Hoppa yfir valmynd
19. ágúst 2016 Dómsmálaráðuneytið

Innanríkisráðuneytið sneri við úrskurði sýslumanns

Innanríkisráðuneytið hefur sent sýslumönnum landsins bréf þar sem fram kemur að það hafi ástæðu til að ætla að nokkurs misræmis gæti í því hvers konar gagna sýslumenn krefjist við könnun hjónavígsluskilyrða þegar um erlend hjónaefni er að ræða svo og hvernig þau gögn séu metin.

Er vísað í því sambandi til máls íslensks og erlends ríkisborgara sem sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu synjaði um leyfi til hjónavígslu þar sem hann taldi gögn ekki fullnægjandi en ráðuneytið hefur með úrskurði sínum í dag snúið við þeirri niðurstöðu sýslumanns. Telur ráðuneytið að tilefni sé til að taka verklag og reglur á þessu sviði til nánari skoðunar með það að markmiði að tryggja samræmda og góða stjórnsýslu. Mun ráðuneytið eiga frumkvæði að því að það verði gert.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum