Upplýsingar

Vegna framlengingar vegabréfa - 20.11.2015

Þeir sem hafa nú undir höndum framlengd vegabréf og þurfa á flýtiútgáfu nýs vegabréfs að halda munu greiða fyrir slíka útgáfu sama gjald og um venjulega útgáfu væri að ræða til næstu áramóta. Ráðuneytið beinir þeim tilmælum til Þjóðskrár Íslands að þeir sem hafa nú þegar greitt fullt gjald vegna þessa geti leitað eftir því að fá hluta gjaldsins endurgreiddan.

Lesa meira

Framlenging vegabréfa gildir lengst til 24. nóvember - 17.11.2015

Innanríkisráðherra hefur skrifað undir breytingu á reglugerð um vegabréf sem er í því fólgin að felld verður niður heimild til framlengingar á vegabréfum sem runnið hafa út. Breytingin er til komin þar sem reglur Alþjóða flugmálastofnunarinnar, ICAO, krefjast þess að vegabréf þurfi að vera véllesanlegt til að teljast gilt ferðaskilríki.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um íslensk vegabréf - 20.6.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneyti drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um íslensk vegabréf. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 4. júlí næstkomandi á netfangið postur@irr.is
Lesa meira

Gildistími vegabréfa lengdur - 9.1.2013

Samþykktar hafa verið á Alþingi lagabreytingar sem snúast um að lengja gildistíma vegabréfa úr fimm árum í tíu. Breytingin á gildistímanum tekur gildi 1. mars og má sjá lögin hér..

Lesa meira