Upplýsingar

Samkomulag um samgöngumiðstöð

3.4.2008

Bæði ráðherra og borgarstjóri fögnuðu þessari niðurstöðu, sem byggir á þriggja ára gömlu samkomulagi þáverandi borgarstjóra og samgönguráðherra um samgöngumiðstöð. Gert er ráð fyrir að miðstöðin rísi norðan við Hótel Loftleiði og í hönnun hennar verði gert ráð fyrir að hún geti staðið og þjónað tilgangi burtséð frá því hvar flugvellinum verður valið framtíðarstæði. Samgöngumiðstöðinni er ætlað að þjóna einnig leigubílum, rútum og strætisvögnum. Borgin gerir ráð fyrir að ljúka skipulagsvinnu vegna byggingar miðstöðvarinnar á næstu 100 dögum.

Flugstoðir munu stofna sérstakt félag um samgöngumiðstöðina en hún verður reist í einkaframkvæmd. Stefnt er að því að hún verði fullbyggð 2010 en fyrsti áfangi verði tilbúinn 2009.