Spilling og mútur

Aðgerðir gegn spillingu og mútum

""

Verkefni dómsmálaráðuneytisins á sviði aðgerða gegn spillingu:

  • Lagasetning
  • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi gegn spillingu

Samningur Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu

Samningur Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu (UN Convention against Corruption – UNCAC) var samþykktur á allsherjarþingi SÞ árið 2003. Samningurinn tók gildi í desember árið 2005 og hafa nú 175 ríki gerst aðilar að honum. Ísland lauk við að fullgilda samninginn seint á árinu 2010 og tók hann gildi gagnvart Íslandi í mars árið 2011. Samningurinn hefur þrenns konar megin markmið:

  • Í fyrsta lagi að stuðla að og styrkja ráðstafanir til þess að koma megi í veg fyrir og berjast gegn spillingu, með skilvirkari og árangursríkari hætti. 
  • Í annan stað að stuðla að, greiða fyrir og styðja við alþjóðlega samvinnu og tæknilega aðstoð í tengslum við baráttuna gegn spillingu, m.a. við að endurheimta fjármuni. 
  • Í þriðja lagi á samningurinn að stuðla að ráðvendni, áreiðanleika og góðri opinberri stjórnsýslu og umsýslu opinberra eigna.