Ríkisborgararéttur

Börn

Umsóknir og erindi vegna ríkisborgararéttar skulu berast Útlendingastofnun.

Útlendingastofnun

Skógarhlíð 6
105 Reykjavík
Sími:  444 0900
Veffang: www.utl.is
Netfang: rikisborgararettur@utl.is

Útlendingastofnun veitir íslenskan ríkisborgararétt og sér um afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt. Alþingi getur einnig veitt ríkisborgararétt með lögum. Umsóknir sem fara fyrir Alþingi ber að senda til Útlendingastofnunar eins og aðrar umsóknir.

Fyrirspurnum vegna umsókna um íslenskan ríkisborgararétt ber að beina til Útlendingastofnunar.

Umsóknareyðublöð um íslenskan ríkisborgararétt er að finna á vef Útlendingastofnunar.

Verkefni innanríkisráðuneytisins samkvæmt ríkisborgaralögum

Ráðuneytið sér um almenna umsjón og stefnumótun í ríkisborgaramálum og tekur þátt í alþjóðlegri samvinnu um málefni ríkisborgararéttar. Meðferð kærumála vegna ákvarðana Útlendingastofnunar á grundvelli laganna er hjá ráðuneytinu.

Ekki er tekið við almennri umsókn um íslenskan ríkisborgararétt fyrr en búsetuskilyrði er uppfyllt.


Upplýsingar

Frestur vegna endurveitingar ríkisborgararéttar rennur út 1. júlí - 13.4.2016

Vakin er athygli á því að frestur til að óska eftir endurveitingu íslensks ríkisborgararéttar samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum um íslenskan ríkisborgararétt nr. 100/1952 rennur út 1. júlí 2016. Bráðabirgðaákvæðið kom inn í lögin með breytingu árið 2012.

Lesa meira

Vottorð um ríkisborgararétt og lögræði eru hjá Þjóðskrá - 23.3.2016

Þar sem brögð eru að því að leitað sé til innanríkisráðuneytisins vegna vottorða um ríkisborgararétt, nafnbreytingu og lögræði skal bent á að slík vottorð eru gefin út hjá Þjóðskrá Íslands. Á vef Þjóðskrár koma fram nánari upplýsingar um útgáfu vottorða þar.

Lesa meira

Meira