Hoppa yfir valmynd
12. mars 2015 Dómsmálaráðuneytið

Innanríkisráðherra heimsótti Hæstarétt

Ólöf Nordal innanríkisráðherra heimsótti í gær Hæstarétt Íslands og tóku þeir Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, og Þorsteinn A. Jónsson skrifstofustjóri á móti ráðherra og fylgdarliði. Sýndu þeir ráðherra húsnæði réttarins og greindu frá starfseminni og hvernig málafjöldi hefði þróast á liðnum árum.

Innanríkisráðherra og fylgdarlið heimsótti Hæstarétt 11. mars.
Innanríkisráðherra og fylgdarlið heimsótti Hæstarétt 11. mars.

Fram kom í máli Markúsar Sigurbjörnssonar að fjöldi nýrra mála sem berast Hæstarétti til úrlausnar á ári hverju hefur vaxið mjög allt frá árinu 1995. Þá bárust réttinum alls 433 ný mál, bæði áfrýjunarmál og kærumál, einkamál og sakamál. Árið 2005 var þessi málafjöldi 553 og í fyrra 862 alls. Fjöldi dæmdra mála hefur einnig vaxið. Árið 1995 dæmdi Hæstiréttur alls í 503 málum en 760 í fyrra.

Hæstiréttur Íslands tók til starfa árið 1920 og eru hæstaréttardómarar nú 9. Aðrir starfsmenn eru skrifstofustjóri, aðstoðarmenn dómara, ritarar og fleiri. Í ársskýrslu 2014 kemur fram að alls hafi 49 menn verið skipaðir í embætti hæstaréttardómara.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum