Hoppa yfir valmynd
1. júní 2015 Innviðaráðuneytið

Samráð um kostnað við áætlun um samevrópskt loftrými

Nefnd sem fylgist með hvernig áætlunin um samevrópskt loftrými gengur hefur sett af stað samráð um kostnað við ýmsa þætti tengdan áætluninni. Samráðstímabilið er frá 20. maí til 21. júlí 2015 og má finna nánari upplýsingar um samráðið á vegum nefndarinnar Performance Review Body of the Single European Sky.

Kostnaðarliðirnir nefnast Terminal Air Navigation Cost. Með samráðinu undirbýr nefndin ráðleggingar sínar fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um hvaða viðmið skuli notuð við markmiðasetningu um þennan kostnað frá og með 1. janúar 2017, sem er þriðja ár annars tímabils áætlunarinnar. Það tímabil stendur frá 2015-2019. Fyrsta tímabil áætlunarinnar stóð frá 2012-2014. Frammistöðumatið er eitt af grundvallaratriðum áætlunarinnar um samevrópska loftrýmið en áætluninni er ætlað að tryggja betri og sjálfbærari flugrekstur.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum