Auglýsingar

Embætti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis auglýst - 10.4.2017

Gefnir hafa verið út þrír forsetaúrskurðir um Stjórnarráð Íslands sem taka eiga gildi 1. maí næstkomandi. Sú breyting verður á skiptingu ráðuneyta að nýtt dómsmálaráðuneyti og nýtt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti taka til starfa 1. maí og er það í samræmi við þingsályktun Alþingis sem samþykkt var 22. mars síðastliðinn.

Lesa meira

Fimmtán embætti dómara við Landsrétt auglýst laus til umsóknar - 10.2.2017

Innanríkisráðuneytið auglýsir laus til umsóknar embætti 15 dómara við Landsrétt. Landsréttur tekur til starfa 10. janúar 2018 á grundvelli laga um dómstóla sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðið vor. Umsóknarfrestur umembættin er til og með 28. febrúar næstkomandi.

Lesa meira

Námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður - 27.1.2017

Prófnefnd um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn og lög nr. 93/2004, hefur ákveðið að halda námskeið vorið 2017. Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar.

Lesa meira

Umsóknarferli Ísland ljóstengt 2017 - nýjar dagsetningar - 19.1.2017

Sveitarfélögum sem sendu inn gögn vegna A hluta umsóknarferlis Ísland ljóstengt 2017 er veittur aukinn frestur til þess að undirbúa og skila inn styrkumsóknum vegna B hluta.

Lesa meira