Skýrslur ráðherra til Alþingis

Stuðlað að því að mannréttindasjónarmiða gæti við stefnumótun og lagasetningu - 9/28/2016

Með bréfi 28. maí 2015 til forseta Alþingis tilkynnti Ólöf Nordal innanríkisráðherra um þá fyrirætlun sína að leggja fyrir Alþingi skýrslu um mannréttindi og um aukna samvinnu ráðuneytisins og Alþingis til að tryggja bætta upplýsingagjöf til þingsins um málefnasviðið. Mannréttindasjónarmiða gætir með margvíslegum hætti í flestum verkefnum hins opinbera, líkt og sjónarmiða um jafnrétti, og eru mannréttindi án vafa eitt af stærstu viðfangsefnum nútímans.

Lesa meira

Skýrslu innanríkisráðherra um mannréttindi dreift á Alþingi í dag - 9/27/2016

Skýrslu innanríkisráðherra um mannréttindi hefur verið dreift á Alþingi. Vorið 2015 tilkynnti innanríkisráðherra forseta Alþingis með bréfi þá fyrirætlun sína að leggja fyrir Alþingi skýrslu um mannréttindi og um aukna samvinnu ráðuneytisins og Alþingis til að bæta upplýsingagjöf til þingsins um málefnasviðið. Fjallað er um mannréttindi á alþjóðavísu, mannréttindi á Íslandi og mögulegar umbætur.

Lesa meira

Lagt til að heimiluð verði skipt búseta barns með ákveðnum skilyrðum - 9/24/2015

Innanríkisráðherra hefur skilað Alþingi skýrslu um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Er það í samræmi við ályktun Alþingis frá 12. maí 2014 þar sem ráðherra var falið í samstarfi við félags- og húsnæðismálaráðherra að skipa fimm manna starfshóp sem kanni með hvaða leiðum megi jafna stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna. Innanríkisráðuneytið hefur skýrsluna til meðferðar og Ólöf Nordal innanríkisráðherra lýsti yfir ánægju sinni með skýrsluna í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Lesa meira

Skýrsla um rannsókn efnahagsbrota lögð fram á Alþingi - 1/28/2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra lagði í dag fram á Alþingi skýrslu nefndar um skipulag og tilhögun rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotum sem skilað var til innanríkisráðherra fyrir áramót. Um leið var efnt til umræðu um skýrsluna á Alþingi og í lok hennar var skýrslunni vísað til allsherjar- og menntamálanefndar til umfjöllunar að ósk ráðherra.

Lesa meira