Almennt

Um innanríkisráðuneytið

Innanríkisráðuneytið.Innanríkisráðuneytið tók til starfa 1. janúar 2011 eftir sameiningu dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Verkefni ráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og varða meðal annars dómstóla, réttarfar, almannavarnir, samgöngur og fjarskipti, sveitarstjórnarmál, lögreglu og löggæslu, mannréttindi, trúmál og almannakosningar. Ráðherrar í innanríkisráðuneytinu eru tveir; dómsmálaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sjá skiptingu starfa ráðherra í forsetaúrskurði þar að lútandi.

Nánar má lesa um verkefni ráðuneytisins undir flipanum „Verkefni“ hér efst á síðunni.

Verkefni innanríkisráðuneytisins skiptast á sjö skrifstofur;

Sjá einnig skipurit ráðuneytisins.

Verkefni ráðuneytisins eru skilgreind í  forsetaúrskurði nr. 1/2017  um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Sjá einnig forsetaúrskurð um skiptingu starfa ráðherra, nr. 2/2017 .