Frá Sveitarfélaginu Vogum

Mansal

Upplýsingar

Skýrsla bandaríska utanríkisráðuneytisins

Staða Íslands í mansalsmálum samkvæmt skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins - 12.7.2016

Út er komin árleg skýrsla bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal. Í henni er fjallað um ástand mála í ríkjum heimsins og aðgerðir stjórnvalda til að takast á við mansal. Ríki eru flokkuð í fjóra flokka, eftir því hver staðan er. Ísland er flokkað í besta flokk í skýrslunni, svo sem verið hefur á undanförnum árum.

Fjölmenni sótti málþing um mansal á föstudag.

Markvissar aðgerðir gegn mansali nauðsynlegar - 21.5.2016

Mansal er samfélagsmein sem gæti ef það festir rætur haft í för með sér breytingar á samfélaginu og jafnvel haft áhrif á grundvallarmannréttindi. Því er nauðsynlegt að virkja sem flesta með fræðslu og vitundarvakningu. Þetta er meðal þess sem fram kom á málþingi um mansal sem haldið var í Reykjavík í gær á vegum innanríkisráðuneytis og utanríkisráðuneytis í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.