Upptökur frá ráðstefnum og fundum

Forgangsmál að auðvelda borgurunum samskipti við hið opinbera - 21.5.2014

Forgangsmál er að gera hinum almenna borgara auðveldara með að eiga samskipti við hið opinbera, hvort sem er stofnanir á vegum ríkisins eða sveitafélaga til að bæta þjónustu og auka lýðræðislega þátttöku á hinum ýmsu sviðum. Þetta kom fram í ávarpi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra við setningu málstofu um rafræna stjórnsýslu í dag. Ásamt innanríkisráðuneytinu stóðu að henni Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag forstöðumanna ríkisstofnana.

Lesa meira

Hádegisverðarfundur um aukna þátttöku íbúa í stjórnun sveitarfélaga - 18.3.2013

„Mál málanna er beint lýðræði,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á fundi í dag þar sem kastljósinu var beint að aukinni þátttöku íbúa í stjórnun sveitarfélaga. Þar fluttu erindi þeir Bruno Kaufmann, sveitarstjórnarmaður í Falun í Svíþjóð og formaður evrópskra samtaka um beint lýðræði og Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga auk ráðherra. Innanríkisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og samtökin  Initiative and Referendum Institute Europe stóðu fyrir fundinum sem haldinn var í Iðnó.

Lesa meira

Lýðræði á 21. öld: Valdið til fólksins - 10.11.2012

Lýðræði á 21. öld var yfirskrift ráðstefnu um eflingu lýðræðis á Íslandi sem innanríkisráðuneytið stóð að í dag ásamt Reykjavíkurborg, lýðræðisfélaginu Öldu og Umboðsmanni barna. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra setti ráðstefnuna og sagði meðal annars í upphafsorðum sínum að valdið ætti að vera hjá fólkinu af því að þar ætti það heima.

Lesa meira

UT-dagurinn - glærukynningar - 6.11.2012

Árlegur dagur upplýsingatækninnar, UT-dagurinn, var haldinn föstudaginn 2. nóvember á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík. Innanríkisráðuneytið stóð að dagskránni í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Skýrslutæknifélagið.

Lesa meira