Skýrslur til ráðherra

Skýrsla um framtíð Hegningarhússins við Skólavörðustíg - maí 26, 2016

Vegna umfjöllunar um framtíð Hegningarhússins við Skólavörðustíg í Reykjavík minnir innanríkisráðuneytið á skýrslu starfshóps sem innanríkisráðherra skipaði til að skoða hugmyndir að framtíðarnýtingu hússins. Skýrsluna má sjá hér .

Lesa meira

Hugað verði að endurskoðun laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu - apr. 26, 2016

Þriggja manna nefnd sem innanríkisráðherra skipaði í júlí 2014 til að endurskoða svokallað kirkjugarðasamkomulag skilaði nýverið skýrslu sinni til ráðherra. Meðal niðurstaðna nefndarinnar er að huga þurfi að endurskoðun laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.

Lesa meira

Skýrsla ríkislögreglustjóra til innanríkisráðherra um mat á Schengen-samstarfinu - apr. 20, 2016

Innanríkisráðherra óskaði í desember síðastliðnum eftir matsskýrslu ríkislögreglustjóra vegna Schengen samstarfsins. Skýrslan barst ráðherra í dag og kemur þar meðal annars fram að fjölgun ferðamanna, hælisleitenda og flóttamanna kalli á viðbrögð af hálfu stjórnvalda og löggæslunnar. Einnig að áframhaldandi þátttaka í Schengen-samstarfinu kalli á ýmsar úrbætur á sviði öryggismála í samræmi við ákvæði Schengen-samningsins svo sem bætta eftirfylgni með útgefnum dvalarleyfum og farþegalistagreiningu.

Lesa meira

Lögð til skipan eftirlitsnefndar vegna kvartana og kærumála vegna starfa lögreglu - nóv. 27, 2015

Nefnd sem innanríkisráðherra skipaði í ársbyrjun um meðferð kærumála og kvartana á hendur lögreglu skilaði í dag ráðherra niðurstöðu sinni. Leggur nefndin til að ráðherra skipi þriggja manna eftirlitsnefnd með störfum lögreglu sem hafi það verkefni að taka við erindum frá borgurunum, yfirfara þau og greina hvort um sé að ræða kæru um refsiverða háttsemi eða kvörtun er lúti að starfsaðferðum lögreglu, og komi erindum í viðeigandi farveg. Þá lagði nefndin einnig fram drög að breytingum á lögum sem nauðsynlegar eru með hliðsjón af þessum tillögum.

Lesa meira