Um ráðherra

Ráðherrar

 

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherraSigríður Á. Andersen,
dómsmálaráðherra. 


Sigríður Á. Andersen fer með eftirfarandi stjórnarmálefni samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, nr. 15/2017 og forsetaúrskurði nr. 16/2017 um skiptingu starfa ráðherra:

Dómsmálaráðuneyti fer með mál er varða:

Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.

Ákæruvald, þar á meðal:
a.     Embætti ríkissaksóknara.
b.     Embætti héraðssaksóknara.

Dómstóla, aðra en félagsdóm, þar á meðal:
a.     Dómstólaráð.
b.     Dómnefnd um hæfi umsækjenda um dómarastörf.
c.     Nefnd um dómarastörf.

Réttarfar, þar á meðal:
a.     Meðferð einkamála.
b.     Meðferð sakamála.
c.     Endurupptökunefnd.
d.     Aðför, kyrrsetningu, lögbann og löggeymslu.
e.     Gjaldþrotaskipti, greiðslustöðvun og nauðasamninga.
f.      Nauðungarsölur.
g.     Lögbókandagerðir.
h.     Öflun sönnunargagna vegna ætlaðra brota á hugverkaréttindum.

Réttaraðstoð, þar á meðal:
a. Gjafsókn.
b. Réttaraðstoð vegna nauðasamninga.
c. Gagnkvæma alþjóðlega réttaraðstoð.

Refsirétt.

Skaðabótarétt og sanngirnisbætur, þar á meðal:
a.     Bætur til þolenda afbrota, þ.m.t. málefni bótanefndar um greiðslu bóta til þolenda afbrota.
b.     Sanngirnisbætur, þ.m.t. málefni úrskurðarnefndar um sanngirnisbætur.
c.     Skaðabætur utan samninga.
d.     Niðurjöfnunarmenn sjótjóns.

Lögmenn, dómtúlka og skjalaþýðendur, þ.m.t. málefni úrskurðarnefndar lögmanna.

Birtingu laga og stjórnvaldserinda, þar á meðal:
a.     Lagasafn.
b.     Lögbirtingablað.
c.     Stjórnartíðindi.

Eignarrétt og veðrétt, þar á meðal:
a.     Eignar- og afnotarétt fasteigna.
b.     Framkvæmd eignarnáms, er eigi ber undir annað ráðuneyti, þ.m.t. málefni matsnefndar eignarnámsbóta.
c.     Þinglýsingar.
d.     Landamerki

Fullnustu dóma, þar á meðal:
a.     Fangelsi.
b.     Fangavist.
c.     Reynslulausn fanga og samfélagsþjónustu.
d.     Flutning dæmdra manna.
e.     Náðun, sakaruppgjöf og uppreist æru.
f.      Fangelsismálastofnun.

Almannavarnir.

Leit og björgun, þar á meðal:
a.     Samræmda neyðarsímsvörun.
b.     Vöktun innviða.

Lögreglu og löggæslu, þar á meðal:
a.     Landamæravörslu.
b.     Gæslu landhelgi og fiskimiða.
c.     Framsal og afhendingu sakamanna.
d.     Schengen.
e.    Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
f.      Erfðaefnaskrá lögreglu.
g.     Öryggisþjónustu í atvinnuskyni.
h.     Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu.
i.      Embætti ríkislögreglustjóra.
j.      Lögreglustjóraembætti.

Sjómælingar og sjókortagerð.

Vopnamál.

Áfengismál, sem ekki heyra undir annað ráðuneyti.

Mannréttindi og mannréttindasáttmála.

Sifjarétt, þar á meðal:
a.     Málefni barna, nema barnavernd, þ.m.t. ættleiðingar og brottnám.
b.     Hjúskap.

Rannsókn á starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn.

Persónurétt og persónuvernd, þar á meðal:
a.     Lögræði.
b.     Mannanöfn og málefni mannanafnanefndar.
c.     Persónuvernd.

Erfðarétt, lög um horfna menn og yfirfjárráð, skipti á dánarbúum.

Kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.

Trúmál, þar á meðal:
a.     Trúfélög.
b.     Þjóðkirkjuna, biskupsstofu og áfrýjunarnefnd í málefnum þjóðkirkjunnar.
c.     Bókasöfn prestakalla.
d.     Sóknargjöld.
e.     Kristnisjóð.
f.      Kirkjumálasjóð.
g.     Helgidagafrið.
h.     Lífsskoðunarfélög.

Persónuskilríki, þ.m.t. vegabréf, önnur en diplómatísk.

Ríkisborgararétt.

Málefni útlendinga, að frátöldum atvinnuleyfum, þar á meðal:
a.     Útlendingastofnun.
b.     Kærunefnd útlendingamála.

Happdrætti, veðmálastarfsemi, talnagetraunir og almennar fjársafnanir.

Sýslumenn og hreppstjóra.

Kosningar:
a.     Kjör til forseta Íslands, kosningar til Alþingis og sveitarstjórna, þjóðaratkvæðagreiðslur og aðrar almannakosningar sem eigi ber undir annað ráðuneyti.
b.     Fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og upplýsingaskyldu þeirra.

Málefni sjóða og stofnana sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

Landhelgisgæslu Íslands.

Jón Gunnarsson samgönguráðherra

Jón Gunnarsson,
samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.


Jón Gunnarsson fer með eftirfarandi stjórnarmálefni samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, nr. 15/2017 og forsetaúrskurði nr. 16/2017 um skiptingu starfa ráðherra:

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti fer með mál er varða:

Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.

Samgöngur í lofti, á landi og legi, þar á meðal:
a. Flugvelli, vegi, hafnir, vita og sjóvarnir.
b. Skipulag og uppbyggingu samgöngukerfisins.
c. Viðhald og rekstur samgöngukerfisins.
d. Fólksflutninga, farmflutninga og almenningssamgöngur.
e.     Samgönguöryggi.
f.      Samgönguvernd.
g.     Samgönguáætlun.
h.     Skipströnd og vogrek.
i.      Rannsókn samgönguslysa, þ.m.t. málefni rannsóknarnefndar samgönguslysa.
j.      Samgöngutækjaskrár.
k.     Eftirlit með skráningu og búnaði samgöngutækja.
l.      Eftirlit með loftferðum og umferð ökutækja og skipa.
m.     Leiðsögu-, vöktunar-, upplýsinga- og eftirlitskerfi samgangna.
n.     Réttindamál fagaðila í skipum, loftförum og ökutækjum.
o.     Köfun
p.     Slysavarnaskóla sjómanna.
q.     Lögskráningu sjómanna.
r.      Samgöngustofu.
s.     Vegagerðina.

Fjarskipti, þar á meðal:
a.     Fjarskiptanet, þó ekki efni sem sent er á fjarskiptanetum.
b.     Fjarskiptaþjónustu, gagnaflutninga og fjarskiptarekstur.
c.     Fjarskiptavernd.
d.     Öryggi rafrænna samskipta og netöryggi.
e.     Lén og málefni netsins.
f.      Eftirlit með fjarskiptum.
g.     Fjarskiptasjóð.
h.     Póstþjónustu, póstrekstur og eftirlit með póstþjónustu.
i.     Póst- og fjarskiptastofnun og málefni úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála.

Málefni upplýsingasamfélagsins.

Sveitarstjórnarmál, þar á meðal:
a.     Stjórnsýslu og verkefni sveitarfélaga.
b.     Tekjustofna og fjármál sveitarfélaga.
c.     Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
d.     Mörk sveitarfélaga.
e.     Landskipti.
f.      Innheimtustofnun sveitarfélaga.

Byggðamál, þar á meðal:
a.     Byggðaáætlun og sóknaráætlanir.
b.     Jöfnun á flutningskostnaði olíuvara.
c.     Svæðisbundna flutningsjöfnun.
d.     Byggðastofnun.

Almannaskráningu og lögheimili, fasteignaskrá, landamerki og fasteignamat, þar á meðal:
a.     Þjóðskrá Íslands.
b.     Yfirfasteignamatsnefnd.