Samráð um gerð samgönguáætlunar 2015-2026

Samráð um gerð samgönguáætlunar 2015-2026

Alls voru haldnir 11 formlegir samráðsfundir í upphafi stefnumótunar. Á fundunum var gerð samgönguáætlunar kynnt, staða verkefna samkvæmt gildandi áætlun og loks tóku fundargestir þátt í hugarflugi þar sem unnið var með kort og menn settu niður hugmyndir sínar um stefnu  í ákveðnum málefnum sem og flokkuðu verkefni í samgöngumálum niður í brýn, þau sem æskilegt væri að vinna innan gildistíma áætlunarinnar og loks þau draumaverkefni sem þátttakendur  langar til að sjá verða að veruleika fyrir árið 2050.

Fundað var á vegum allra landhlutasamtaka sveitarfélaga með sveitarstjórnarfólki á eftirtöldum stöðum:

 • Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi í Borgarnesi
 • Fjórðungssambandi Vestfirðinga á Ísafirði
 • Samtökum sveitarfélaga á Norð-vesturlandi á Sauðárkróki
 • Eyþingi á Húsavík
 • Samtökum sveitarfélaga á Austurlandi á Egilsstöðum
 • Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga á Selfossi
 • Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum í Reykjanesbæ
 • Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi

Að auki var fundað með

 • Samtökum atvinnulífsins í Reykjavík
 • Fulltrúum frjálsra félagasamtaka í Reykjavík
 • Fulltrúum ungmenna á aldrinum 18-26 ára í Reykjavík
Verkefni á samráðsfundum

Niðurstöður samráðsfundanna

Þátttakendur í samráði fengu allir kort þar sem þeir settu niður þau verkefni sem þeir töldu brýnust að vinna. Þau verkefni sem oftast voru nefnd á samráðsfundum um allt land voru eftirtalin en frekari skýringar er að finna á vef samgönguáætlunar. Fundargestir lögðu einnig til stefnu eða verkefni sem þeir sáu fyrir sér að æskilegt væri að vinna á tímabili áætlunarinnar. Loks lögðu þeir fram sín óskaverkefni sem ef til vill myndu nást fyrir árið 2050.

Meðfylgjandi listi tekur til þeirra verkefna sem þátttakendur töldu brýnasta:

 • Öryggi
  - Fjarskiptasamband á öllum stofnvegum
  - Stykja fælingarmátt, aukin sýnileika eftirlits
 • Forgangsröðun
  - Auka viðhald áður en verðmæti rýrnar
  - Bæta þjónustu vega
  - Útrýma einbreiðum brúm
  - Stytting leiða – styrking vinnusóknarsvæða
  - Tvöföldun fjölförnustu þjóðvega
  - Ferðamannavegir á hálendi ; Kjalvegur
 • Nýframkvæmdir
  - Vestfirðir og Austurland fái  forgang
  - Efla jarðgangnagerð og Sundabraut verði lögð.
  - Auka samnýtingu framkvæmda
  - Áhersla á héraðs – og tengivegi m.a. til fjölsóttra ferðamannastaða
 • Flutningar og hafnir
  - Auka strandsiglingar / flutningur af vegum
  - Efla hafnabótasjóð
 • Almenningssamgöngur
  - Ánægja með almenningssamgöngur og með strætó
  - Komnar til að vera,  breytt viðhorf, eru vistvænar og nauðsynlegar
  - Styrkja innanlandsflug, tryggir aðgengi að opinberri þjónustu
 • Ferðaþjónusta
  - Ferðamannavegi  á hálendi með lengri opnunartíma
  - Fleiri útskot
  - Bættar merkingar
  - Millilandaflug á Akureyri og/eða Egilsstaði
 • Vistvænar samgöngur   
  - Auka notkun rafmagnsbíla í samgöngum og fjölga hleðslustöðvum
  - Hjólastígar með fram þjóðvegum (Suðurland, Mývatn)
 • Ferðatímamarkmið
  - Fremur en vegalengdir
 • Skipulagsvald 
  - Valdið verði  hjá sveitarfélögum
  - nema þegar um er að ræða ágreining
 • Gáttir við útlönd
  - Keflavik, stækkun og viðhald
  - Fá millilandaflug á alþjóðaflugvellina
  - Norðurslóðir, fylgja tækifærum
 • Fjármögnun  vegakerfis; nýjar lausnir
  - Notendagjöld; vistvænir bílar greiða lítt eða ekki til vegakerfis.
  - Nokkrir gjaldflokkar; breytileg gjöld háð veggerð og /eða staðsetningu
  - Skattaafsláttur ef menn ferðast langar leiðir til vinnu
  - Gjaldtaka í einstökum framkvæmdum  til að flýta framkvæmdum

Þegar bornar eru saman niðurstöður samráðsfunda við gerð samgönguáætlunar 2011-2022  er ljóst að niðurstöður eru í keimlíkar. Þó er ljóst að breytt tíðarfar hefur aukið vægi vetrarþjónustu og að einnig er meiri áhersla á viðhald og smærri framkvæmdir umfram stórar nýframkvæmdir. 

Kort sem unnin voru upp úr öllum þeim hugmyndum sem komu fram á samráðsfundunum:

*Hafa ber í huga að breytilegt var eftir landshlutum hversu marga Landshlutasamtökin boðuðu til fundanna.