Hoppa yfir valmynd
2. febrúar 2015 Dómsmálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Minnisblað um niðurstöðu umboðsmanns Alþingis

Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild HÍ, hefur skilað innanríkisráðherra minnisblaði þar sem hann rýnir álit umboðsmanns Alþingis til að greina hvort þar komi fram athugasemdir sem snúi að innanríkisráðuneytinu og stjórnsýslu þess. Einnig óskaði ráðherra eftir því að hann veiti ráðuneytinu skriflegt álit um hvort lagarök standi til viðbragða af hálfu þess og þá hverra.

Niðurstaða Hafsteins Þórs Haukssonar er sú að umboðsmaður Alþingis beini engum sérstökum tilmælum til innanríkisráðuneytisins en geri athugasemdir við ákveðin atriði í starfsemi ráðuneytisins, til dæmis skráningu funda og stöðu aðstoðarmanna. Þessum tilmælum beinir hann til forsætisráðuneytisins.

Minnisblaðið getur nýst við þá vinnu sem nú fer fram í forsætisráðuneytinu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum