Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2015 Dómsmálaráðuneytið

Umsögn réttarfarsnefndar um drög að lagafrumvörpum um dómstóla og breytingar á lögum um meðferð einkamála og sakamála

Réttarfarsnefnd skilaði innanríkisráðherra á dögunum umsögn um drög að lagafrumvörpum um dómstóla og breytingar á lögum um meðferð einkamála og sakamála. Nefnd sem þáverandi innanríkisráðherra skipaði í ágúst 2013 til að semja reglur um skipan og starfsemi dómstóla, upptöku millidómstigs og fyrirkomulag við skipan dómara skilaði ráðherra tillögum sínum fyrr á þessu ári. Jafnframt samdi nefndin drög að lagafrumvörpum sem lúta að upptöku millidómstigs og nú hefur réttarfarsnefnd skilað umsögn um drögin.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum