Lög og reglugerðir

Yfirlit eftir málaflokkum

Yfirlit yfir lög og reglugerðir sem undir innanríkisráðuneyti heyra, þ.e. bæði lagabálka sem og lista yfir reglugerðir sem settar hafa verið á grundvelli laga. Lagalisti miðast við uppfærslu lagasafnsins á heimasíðu Alþingis.

Hvað reglugerðir varðar skal sérstaklega tekið fram að komi í ljós misræmi milli reglugerðatexta á vef og í prentaðri útgáfu Stjórnartíðinda (B-deild) gildir hin prentaða útgáfa Stjórnartíðinda.

Drög að lagafrumvörpum, reglugerðum og stefnum í umsagnarferli

Innanríkisráðuneytið setur jafnan drög að lagafrumvörpum, reglugerðum og stefnum á vef ráðuneytisins til umsagnar og gefinn til þess hæfilegur tími. Þannig er leitast við að gefa hagsmunaaðilum, og öðrum sem vilja, kost á að koma með ábendingar og athugasemdir við efni þeirra.

Þá leitast ráðuneytið við að senda hagsmunaaðilum til umsagnar hvers konar drög að lagafrumvörpum, reglugerðum og stefnum sem snerta viðkomandi starfsgrein. Þeir sem vilja fá send drög að frumvörpum eða reglugerðum sem eru í smíðum á vegum ráðuneytisins eru beðnir að senda ósk þess efnis á netfangið postur@irr.is . Umsögnum skal fylgja fullt nafn sendanda.

Þýdd lög og reglugerðir