Fréttir innanríkisráðuneytisins 2011-2017

Embætti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis auglýst

10.4.2017

Jafnframt hefur verið auglýst embætti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis og er umsóknarfrestur til og með 24. apríl næstkomandi.

Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, verður ráðuneytisstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.

Forsetaúrskurður um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti kveður á um að ráðuneytin séu 9 sem hér segir:

1.      forsætisráðuneyti,

2.      atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti,

3.      dómsmálaráðuneyti,

4.      fjármála- og efnahagsráðuneyti,

5.      mennta- og menningarmálaráðuneyti,

6.      samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti,

7.      umhverfis- og auðlindaráðuneyti,

8.      utanríkisráðuneyti,

9.      velferðarráðuneyti.

Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands fjallar um skiptingu verkefna ráðuneyta og má sjá í 3. gr. hvaða stjórnarmálefni falla undir dómsmálaráðuneyti og í 6. gr. hvaða stjórnarmálefni falla undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.

Forsetaúrskurður um skiptingu starfa ráðherra kveður á um hvaða stjórnarmálefni hver ráðherra um sig fer með.