Hoppa yfir valmynd
22. desember 2014 Dómsmálaráðuneytið

Drög að reglugerð um kærunefnd útlendingamála til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um kærunefnd útlendingamála en nefndin tekur til starfa 1. janúar næstkomandi. Unnt er að senda umsagnir um reglugerðardrögin til ráðuneytisins til og með 5. janúar næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið [email protected].

Kærunefnd útlendingamála mun starfa sem úrskurðaraðili á æðra stjórnsýslustigi í málum sem eru kærð á grundvelli laga um útlendinga nr. 96/2002. Lögin gera ráð fyrir að ráðherra sé heimilt að kveða nánar á um störf og starfshætti kærunefndarinnar í reglugerð.

Í drögum að slíkum reglum sem hér birtast eru alls 13 efnisákvæði auk gildistökuákvæðis. Drögin hafa að geyma ákveðnar grunnreglur um störf og starfshætti nefndarinnar. Ákvæði reglugerðarinnar snúa meðal annars að hlutverki nefndarinnar, hlutverki formanns, kæru, málsmeðferð kærumála, fundum nefndarinnar, fundargerðum og málaskrá, málshraða, birtingu úrskurða og fleiru.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum