Hoppa yfir valmynd
21. janúar 2015 Innviðaráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja til umsagnar

Drög að breytingu á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja er nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir á netfangið [email protected] til og með 4. febrúar næstkomandi.

Breytingin varðar reglugerð nr. 155/2007 og snýr einkum að hæð og breidd ökutækja sem og nýjum reglum varðandi breidd og þyngd ökutækja sem notuð eru til snjómoksturs. Þá er lagt til með breytingunni að afnumin verði undanþága til vagnlesta til að mega vera 25,25 m að lengd með vísan til umferðaröryggissjónarmiða. Gera drögin ráð fyrir því að undanþágan falli niður þann 1. janúar 2017 og því er veittur tæplega tveggja ára aðlögunarfrestur. Til viðbótar við þetta er lagt til að leyfilegri hámarkslengd ökutækja verði breytt úr 13,30 m í 12 m vegna athugasemda frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum