Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2015 Dómsmálaráðuneytið

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum vegna sameiningar samgöngustofnana til kynningar

Drög að frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum vegna sameiningar samgöngustofnana eru nú til kynningar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda umsagnir á netfangið [email protected] til og með 20. febrúar næstkomandi.

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum nr. 119/2012 um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, með síðari breytingum, og lögum nr. 60/1998 um loftferðir, með síðari breytingum.

Þær breytingar sem lagðar eru til með frumvarpinu eiga að mestu leyti rætur að rekja til þess að eftir að Samgöngustofa tók til starfa kom í ljós að felldar höfðu verið brott gjaldtökuheimildir sem áður voru í 1. mgr. 9. gr. laga nr. 100/2006 um Flugmálastjórn Íslands, sbr. 2. gr. frumvarpsins. Jafnframt er lagt til í frumvarpinu að ráðherra verði heimilt að mæla fyrir um greiðslu kostnaðar af starfsemi samræmingarstjóra en það ákvæði stafar af breytingum á fyrirkomulagi úthlutunar á afgreiðslutímum á flugvöllum eftir athugasemdir Eftirlitsstofnunar EFTA.

Að lokum er lagt til að ráðherra verði veitt heimild til að setja reglugerðir um innleiðingu á reglugerðum sem varða starfsemi og verkefni Flugöryggisstofnunar Evrópu (European Aviation Safety Agency) og Siglingaöryggisstofnunar Evrópu (European Maritime Safety Agency).

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum