Fréttir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins

Jón Gunnarsson ávarpaði x. landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar - 22.5.2017

Jón Gunnarsson flutti ávarp við setningu landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp við setningu x. landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Akureyri í lok síðustu viku. Bar hann þingfulltrúum kveðjur ríkisstjórnarinnar og ræddi meðal annars um mikilvægi viðbragðsaðila í þjóðfélaginu.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um upplýsingaþjónustu flugmála til umsagnar - 19.5.2017

Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið kynnir drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um upplýsingaþjónustu flugmála. Umsagnir má senda ráðuneytinu á netfangið postur@srn.is til 25. maí næstkomandi.

Lesa meira

Forstöðumannafundur með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra - 12.5.2017

Frá forstöðiumannafundi  dómsmálaráðunytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.

Haldinn var í dag forstöðumannafundur dómsmálaráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis með ráðherrunum. Er þetta fyrsti forstöðumannafundurinn eftir uppskiptingu innanríkisráðuuneytisins og ákveðið að hafa hann sameiginlegan.

Lesa meira

Samráð hjá ESB um notkun fjarskiptatækni við stjórn umferðar - 12.5.2017

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur nú fyrir opnu samráði um þróun tilskipunar um skynvædd samgöngukerfi. Snúast slík kerfi um að beita upplýsinga- og fjarskiptatækni við söfnun gagna og miðlun upplýsinga um umferð og umferðarstýringu. Samráðið stendur til 28. júlí 2017.

Lesa meira