Hoppa yfir valmynd
26. mars 2015 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Skrifað undir árangursstjórnunarsamning Neytendastofu og innanríkisráðuneytis

Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, skrifuðu í dag undir árangursstjórnunarsamning ráðuneytisins og Neytendastofu. Samningurinn er til fimm ára og er tilgangur hans að festa í sessi ákveðið samskiptaferli aðila og skerpa áherslur um stefnumótun,  framkvæmd verkefna og áætlunargerð.

Ólöf Nordal og Tryggvi Axelsson skrifuðu undir árangursstjórnunarsamninginn.
Ólöf Nordal og Tryggvi Axelsson skrifuðu undir árangursstjórnunarsamninginn.

Í samningnum er hlutverk Neytendastofu rakið eins og það er skilgreint í lögum um stofnunina. Eru meginhlutverkin tekin saman í eftirtalda flokka:

  • Gæta að og hafa eftirlit með neytendarétti og öryggi vöru.
  • Hafa eftirlit með viðskiptaháttum og stuðla að gagnsæi markaðarins.
  • Yfirumsjón með lögmælifræði og hagnýtri mælifræði og framkvæmd sem að því lýtur.
  • Miðla upplýsingum til aðila á markaði um réttindi þeirra og skyldur.

Þá eru taldar upp áherslur og megin markmið varðandi starfsemi stofnunarinnar á samningstímanum og er þar meðal annars fjallað um stjórnsýslu, þjónustu, mannauð og gæðamál. Einnig eru taldar upp gagnkvæmar skyldur beggja aðila.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum