Útgefið efni

Skýrsla um vistun barna á Kópavogshæli 1952-1993 afhent dómsmálaráðherra - 7.2.2017

Svonefnd vistheimilanefnd, sem skipuð var til að kanna starfsemi vist- og meðferðaheimila fyrir börn, skilaði í dag dómsmálaráðherra skýrslu sinni og fjallar hún um vistun barna á Kópavogshæli árin 1952-1993. Áður hafði nefndin skilað skýrslum um Unglingaheimili ríkisins, Upptökuheimili ríkisins, meðferðarheimilin í Smáratúni og á Torfastöðum, um Heyrnleyingjaskólann, vistheimilin Kumbaravog, Reykjahlíð og Silungapoll, skólaheimilið Bjarg, Breiðavíkurheimilið og heimavistarskólann að Jaðri.

Lesa meira

Skýrsla um björgun og öryggi í norðurhöfum - 3.11.2016

Komin er út skýrsla stýrihóps innanríkisráðherra: Björgun og öryggi í norðurhöfum. Er þar fjallað um forsendur fyrir efldri björgunar- og viðbragðsþjónustu á Íslandi sem þjóna myndi Norður-Atlantshafi og kröfur sem gerðar eru um viðbragðsgetu.

Lesa meira

Skýrsla um stöðu mannréttindamála á Íslandi - 27.10.2016

Komin er út íslensk þýðing á skýrslu stjórnvalda vegna allsherjarúttektar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála á Íslandi (Universal Periodic Review – UPR). Í skýrslunni er farið yfir hvernig íslensk stjórnvöld hafa fylgt eftir tilmælum eftir fyrri úttekt SÞ og greint frá til hvaða aðgerða hefur verið gripið til að bæta stöðu mannréttindamála á Íslandi.

Lesa meira

Skýrsla um þyrlukaup fyrir Landhelgisgæslu Íslands - 30.9.2016

Birt hefur verið skýrsla um þyrlukaup fyrir Landhelgisgæslu Íslands. Innanríkisráðherra skipaði stýrihóp í september 2015 til að setja fram tillögur um hvernig haga megi endurnýjun á þyrlukosti Landhelgisgæslunnar sem í dag rekur þrjár stórar björgunarþyrlur, tvær leigðar og eina sem er í eigu Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira