskröfu.

27.2 Bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð

Starfsemi málaflokksins er í höndum Tryggingastofnunar en stofnunin sér um framkvæmd og ábyrgð greiðslna samkvæmt lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar. Þær greiðslur eru eftirfarandi: Endurhæfingarlífeyrir, heimilisuppbót og aðrar uppbætur á örorkulífeyri, styrkir vegna bifreiðakostnaðar og barnalífeyrir vegna barna öryrkja. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Auka áherslu á starfsendurhæfingu og jafna kynjadreifingu

Kannaðir verði möguleikar einstaklinga til að auka möguleika til virkni á vinnu­markaði með starfsendurhæfingu áður en kemur til mats á varanlegri örorku.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Bæta stuðning við verst setta einstaklinga í hópi öryrkja

Innleitt verði frumvarp til laga um breytingar á greiðslukerfi almanna­trygginga vegna mismikillar getu til virkni á vinnumarkaði sem leitt geti til bættra kjara tekjulágra einstaklinga.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Fjárveiting í málaflokki 32.4*

Lagt verði fram frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning til einstaklinga sem ekki hafa áunnið sér full réttindi í almannatryggingum á Íslandi.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Innan ramma

     

* Stjórnsýsla félagsmála fellur undir málaflokk 32.4 og er gert ráð fyrir 270 m.kr. fjármögnun á undirbúningi og innleiðingu vegna heildarendurskoðunar örorkulífeyriskerfisins þar. Verkefnið snýr bæði að greiðslum til fólks með örorku og mismikla virknigetu, sem og endurskoðun á mats- og þjónustukerfum örorku og starfsendurhæfingar.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 35.873,7 m.kr. og lækkar um 36 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 2.512,1 m.kr.

Ekki er um breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 664 m.kr. til að mæta áætlaðri lýðfræðilegri fjölgun fólks.
  2. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 700 m.kr. vegna minna nýgengis örorku á árunum 2022–2023.
  3. Málaflokkurinn er undanþeginn aðhaldskröfu.

27.3  Málefni fatlaðs fólks

Starfsemi málaflokksins snýr að almennri og sértækri þjónustu við fatlað fólk samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018. Almenn þjónusta er veitt af sveitarfélögum sem bera ábyrgð á framkvæmd og skipulagi þjónustu við fatlað fólk. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endur­spegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Að veitt verði öryggisþjónusta í samræmi við gildandi lög og alþjóðlega viðurkennda mannréttindasamninga

Unnið að gerð aðgerðaáætlunar í kjölfar stefnumótunar.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Innan ramma

Unnið að undirbúningi byggingar sérhæfðs húsnæðis.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Að nýsköpun og tækni tryggi aðgengi fatlaðs fólks að upplýsinga­samfélaginu og auki þannig möguleika þess til sjálfstæðs lífs

Fötluðu fólki og talsmönnum þess verði tryggt aðgengi að rafrænum upplýsingum, þ.m.t. upplýsingagáttum hins opinbera, með rafrænum skilríkjum.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Innan ramma

     

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 1.550,2 m.kr. og hækkar um 207,2 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 31,5 m.kr.

Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 205 m.kr. vegna NPA-samninga.
  2. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 37 m.kr. af útgjaldasvigrúmi félags- og vinnu­markaðsráðuneytis til að styrkja þjónustu Réttindagæslu fatlaðs fólks.
  3. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 39,7 m.kr.

27.4 Aðrar örorkugreiðslur

Starfsemi málaflokksins er í höndum Tryggingastofnunar en stofnunin sér um framkvæmd og ábyrgð greiðslna samkvæmt lögum um almannatryggingar. Greiðslur sem falla undir málaflokkinn eru aðrar ótaldar greiðslur vegna örorku eins og greiðslur vegna vottorða, vaxta o.fl. Eðli málaflokksins er með þeim hætti að ekki eru sett markmið eða mælikvarðar um árangur.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 349,9 m.kr. og hækkar um 10 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 24,2 m.kr.

Ekki er um breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 10 m.kr. til að mæta áætlaðri lýðfræðilegri fjölgun fólks.
  2. Málaflokkurinn er undanþeginn aðhaldskröfu.

27.5 Jöfnun á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða

Undir þennan málaflokk heyrir jöfnun á örorkubyrði lífeyrissjóða en fjárframlög hafa verið veitt úr ríkissjóði til að jafna og lækka mismunandi örorkubyrði lífeyrissjóða. Lög nr. 113/1990, um tryggingagjald, kveða á um að 0,325% af gjaldstofni tryggingagjalds skuli renna til þessa. Eðli málaflokksins er með þeim hætti að ekki verður fjallað um markmið og aðgerðir varðandi starfsemi hans.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 7.133 m.kr. og hækkar um 652 m.kr. frá gildandi fjárlögum í samræmi við fyrirliggjandi tekjuáætlun. Ekki er um breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum