Hoppa yfir valmynd
18. desember 2014 Innviðaráðuneytið

Drög að gjaldskrá fyrir Samgöngustofu til kynningar

Innanríkisráðuneytið birtir til kynningar drög að gjaldskrá fyrir Samgöngustofu. Unnt er að gera athugasemdir við gjaldskrárdrögin til og með 5. janúar 2015 og skulu umsagnir sendar á netfangið [email protected].

Megin tilgangur með nýrri gjaldskrá fyrir Samgöngustofu er að sameina eldri gjaldskrár Umferðarstofu, Flugmálastjórnar og Siglingastofnunar. Engar breytingar verða á upphæð gjalda í gjaldskránni ef frá er talið umferðaröryggisgjald og gjald fyrir útgáfu lofthæfisvottorða. Upphæð gjalda fyrir þessa tvo liði er bundin í lög um Samgöngustofu.

Þá er að finna í gjaldskránni sex ný gjöld vegna lögbundinna verkefna sem ekki hefur verið innheimt fyrir áður. Þau eru:

  • Árgjald vegna eftirlits með fyrirtækjum sem stjórna viðhaldi loftfara.
  • Gjald fyrir sérfræðiþjónustu vegna skráningar á ökutæki utan Evrópusambandsins.
  • Árlegt eftirlitsgjald vinnsluaðila ökutækjaskrár.
  • Umskráning þungra loftfara í eigu erlendra aðila sem hafa verið í flutningaflugi en er óskað að séu á íslenskri loftfararskrá.
  • Samþykki teikninga og gerðarviðurkenndra hópbifreiða.
  • Námskeiðsgjald vegna umferðarskólans.

Lagastoð er fyrir öllum liðum gjaldskrárinnar í 13. gr. laga nr. 119/2012 um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum