Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2015 Dómsmálaráðuneytið

Starfshópur kanni hvernig megi jafna stöðu foreldra sem fara með sameiginlega forsjá barna sinna

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skipað starfshóp sem kanna á hvernig jafna megi stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna með tilliti til réttinda, skyldna og skráningar sem fylgir lögheimili barns. Skal starfshópurinn útfæra leiðir til að eyða aðstöðumun sem er á heimilum þegar foreldrar sem búa ekki saman ákveða að ala börn sín upp saman á tveimur heimilum.

Starfshópurinn er skipaður á grundvelli ályktunar Alþingis frá 12. maí 2014. Í ályktuninni kemur fram að hópurinn skuli útfæra leiðir til að eyða aðstöðumun sem er á heimilum þegar foreldrar sem búa ekki saman ákveða að ala börn sín upp saman á tveimur heimilum. Í því skyni taki hópurinn m.a. afstöðu til þess hvort taka skuli upp kerfi sem heimilar börnum að hafa tvöfalt lögheimili eða hvort annað fyrirkomulag jafnrar búsetu hentar betur.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

  • Þórhildur Líndal, forstöðumaður Rannsóknarstofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumál og jafnframt formaður, tilnefnd af innanríkisráðherra,
  • Guðríður Bolladóttir, lögfræðingur í velferðarráðuneytinu, tilnefnd af félags- og húsnæðismálaráðherra,
  • Pálmi Þór Másson, deildarstjóri hjá lögfræðideild Kópavogsbæjar, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
  • Rakel Þráinsdóttir, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Suðurnesjum, tilnefnd af Sýslumannafélagi Íslands,
  • Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands, tilnefnd af Þjóðskrá Íslands.

Með starfshópnum mun starfa Svanhildur Þorbjörnsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum