Fréttir dómsmálaráðuneytisins

Haukur Guðmundsson skipaður ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis - 24.5.2017

Haukur Guðmundsson hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis frá 1. júní næstkomandi.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Hauk Guðmundsson héraðsdómslögmann ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis frá 1. júní næstkomandi. Embættið var auglýst 10. apríl og voru umsækjendur 12 en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Þriggja manna hæfnisnefnd fór yfir umsóknirnar og var Haukur á meðal umsækjenda sem metnir voru hæfir.

Lesa meira

Dómnefnd um umsækjendur um embætti dómara við Landsrétt skilar umsögn - 22.5.2017

Dómnefnd um umsækjendur um embætti 15 dómara við Landsrétt hefur skilað dómsmálaráðherra umsögn sinni. Embættin voru auglýst laus til umsóknar 10. febrúar síðastliðinn með umsóknarfresti til 28. febrúar. Alls sóttu 37 um embættin en þrír drógu umsóknir sínar til baka.

Lesa meira

Samantekt um frumbrot vegna peningaþvættis - 22.5.2017

Peningaþvættisskrifstofa Héraðssaksóknara hefur birt á vef sínum samantekt um frumbrot í tengslum við peningaþvætti. Í samantektinni er m.a. bent á að öll refsiverð brot samkvæmt íslenskum lögum geta verið frumbrot af þessu tagi, t.d. fjársvik og fjárdráttur, fíkniefnabrot, skattalagabrot og spillingarbrot, þar á meðal erlend og innlend mútubrot.

Lesa meira

Samningur OECD gegn erlendum mútubrotum kynntur atvinnulífi og fagfélögum - 19.5.2017

Dómsmálaráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafa í sameiningu vakið athygli samtaka í atvinnulífinu og fagfélaga á Samningi um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Ísland er aðili að þessum samningi og ber að bregðast við tilmælum Vinnuhóps OECD um erlend mútubrot sem sér um að fylgja eftir innleiðingu samningsins gagnvart aðildarríkjum.

Lesa meira

Forstöðumannafundur með dómsmálaráðherra - 12.5.2017

Frá forstöðiumannafundi  dómsmálaráðunytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.

Haldinn var í dag forstöðumannafundur dómsmálaráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis með ráðherrunum. Er þetta fyrsti forstöðumannafundurinn eftir uppskiptingu innanríkisráðuuneytisins og ákveðið að hafa hann sameiginlegan.

Lesa meira