Ríkisborgararéttur

Börn

Umsóknir og erindi vegna ríkisborgararéttar skulu berast Útlendingastofnun.

Útlendingastofnun

Skógarhlíð 6
105 Reykjavík
Sími:  444 0900
Veffang: www.utl.is
Netfang: rikisborgararettur@utl.is

Útlendingastofnun veitir íslenskan ríkisborgararétt og sér um afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt. Alþingi getur einnig veitt ríkisborgararétt með lögum. Umsóknir sem fara fyrir Alþingi ber að senda til Útlendingastofnunar eins og aðrar umsóknir.

Fyrirspurnum vegna umsókna um íslenskan ríkisborgararétt ber að beina til Útlendingastofnunar.

Umsóknareyðublöð um íslenskan ríkisborgararétt er að finna á vef Útlendingastofnunar.

Verkefni innanríkisráðuneytisins samkvæmt ríkisborgaralögum

Ráðuneytið sér um almenna umsjón og stefnumótun í ríkisborgaramálum og tekur þátt í alþjóðlegri samvinnu um málefni ríkisborgararéttar. Meðferð kærumála vegna ákvarðana Útlendingastofnunar á grundvelli laganna er hjá ráðuneytinu.

Ekki er tekið við almennri umsókn um íslenskan ríkisborgararétt fyrr en búsetuskilyrði er uppfyllt.