Fréttir innanríkisráðuneytisins 2011-2017

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar starfshóp til að fara yfir lög um gatnagerðargjald

19.4.2017

Starfhópinn skipa:

  • Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður og jafnframt formaður, skipuð án tilnefningar,
  • Kristbjörg Stephensen, borgarlögmaður, skipuð samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga,
  • Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, skipaður samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga,
  • Hlynur Ingason, lögfræðingur, skipaður samkvæmt tilnefningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Jafnframt er ákveðið að með starfshópnum starfi Ólafur Kr. Hjörleifsson, lögfræðingur í ráðuneytinu.

Markmið starfshópsins er að fara yfir reynsluna af framkvæmd laganna með hliðsjón af fyrirliggjandi dómum og úrskurðum, meðal annars varðandi ákvæði um rétt til endurgreiðslu ef lóð er skilað. Jafnframt er hlutverk starfshópsins að fara yfir gildissvið laganna m.a. út frá því hvort eðlilegt væri að leggja gatnagerðargjald með einhverjum hætti eða í ákveðnum tilvikum á nýbyggingar utan þéttbýlis eða skilgreina þéttbýli með öðrum hætti en gert er samkvæmt gildandi lögum.