Hoppa yfir valmynd
9. september 2015 Dómsmálaráðuneytið

Drög að reglum um þóknun skipaðra lögráðamanna til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglum um þóknun og útlagnað kostnað skipaðra lögráðamanna. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 25. september næstkomandi og skulu þær berast á netfangið [email protected].

Skipaðir lögráðamenn eiga rétt á endurgreiðslu á nauðsynlegum útlögðum kostnaði vegna starfans skv. 1. mgr. 62. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Þá geta yfirlögráðendur ákveðið að þeir skuli fá sanngjarna þóknun fyrir störf sín. Meðfylgjandi drög að reglum um þóknun og útlagðan kostnað skipaðra lögráðamanna voru unnin í ráðuneytinu að höfðu samráði við sýslumenn og könnun á framkvæmd þessara mála í umdæmum þeirra.

Í reglunum er reynt að taka á því helsta sem lýst hefur verið eftir, svo sem viðmiðum um umfang verkefnis lögráðamanns, skilyrðum fyrir greiðslu þóknunar og/eða endurgreiðslu kostnaðar, viðmiðum um hvort þóknun skuli greidd og við hvaða tímagjald skuli miða og loks viðmiðum um hvort þóknun og/eða útlagður kostnaður skuli greiddur úr ríkissjóði. Eftir sem áður munu þó yfirlögráðendur hafa töluvert svigrúm til mats á þessum þáttum eftir aðstæðum hverju sinni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum