Lausn frá íslensku ríkisfangi

Lausn frá íslensku ríkisfangi

Samkvæmt 13. gr. laga um íslenskan ríkisborgararétt nr. 100/1952 með síðari breytingum er hægt að sækja um lausn frá íslensku ríkisfangi ef:

  • umsækjandi hefur ríkisfang í öðru landi eða
  • óskar eftir að verða ríkisborgari í öðru landi.

Lausn er ávallt veitt ef umsækjandi er erlendur ríkisborgari og á lögheimili erlendis.

Ef umsækjandi hefur ekki öðlast ríkisfang í öðru landi þegar lausn frá íslensku ríkisfangi er samþykkt, er lausnin veitt með því skilyrði að hún öðlist gildi þegar ráðuneytinu hafa borist upplýsingar um veitingu annars ríkisfangs.

Sá sem á lögheimili á Íslandi verður ekki leystur frá íslensku ríkisfangi nema sérstakar ástæður séu til að mati ráðherra.

Sækja skal um lausn á sérstöku eyðublaði, sem finna má á vef Útlendingastofnunar. Ef sótt er um lausn fyrir barn ber að fylla út eyðublaðið sérstaklega fyrir barnið.

Umsókn skal senda til:
Útlendingastofnun,
Skógarhlíð 6,
105 Reykjavík.

Einnig er hægt að leggja inn umsókn til sendiráðs Íslands eða ræðisskrifstofu erlendis, sem mun þá framsenda umsóknina til Útlendingastofnunar.