Skýrslur til ráðherra

Skýrsla um vistun barna á Kópavogshæli 1952-1993 afhent dómsmálaráðherra - feb. 7, 2017

Svonefnd vistheimilanefnd, sem skipuð var til að kanna starfsemi vist- og meðferðaheimila fyrir börn, skilaði í dag dómsmálaráðherra skýrslu sinni og fjallar hún um vistun barna á Kópavogshæli árin 1952-1993. Áður hafði nefndin skilað skýrslum um Unglingaheimili ríkisins, Upptökuheimili ríkisins, meðferðarheimilin í Smáratúni og á Torfastöðum, um Heyrnleyingjaskólann, vistheimilin Kumbaravog, Reykjahlíð og Silungapoll, skólaheimilið Bjarg, Breiðavíkurheimilið og heimavistarskólann að Jaðri.

Lesa meira

Skýrsla um framtíð Hegningarhússins við Skólavörðustíg - maí 26, 2016

Vegna umfjöllunar um framtíð Hegningarhússins við Skólavörðustíg í Reykjavík minnir innanríkisráðuneytið á skýrslu starfshóps sem innanríkisráðherra skipaði til að skoða hugmyndir að framtíðarnýtingu hússins. Skýrsluna má sjá hér .

Lesa meira

Hugað verði að endurskoðun laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu - apr. 26, 2016

Þriggja manna nefnd sem innanríkisráðherra skipaði í júlí 2014 til að endurskoða svokallað kirkjugarðasamkomulag skilaði nýverið skýrslu sinni til ráðherra. Meðal niðurstaðna nefndarinnar er að huga þurfi að endurskoðun laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.

Lesa meira

Skýrsla ríkislögreglustjóra til innanríkisráðherra um mat á Schengen-samstarfinu - apr. 20, 2016

Innanríkisráðherra óskaði í desember síðastliðnum eftir matsskýrslu ríkislögreglustjóra vegna Schengen samstarfsins. Skýrslan barst ráðherra í dag og kemur þar meðal annars fram að fjölgun ferðamanna, hælisleitenda og flóttamanna kalli á viðbrögð af hálfu stjórnvalda og löggæslunnar. Einnig að áframhaldandi þátttaka í Schengen-samstarfinu kalli á ýmsar úrbætur á sviði öryggismála í samræmi við ákvæði Schengen-samningsins svo sem bætta eftirfylgni með útgefnum dvalarleyfum og farþegalistagreiningu.

Lesa meira